Vikan


Vikan - 20.02.1992, Page 9

Vikan - 20.02.1992, Page 9
Þórey í Þrúgum relðinnar. „Það var mjög skrítið að fara að leika með öðrum en þeim sem voru með manni í skólanum en í Ijós kom auðvitað að engin hætta var á ferðum.“ ÞÓREY frh. af bls. 7 örlítinn vott af söknuöi í málrómnum þó aö hún segist ekki geta hugsað sér skemmtilegra starf, í augnablikinu aö minnsta kosti. Þaö vita þeir sem reynt hafa og ennfremur margir af afspurn að það er ekkert grín aö komast í gegnum inntökupróf Leiklistarskóla íslands. Þórey kannast við það. „Ég kveið mest fyrir söngprófinu. Ég hef reyndar alltaf haft gaman af að syngja en hafði aldrei lært neitt á því sviði,“ segir hún og getur ekki annað en brosað þegar hún er spurð að því hvaða lag hún hafi sungið. „Ég söng vögguvísu úr Dýr- unum í Hálsaskógi, visu sem Lilli klifurmús syngur fyrir Mikka ref og svæfir hann og slepp- ur þannig undan honum. Ég valdi það lag af því það er einfalt og fallegt og ég kunni það fyrir.“ Og Þórey komst í gegn, ein af átta. LÍTIÐ UM LOFTFIMLEIKA Sá grunur sem blaðamaður hefur haft um leik- listarprófið og að þar þurfi leikararnir að stunda nánast loftfimleika, heljarstökk og flikk flakk til að komast í gegn fæst ekki staðfestur hjá Þór- eyju. „En inntökuprófin reyna mikið á úthaldið bæði andlega og likamlega, allt að því misk- unnarlaust á köflum. Þrátt fyrir allt á ég margar góðar minningar frá þessu tímabili," segir Þórey sem útskrifaðist síðan vorið 1991 og hefur því verið meðal fullgildra leikara í bráð- um eitt ár. „Starfiö er hrein nautn,“ segir hún og bætir við að mjög uppörvandi hafi verið að fá eitt- hvað að gera strax að námi loknu en hún fékk aðalhlutverk í framhaldsleikritinu Ólafur og Ingunn í útvarpinu þegar eftir útskriftina. Þar segir hún marga reynda leikara hafa komið við sögu og því hafi það verið minni viðbrigði en ella að standa með þessu fólki á sviði. Síðast- liðið haust fór hún síðan að æfa i Borgar- leikhúsinu, fyrst í leikritinu Ljóni í síðbuxum og nú í Þrúgum reiðinnar sem verða frumsýndar þann 27. febrúar næstkomandi. SAMKEPPNI UM HLUTVERK „Það var mjög skrítið að fara að leika með öðrum en þeim sem voru með manni í skólan- um en í Ijós kom auðvitað að engin hætta var á ferðum," bætir hún við, fær sér kaffi og marsipansúkkulaði sem reyndar hefur nokkra viðdvöl enn um sinn á sminkborðinu í herbergi hennar og Margrétar Helgu, vegna þess að hún fær nú spurningu um hvort ekki sé einhver samkeppni meðal leikara um hlutverk. „Samkeppni, já,“ segir hún og horfir hugs- andi á kaffið sitt líkt og hún eigi von á því að gufan, sem upp af því liðast, breytist skyndi- lega í hjálpsaman anda sem töfri fram eitt gull- ið svar viö spurningunni. „Jú, það er það nátt- úrlega. Til dæmis er ekki mikið framboð af spennandi hlutverkum fyrir ungar leikkonur og að auki er offramboð af leikurum. Annars virð- ist vera einhver kippur f þessu núna og við sem útskrifuðumst saman höfum flest fengið vinnu í faginu. En þetta er auðvitað hverfull heimur," segir Þórey en gefur í skyn að ekki hyggist hún sitja auðum höndum f náinni framtíð. „Við erum nokkur saman sem ætlum að setja upp leikrit í vor. Þetta er amerískt leikrit sem heitir Brenndu þetta og fjallar um ungt fólk f New York og ástir þess en við dauðsfall eins úr