Vikan


Vikan - 20.02.1992, Side 15

Vikan - 20.02.1992, Side 15
heildarmynd af sýningunni af því að undirbúningur með leik- stjóra og öðrum aðstandend- um er yfirleitt lengri og þess vegna betri. Þessu er hins vegar öðruvísi háttað í kvik- myndaleik, þar er oft lítill sem enginn tími notaður til æfinga. Ég vil trúa því að ef leikstjórar taka sér meiri æfingatíma með leikurunum skili það betri leik og heilsteyptari persónum á tjaldið. Sólveig: Kvikmyndaleikur krefst meiri einbeitingar. Mað- ur verður að setja sig inn í að- stæður og úthugsa þá per- sónu sem maður leikur. Ingvar: Á sviðinu þróast leikurinn frá einni sýningu til annarrar. Leikarinn getur hald- ið áfram að þróa þann karakt- er sem hann leikur eftir frum- sýningu en eftir að búið er að frumsýna kvikmynd verður engu breytt. Sólveig: Kostirnir eru þó þeir að ef eitthvað mistekst í töku þá er hægt að taka atriðið aftur en það sem klikkar á sviði er ekki hægt að endurtaka. Ingvar: Það sem er kannski erfiðast svona í upphafi vinn- unnar er að reyna að setja sig inn f hugarheim leikstjórans og reyna að átta sig á því hvernig myndin verður að lokum. Sólveig: Það var erfitt að koma sér inn í þetta tempó. Fyrstu dagarnir voru algjör pína og erfitt að leika og ein- beita sér fyrir framan allt þetta fólk og myndavélar. En smám saman tókst þó að útiloka fólk- ið og vélarnar og leika eins og enginn væri á staðnum. Blm.: Hvað um persónurnar sem þið leikið? Hvernig kar- akter er Skúli? Ingvar: Hann er frekar dulur og ekki mikið fyrir að sýna til- finningar sínar nema þegar hann neyðist til þess. Hann verður ástfanginn og getur ekki hlaupið frá því. Annars finnst mér erfitt að tala um Skúla því hann er svo líkur mér. Ætli Ásdís hafi ekki fund- ið það á sér. Annars finnst mér leikstjórar oft flaska á því að velja fólk í hlutverk eftir aldri og útliti. Það er eins og þeir geri sér ekki grein fyrir því að leikarar eru leikarar og geta brugðið sér í allra kvikinda líki. Það eru engir leikarar á ungl- ingsaldri en leikarar geta leikið niður fyrir sig. í staðinn ráða leikstjórar oft unglinga með misgóðum árangri. Leikstjórar þurfa að taka sér góðan tíma í að prófa leikara áður en þeir ráða fólk með misgóðum árangri. Sólveig: Fyrsta hugsun mín, þegar ég fékk þetta hlutverk, var að lærður leikari ætti að ganga fyrir. Þetta er oft eina sumarvinnan sem leikarar geta fengið og ágætlega laun- uð miðað við margt annað. Ég var alveg drulluhrædd við þetta. Blm.: Hefurðu verið lengi með leiklistarbakteríuna í blóðinu? Sólveig: Frá því ég man eftir mér. Ef maður fær ást á leikhúsinu er erfitt að gera nokkuð annað. Mér hefur alltaf þótt mjög gaman í leikhúsi. Blm.: En þú, Ingvar, er leik- listarbakterían í þinni fjöl- skyldu? Ingvar: Nei, I minni fjöl- skyldu eru bara prívatleikarar. Ég var fyrst hálfhræddur þegar ég fór í leikhús en svo fannst mér mjög gaman og mér hefur alltaf þótt mjög gaman að leika. Blm.: Við gleymdum að tala um Inguló áðan. Hvernig stúlka er hún? Sólveig: Hún er svipuð og Skúli, ekkert að flíka tilfinning- um sínum. Blm.: Er hún lík þér? Sólveig: Á vissan hátt. Hún er alvarlegri en ég, ekki mjög glaðlynd. ▲ Sólvelg segir að Ingaló sé á vissan hátt Ifk sér. „Hún er alvarlegri en ég, ekki mjög glaölynd." Ingvar: Það er ekki beint verið að sýna gleðistundir í lífi hennar en það er mikið fjör í kringum hana, fullt af sjóurum og skemmtilegum karakterum. Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki getað fylgst eitthvað með úrvinnslu myndarinnar. Ég hefði gjarnan viljað fylgjast með því. Ég hefði kosið meiri undirbúning og fleiri æfingar. Áhorfandinn horfir fyrst og fremst á það sem er lifandi fyr- ir augunum á honum og það er leikarinn á tjaldinu. Sólveig: Það eru leikararnir sem bera hitann og þungann af því hvort varan selst. Blm.: Hvað er svo framund- an hjá ykkur? Sólveig: Mig langar að fara í leiklistarskóla til Þýskalands eða Englands - í dramanám og leiklistarnám. Mig langar að §. læra meira í sambandi við i tæknina í kringum leiklistina n, því ég held það sé erfitt að > vera leikkona á íslandi því - kvenhlutverk í leikritum eru L fremur fá og þegar konur eru « komnar yfir vissan aldur er S heldur Ktið að gera. Því er gott o að hafa meira nám en einung- “ is leiklistarnám í bakhöndinni. Þetta eru að minnsta kosti þær hugmyndir sem ég hef núna. Ég er í fimmta bekk í MR og það er Herranótt sem heldur mér uppi þar. Ég er að leika Sölku Völku á móti annarri stúlku í leikritinu. Ingvar: Ég er að æfa í nýju leikriti eftir Þórunni Sigurðar- dóttur sem frumsýnt verður á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu um miðjan mars. Leikritið heitir Elín Helga Guðríður eða sög- ur frá Svartá. Þar að auki er ýmislegt í bígerð en það er bara leyndó. □ EinstaJár munir Scntnklegafhllc0 jjlasa ~línd TEKK^- KRISmi Laugavegi 15 Simi 143 20 Kringlan Simi 689955

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.