Vikan


Vikan - 20.02.1992, Síða 23

Vikan - 20.02.1992, Síða 23
 störfum deildarinnar. Hann viöurkennir reyndar aö hann þekki ef til vill ekki nógu vel til lögreglunnar í Reykjavík um þessar mundir en hefur grun um að virðing fyrir umferöar- deildinni sé ekki eins mikil og í þá daga. Þegar Rannsóknarlögregla ríkisins var stofnuð árið 1977 sótti Guðmundur um starf þar og fékk. Hann byrjaði í svo- kallaðri boðunardeild sem var ekki hátt skrifuð innan em- bættisins. Starfsmenn deildar- innar sjá meöal annars um að boða og sækja fólk fyrir aðra rannsóknarlögreglumenn sem sumir hafi einnig talið það hlut- verk starfsmanna boðunar- deildar að skjótast eftir sígarettum fyrir þá. Hann telur þó eftir á að hyggja að hann hafi haft gott af starfinu í boð- unardeildinni því þar hafi hann kynnst öðrum deildum rann- sóknarlögreglunnar og séð starf embættisins í víðu sam- hengi. „En sumir sem halda að þeir séu eitthvað yfir aðra hafnir reyna aö nota sér þaö, eru svoddan hrokagikkir," bætir Guðmundur við og seg- ist reyndar hafa ætlað aö hætta þegar hann lenti í boð- uninni. „Ég var síðan settur í deild sem aðallega sinnti fjármálabrotum og ýmsu í því sambandi. Það voru stundum flókin og spennandi verkefni en enduðu allt of oft á núlli, það er að segja engir dómar.“ RLR f SMÁMÁLUM „Starf rannsóknarlögreglunnar snýst allt of mikið um einhver smáatriði og þeir sem fá dóma eru yfirleitt einhverjir smá- krimmar, fólk sem er að reyna að afla sér lífsviðurværis eða þá venjulegt fólk sem lent hef- ur í tímabundnum vandræð- um,“ segir Guðmundur og vill meina að slík mál eigi að vera í höndum almennu lögregl- unnar. „Það þarf ekki annað en að lesa Lögbirtingablaðið til að sjá leiðirnar tvær; þa sem pen fara sem einu sinni misstíga sig eitthvað og svo hina sem þeir fara sem stela löglega, verða gjaldþrota annað hvert ár en eru komnir strax af stað aftur og græða á öllu saman. Ég var sjálfur í þeirri deild sem fjallaði um fjársvikamál og sá að þeir sem eru raunverulegir glæpamenn fá enga dóma. Mín skoðun er sú að sumir dómarar hafi hreinlega ekki næga innsýn í það um hvað málin snúast, sérstaklega þegar þau varða flókin fjár- málaafbrot. Síðan er alltof mikil vinna lögð í einhver smámál þrátt fyrir að lög um rannsóknarlögreglu ríkisins segi að embættið eigi að hafa mikilsverð sakamál með höndum. Ég sá í byrjun fyrir mér tiltölulega fámennan hóp, sérhæfðan í ákveðnum störf- um sem ætti að koma al- mennu lögreglunni til aðstoðar þegar um stórmál væri að ræða, ekki rannsóknir á skó- hlífaþjófnuðum." ÓFAGLEG MEÐHÖNDLUN Hann segir raunina alls ekki vera í samræmi við upphafleg- an tilgang rannsóknarlögregl- unnar, menn hafi ekki sér- hæfst og í raun hafi aðeins enn ein lögreglustöðin bæst við. Til dæmis hafi honum ver- iö úthlutað ritvél og blýanti, fengið eitthvert mál til með- ferðar en enga tilsögn eða kennslu. „Annaðhvort hefur þetta verið röng ályktun hjá mér, sem ég tel nú ekki vera, eða að ekki hefur verið litið nógu faglega á þetta, sem ég tel líklegri skýringu. Þá er óg- urlegt pappírsflóö í starfinu þannig að meðferð mála er alls ekki fagleg. Menn hafa einhvern veginn misst sjónar á markmiðunum," segir Guð- mundur, greinilega mjög ósátt- ur við starfsaðferðir embættis- ins enda farinn þaðan. Hann neitar því alfarið að starfið sé sveipað þeirri dulúð sem al- menningi þykir oft yfir starfi rannsóknarlögreglunnar. „Því er hins vegar ekki að neita að þetta var oft spennandi enda um hálfgerða veiðimennsku að ræða og menn ætla að koma höndum yfir bráðina. En Tvítugur í leðrinu á þrettándavakt í Hafnarfirði. ◄ Græna Kortfnan reyndist ekki það tryllitæki sem ungir ökumenn héldu hana vera á sínum tíma. IfÞað er þreyt- andi að láta Ijúga i sig árum saman því sá sem brýtur eitthvað af sér ætlar auðvitað ekki að láta gómasig #f 4. TBL. 1992 VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.