vinahópnum vakna spurningar, meðal þess um stöðu hvers og eins í lífinu. Aðalástæðan fyrir því að við veljum þetta verk er sú að leikritið er gott og í því eru spennandi hlutverk fyrir unga leikara til að takast á við, auk þess sem eitt okkar langar að reyna sig við leik- stjórn," segir hún en allir sem taka þátt í sýn- ingunni eru ungir leikarar sem hafa lokið námi á síðustu þremur árum. PADDINGTON SJÁLF(UR) Þórey hefur einnig unnið að talsetningu teikni- mynda. „Já, það er eitt af störfum leikarans og er mjög skemmtilegt. Ég las inn á þáttaröð um Paddington og las einmitt fyrir bangsann sjálf- an meðal annarra," segir hún og ekki er laust við að hún sé svolítið stolt af því að hafa fengið að túlka þessa heimsfrægu persónu. Fleiri hlutverk hennar hafa snúist til æskuáttar eftir að hún lauk námi en meðan á því stóð segist hún aðallega hafa leikið þroskaðar konur og lífsreyndar. „í Þrúgum reiðinnar leik ég til að mynda sextán ára stúlku og í Ljóni í síðbuxum fer ég með hlutverk þjónustustúlku sem er ekk- ert mjög gömul. Þannig hefur dæmið eiginlega snúist við og nú er ég allt í einu farin að leika niður fyrir mig í staðinn fyrir að leika upp," seg- ir hún og á þar að sjálfsögðu við aldur persón- anna. Kvikmyndin finnst henni einnig spennandi miðill og f vor lék hún í sjónvarpsmyndinni Sjóarinn, spákonan, blómasalinn, málarinn og Sveinn. Hún segir þó um allt of litla framleiðslu mynda að ræða til að hægt sé að helga sig þeim miðli enn sem komið er. „Víða erlendis eru leikarar kannski bara í sjónvarpi eða bara í bíómyndum og svo framvegis en það er eng- inn grundvöllur fyrir sérhæfingu í leiklist á ls- landi. Mér finnst líka meira spennandi að fást við ólíka miðla þó að sjálfsögðu sé leiksviðið alltaf það sem stendur upp úr því þar á sér allt- af einhver galdur stað á milli áhorfandans og leikarans." LEIKARAR EKKI HÁTEKJUFÓLK „Hins vegar er kominn tími á það að stjórn- málamenn komi auga á þá möguleika sem ís- lensk kvikmyndagerð hefur í sköþun atvinnu- tækifæra. Við eigum orðið mjög margt hæfi- leikaríkt fólk á því sviði og hvernig væri nú að prófa að fjárfesta í bíómyndum, ekki síður en öðrum iðnaði og landbúnaði?" spyr Þórey, nú komin í nokkurn ham, og bætir við: „Þetta er líka íslensk menning. íslenskir kvikmynda- gerðarmenn hafa þegar vakið verðskuldaða athygli fyrir verk sín og hlotið verðlaun á er- lendum vettvangi sem og íslenskir leikarar, nú síðast Gísli Halldórsson og fleiri hafa verið til- nefndir." Varðandi lífsviðurværi og afkomu svarar hún því aðspurð að leikarar séu ekkert há- tekjufólk. „Grunnlaunin eru eitthvað um sextíu og sex þúsund,“ segir hún og við höldum áfram að ræða um starfið sjálft enda launin ekki til að tala um. „Vinna við útvarpsleikrit er ef til vill skyldari kvikmyndinni en sviðsleik að því leyti að þar er verið að taka búta og klippa fram og til baka. Sú vinna byggist einnig mikið á undirbúningi heima og síðan mætir maður fyrir framan hljóðnemann og fer með rulluna sína eftir samlesturinn með hinum leikurunum. Maður hefur engan tíma til að byggja upp ferlið þegar tökur eru hafnar, stendur bara og ímyndar sér umhverfið og getur ekki nema ( litlum mæli leikið á hina leikarana." Frh. á bls. 26 4. TBL. 1992 VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.