Vikan


Vikan - 20.02.1992, Qupperneq 11

Vikan - 20.02.1992, Qupperneq 11
NÝ RÖDD í ÍSLENSKU ÓPERUNNI: LSAWAAGE GUR EMELÍU ÍÓÞELLÓ laöamaður Vikunnar heldur á fund Elsu Waage suður á Arnar- nes þar sem hún býr um þess- ar mundir hjá foreldrum sínum, Steinari og Clöru Waage. Húsið stendur ofar- lega á nesinu og úr stofunni er fallegt útsýni yfir Kóþavoginn, Reykjavík og til Esjunnar. Það fýkur yfir hæðir og hóla þenn- an dag og snjóþæfingur er á götum. Hún segist fremur vilja hitta blaðamann heima en að hætta sér út í veðrið þar eð hún vilji ekki taka neina áhættu hvað röddina varðar, skammt sé í frumsýningu. Elsa er um þessar mundir að syngja í fyrsta sinn á ís- lensku óperusviði og fer með hlutverk Emelíu í Óþelló eftir Verdi. Ný rödd hefur kveðið sér hljóðs. Hún kemur broshýr til dyra- há, grönn og svipsterk. Handtak hennar er þétt og ákveðið. Elsa býður gesti til stofu, hellir kaffi I bolla og set- ur fyrir framan hann heimatil- búið konfekt. Það er eins og hún sjái hvar aðkomumaður er veikastur fyrir. Umræðuefnið er söngurinn og frumraun hennar hjá íslensku óperunni. Elsa lærði fyrst söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur f Kópavogi og fylgdi henni síð- an í Tónlistarskólann í Reykja- vík þar sem hún var undir hennar leiðsögn í nokkur ár. „Hjá henni hlaut ég góðan undirbúning og hún hvatti mig eindregið til frekara söng- náms. Þá hélt ég til Hollands í einkatíma. Jón Þorsteinsson söngvari, sem búið hefur þar um nokkurra ára skeið og starfað að list sinni, aðstoðaði mig við að komast til góðra kennara. í Hollandi dvaldi ég í eitt ár. Mig langaði í frekara söngnám og að mennta mig frekar í tón- listarfræðum. Því fór ég næst til Bandaríkjanna en í Hollandi hafði ég kynnst söngvurum þaðan. Þeir höfðu kannski ekki alltaf bestu raddirnar en þeir sungu engu að síður vel. Auk þess virtist menntun þeirra vera mjög góð og yfirgripsmikil og þekking þeirra á tónlist almennt. Því afréð ég að flytja mig um set vestur um haf. Ég hafnaði í Washington DC þar sem ég hóf strax nám við tón- listarháskóla, Catholic Uni- versity of America, og lauk þaðan B.A.-prófi eftir þrjú og hálft ár." HLIÐHOLL MÁTTARVÖLD Elsa kveður dvöl sína vestra hafa verið einkar ánægjulega og segja megi að máttarvöldin hafi jafnan verið henni hliðholl. „Ég var svo lánsöm að kynn- ast sendiherrahjónunum Hans G. Andersen og Ástríði fljót- lega eftir að ég kom til Wash- ington. Þau reyndust mér geysivel. Svo vildi til að ég var að leita mér að íbúð ásamt annarri íslenskri stúlku. Okkur bauðst íbúð í blokk í einu dýr- asta hverfinu í borginni en verðið reyndist viðráðanlegt einmitt í þessu ákveðna fjöl- býlishúsi. Þetta var [ næsta nágrenni við sendiráðið. Við fórum því oft í heimsókn þangað, þágum kaffi og spjölluðum við stúlkurnar sem unnu þar. Að því kom að ég bauð þeim ásamt Ástríði Andersen á tónleika sem ég hélt í skólanum. Upp úr því hófst mikill vinskapur og Ást- riður fékk mig oft til að koma fram í hvers konar boðum á vegum sendiráðsins en hún er mikill tónlistarunnandi. Hún kynnti mig meðal annars í listaklúbbi í Washington og upp úr því var mér boðið að koma fram á hans vegum. Þessi kynni urðu líka til þess að ég komst í samband við væntanlegan kennara minn í New York og því má segja að Ástríður hafi svo sannarlega verið örlagavaldur í lífi mínu að þessu leyti." Elsa var nú komin með góða og víðtæka undirstöðu og þá hitti hún einmitt þann kennara sem beindi henni inn á réttar brautir í söngnum. Hún hélt til einkanáms hjá Michael Trimble og leiðsagnar hans naut hún næstu þrjú árin. „Auðvitað gefa allir kennarar manni eitthvað - en þessi gaf mér sérstaklega mikið og ég tel mig hafa byrjað hjá honum á réttum tíma. Um leið og maður fer frá einum kennara og byrjar hjá öðrum er eins og augu manns opnist skyndilega fyrir ýmsu þvi sem sá fyrri hafði verið að reyna að segja og telja manni trú um en mað- ur skildi ekki þá. í raun eru allir góðir kennarar að tala um það sama en hver og einn þeirra tileinkar sér raddbeitingu á sinn persónulega hátt. Því verður maður að finna það sem hentar manni best og vera því trúr. Líkaminn og röddin breytast líka með hverju ári og söngvarar verða að vera vakandi fyrir því. Ég tel að maður þurfi ávallt að sækja leiðsögn öðru hverju til að varast að falla í slæmar gryfjur og venja sig á eitthvað sem kannski er ekki heilnæmt fyrir röddina. Þessi tiltekni kennari fann mina réttu rödd.“ 4. TBL. 1992 VIKAN 11 TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / MYNDIR: BINNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.