Vikan


Vikan - 20.02.1992, Síða 7

Vikan - 20.02.1992, Síða 7
wt — f. i Kristjðn og Þórey á - s -£5» 1Jíu\ .; æfingu á Þrúgum reiðinnar í Borgar- leikhúsinu. Fram skal tekið að þétta er ekki hin endanlega leik- 14/”’ cr d tiuv ItVUHfl iHicaTiTE myna. — . lM # LÍFSHÁSKI í LEIKLISTINNI - ÞÓREY SIGÞÓRSDÓTTIR LEIKKONA „Einu sinni ætlaði ég að verða búðarkona," segir Þórey Sigþórsdóttir leikkona sem nú fer með eitt af stærri hlutverkunum í upp- færslu Borgarleikhússins á Þrúgum reið- innar eftir John Steinbeck. Þórey er að vestan, nánar tiltekið frá Patreksfirði, en aldrei varð neitt úr því að hún prangaði einu né neinu inn á íbúa kjálkans. Reyndar leið alllangt æviskeið þessarar ungu leik- konu þar til hún hafði valið sér starfssvið, í þess orðs fyllstu merkingu. Og eitt sinn tók hún starf sitt svo alvarlega að það kostaði hana næstum lífið - en komum að því síðar. „Þó ég hafi ekki ákveðið að reyna við Leiklistarskólann fyrr en í fjórða bekk í menntaskóla hafði elskan á leiklistinni allt- af blundað í mér og blossað upp við ýmis tækifæri. í gamla daga var ekki friður með nein gömul föt eða háaloft þvi ég þurfti allt- af að vera að gramsa eitthvað og klæða mig og vinkonurnar upp. Svo var ég sem barn óendanlega forvitin um allt og er enn. Það er líka hluti af starfi leikarans, lifandi fróð- leiksfýsn um allt sem að manninum snýr.“ LILLI KLIFURMÚS „Síðan var það einhver óskilgreind þörf eða nauðsyn sem fékk mig til að sækja um þennan „alræmda" skóla. Það var vorið 1987 en þá fyrst fannst mér ég tilbúin. Um það leyti hafði ég reyndar verið að hugsa um að fara til út- landa að læra Ijósmyndun og hefði gert það ef ég hefði ekki komist inn í Leiklistarskólann. Þetta var eiginlega eini gallinn við að komast þar inn, ég komst aldrei út, var í skólanum næstu fjögur árin,“ segir Þórey og merkja má Frh. á næstu opnu 4. TBL. 1992 VIKAN 7 TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.