Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 60

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 60
SMÁSAGA EFTIR ODD SIGURÐSSON Uiii-úaaa! Skorri gamli stóö í fallega garðinum sínum og kallaöi út í him- inblámann. Úiii-úaaa! Hann kallaði svo hátt sem hann gat og skimaði út í loftið. Eftir skamma stund sást örlítill depill hnita hringi yfir litla húsinu. Depill- inn stækkaði ört uns greina mátti stóran og fremur þunglamalegan fugl gera sig líklegan til lendingar í garðinum. Hann gaf frá sér hátt garg þegar fætur hans námu við mjúkt grasið. Skorri gamli Ijómaði þegar hann beygði sig niður og strauk yfir bak veiðibjöllunnar. Fuglinn teygði hálsinn fram og aftur í leit að ætinu sem hann átti von á frá Skorra. - Já, já, þú færð að éta, blessaöur. Hafðu engar áhyggjur af því. Hefur Skorri gamli nokk- urn tíma svikið þig um bitann þinn? Svona höfðu samskipti þessara ólíku ein- staklinga gengið í rúmt ár og aldrei orðið brest- ur á. Skorri kallaði fuglinn Hafsauga. Það var hans eigin uppfinning til sjós að kalla alla máva hafsaugu. Það gerði hann vegna þess að löngu áður en illviðri skall á vissi hann af hljóði fuglanna að vont veður var í aðsigi. Skorri hafði frá því hann var ungur maður helgað líf sitt sjómennskunni og lifað fyrir það eitt að bjóða viðsjárverðum hættum Norður- Atlantshafsins birginn. í raun hataði hann sjóinn. Sjórinn var sá vættur sem tekið hafði frá honum gleðina og markað eilífa sorg í hjarta hans. Guð gaf og Guð tók .. . Nei, Skorri vildi ekki hafa þetta svona. Hafið tók og gaf ekkert til baka. Sama hvert litið var til sjós, alltaf var dauðinn á næsta leiti. Skip sem náðu ekki landi, iðralausir spriklandi fiskar um allt dekk, blóð manna og annarra lífvera lit- aði hafflötinn þegar minnst varði. Hafið lét heldur ekki þar við sitja að sorgbíta sjómenn- ina sem ekki áttu annarra kosta völ en að velkj- ast um við misgóðan aöbúnað, víðs fjarri heimilum sínum. Konurnar og börnin í landi voru oftar en ekki verr komin en dauð þegar hafið lét til skarar skríða og hreif burtu fyrir- vinnuna. - Sjórinn er dulbúinn djöfull, var Skorri van- ur að segja, og sá djöfull skal aldrei ná mér. Biturleiki hans til hafsins átti djúpar rætur. Ung- ur hafði hann farið til sjós á togara og lent í hildarleik sem ekkert á jarðríki gat nokkurn tíma þurrkað úr minni hans. Skip nýsköpunar þóttu traust miðað við það sem sjómenn á ís- landi áttu að venjast. Allt gat þó gerst væri óvarlega farið. Togarinn hafði strandað í aftakaveðri á Reykjanesfjöru, menn uggðu ekki aö sér fyrr en allt var um seinan. Skipið, sem þeir töldu jafnvel öruggari íverustaö en húskofann heima hjá sér, var í raun og veru manndrápsbolli. Er mönnum var Ijóst hvernig komið var ruku þeir upp til handa og fóta en þreytan eftir hvíldar- lausa þrældómsvinnu um borð setti mark sitt á viðbrögðin. Hræðsla og örvænting gagntók þá er ógnandi hvítfextar öldur, sem skullu af reg- inafli yfir skipið, brutu allt og brömluðu við að sýna mátt sinn og megin. Skorri hafði séð föður sem hafði tekiö með sér ungan son sinn, varla eldri en fjórtán ára, í fyrstu sjóferðina. Þegar ósköpin dundu yfir batt hann sig og soninn við mastur skipsins í veikri von um miskunn Guðs. Menn hrópuðu og ákölluðu drottin. Jafnvel þeir hörðustu, sem á ekkert sér æðra sögðust trúa, báðu sér nú griða skaparans. Skorri var skelfingu lostinn eins og aðrir um borð. Hann skreið eftir þilfar- inu í leit að skjóli fyrir þeim andskota sem nú vann ákveðiö að því að má þá af yfirborðinu. Skyndilega var hann hrifinn af ógnarafli hátt í loft. Það var eins og tíminn hefði stöðvast. Hann heyrði ekki lengur hróp og hræðslubænir skipsfélaganna, allt varð ótrúlega hljótt. Þessar fáeinu sekúndur í lífi Skorra áttu eftir að móta aðrar tilfinningar og aðra trú um lífið og dauð- ann. Brotið, sem hafði hrifið hann, hélt honum stundarkorn yfir skipinu eins og til að sýna honum aö dauðastríðið um borð væri með öllu tapað. Það síðasta sem hann sá, áöur en hol- skeflan grýtti honum lengst upp í fjöru, var drengurinn og faöir hans, bundnir við siglutréð. Menn áttu ekki von á að finna nokkurn mann lifandi þegar þeir loks komust á strandstað. Þeir unnu hörðum höndum við að safna saman líflausum líkömum sem lágu um alla fjöru. Sum líkanna voru svo illa farin eftir að hafa 56 VIKAN l.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.