Vikan


Vikan - 09.01.1992, Qupperneq 62

Vikan - 09.01.1992, Qupperneq 62
Litli bærinn Ulfborg á vest- urströnd Danmerkur hefur nú fengiö viöur- nefnið Kardimommubærinn. Ástæðan er sú aö þrir drengir, sem bornir voru til skírnar samtímis, hlutu nöfn ræningj- ÞÝÐING: LÍNEY LÁXDAL anna úr skáldsögu Thorbjörns Egner. Ekki höföu mæöurnar samráö um þetta svo tilviljun var þaö allt saman. Kasper, sagði Bente Lise Ruud Jensen þegar sóknar- presturinn spuröi hana fyrsta í rööinni hvaö barnið ætti aö heita. Jesper, var svarið sem hann fékk frá llse Mikkelsen. Jónatan, hljómaöi af vörum Camillu Nielsen. í kirkjunni braust út mikill og almennur < Það var fyrir ein- dæma Hhnljun að þessi þrjú böm voru skírð samdægurs í sömu kirkjunni og hlutu nöht hinna vel þekktu ræningja úr Kardimommubæ, Kasper, Jesper og Jónatan. hlátur, jafnvel presturinn átti í vandræðum meö sig. Ræningjarnir þrír voru komnir þarna Ijóslifandi og Ulf- borg breytti um nafn og varö að Kardimommubæ. - Ég haföi ekki hugmynd um þetta, segir móðir Kaspers. - Ég þekki ekki einu sinni hinar mæðurnar svo þetta er algjör tilviljun. Ilse, móðir Jespers, segist viss um aö skólinn í bænum eigi eftir aö setja upp leikritið um Kardimommubæ- inn þegar strákarnir hafi aldur til aö leika ræningjana. Móöir Jónatans veit aö þetta var ekki algjör tilviljun. Viö ráögeröum þetta aö vísu ekki sjálfar en í sumar fékk ég skrýtiö símtal frá meðhjálparanum í kirkj- unni. Hann sagöi að þar sem hann vissi aö sonur minn ætti aö heita Jónatan skyldi ég láta skíra hann þennan tiltekna sunnudag. Ástæðuna fékk ég ekki aö vita fyrr en í kirkjunni og ég hló hjartanlega eins og allir hinir. INNS/t ISNEISTAR TOMLÆTI Ekki er óalgengt aö viö kvörtum yfir tómlæti hvert frá öðru. Ástvinir geta til dæmis verið furöu fá- látir hver viö annan. Ef við erum í þeirri aðstööu aö finn- ast eins og enginn í kringum okkur gefi okkur gaum getur okkur liðið óþægilega vegna þess arna. Vissulega er hvetj- andi andlega sem líkamlega ef okkur er gaumur gefinn og þá sér í lagi af þeim sem viö elskum og virðum. Börn, sem alast upp við algjört sinnuleysi foreldra sinna og finna nánast frá upphafi fyrir hvers kyns tómlæti frá þeim, eru oftar en ekki meö alvarlega skerta sjálfsmynd sem börn, ung- menni og jafnvel fullorðiö fólk. TEXTI: JÓNA RÚNA KVARAN Fálæti foreldra viö barn sitt á augnablikum ágæts sigurs annaðhvort í leik, skóla eða starfi er óheppilegt vegna þess aö viö þurfum flest á því aö halda aö okkar nánustu taki eftir og fylgist með þeim sigr- um sem við vinnum og þeim góöu tækifærum sem rekur á fjörur okkar og við vinnum kannski glæsilega úr. Sum okkar hafa veriö hálfa ævina aö vinna sig upp í heppilegan andlegan styrk, hvaö varðar sæmilega sjálfsmynd, nokkuð sem oftar en ekki má rekja til fálætis foreldris viökomandi í æsku, auk þess sem sömu að- ilar hafa kannski liðið skort vegna hvatningarleysis frá for- eldrum aö auki. löulega ber á fálæti í skóla- göngu okkar og margur nem- andinn hefur liðið fyrir tóm- læti kennara sinna á hinum og þessum stigum menntunar sinnar. Kennarar og aðrir leiö- beinendur þurfa aö hafa í huga mikilvægi þess aö per- sónulegur áhugi á sigrum og ósigrum nemenda þeirra er mikilvægur. Að skaðlausu mætti hvetja skólamenn til aö ástunda alls ekki tómlæti við nemendur sína heldur þvert á móti, það borgar sig og mun skila sér skynsamlega í lífi við- komandi nemenda. Á vinnustöðum ætti að leggja ríka áherslu á að hvergi ríki tómlæti manna á meðal vegna þess að það gerir bæði störf og leik leiðinleg og óáhugaverð. Hvetjum undir- menn okkar ef viö erum yfir- menn. í störfum ætti ekki allur góður árangur undirmanns að vera eins og sjálfsagöur. Það er nauðsynlegt að taka vel eftir og tíunda þaö sem vel er gert og það ætti fáum okkar að reynast óyfirstíganlegt ef viö erum meðvituð um gildi hvatn- ingar á flesta, ef ekki bara alla. Væntingar okkar eru áþekk- ar í þeim efnum eins og í svo mörgum öðrum sem teljast tengjast mannlegu eðli. Auð- vitað erum við mismunandi hæf til að umbera hvers kyns tómlæti annarra á persónu okkar og verkum. Hvað sem því líður er áhugi annnarra mikilvægur fyrir mat okkar á sjálfum okkur og því sem við tökum okkur fyrir hendur, sér í lagi þar til við höfum burði til að hvetja okkur sjálf. Það er því afar nærandi og á annan hátt hvetjandi að deila sigrum með sínum, ekki síður en ósigrum. Látum tómlæti fjúka og eflum þess í stað flest það atferli sem er hvetjandi og já- kvætt og eflir sigurvissu á flestum sviðum og hana nú. 58 VIKAN 1. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.