Vikan


Vikan - 20.02.1992, Qupperneq 26

Vikan - 20.02.1992, Qupperneq 26
SIGTRYGGUR JONSSON SALFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Ágætu lesendur. Eins og kynnt var í síðasta tölublaði Vikunnar hef ég tekið að mér að svara lesendum blaðsins í þessum þætti, sem nefndur er Sálarkiminn. Ég er sálfræðingur og hef unnið síðastliðin þrettán ár með bömum, unglingum og fullorðnum, með erfiðleika er tengjast uppeldi, sambúð, kynlífi og persónulegum vandamálum einstaklinga á öllum aldri. Auk þess hef ég svarað bréfum frá unglingum í útvarpi og svarað fólki sem hefur hringt í beina útsendingu í útvarp. Einnig var ég með fasta vikulega pistla um fjölskylduna í dagblaði í eitt ár. Svör við bréflegum fyrirspurnum geta aldrei orðið tæmandi en geta oft hjálpað fólki á rétta braut. Ég vona því að svör mín verði bæði þeim sem skrifa til einhverrar hjálpar en einnig og ekki síður öðrum til fróðleiks og aukins skilnings á mannlegum samskiptum og veruleika. Hér kemur svo fyrsta bréfið: Kærí Sigtryggur. Ég er kona á besta atdri og er nýbúin að missa manninn minn. Við vorum gift í meira en tuttugu ár og enn jafnástfangin og miklir vinir þegar hann dó. Við áttum tvö uppkomin börn og fjölskytdan er mjög sam- heldin. Allar áhyggjur voru að baki og framtíðin björt er áfall- ið kom sem illvígursjúkdómur. Við tókumst á við hann í sam- einingu og ætluðum að sigra en töpuðum. Þeim átökum er ekki hægt að lýsa. Reiðin, sorgin, söknuðurinn og dep- urðin. Allir vilja allt fyrir mann gera en ekkert kemur í stað þess sem fór. Ég reyni að vera hress í vinnunni og leik á als oddi en þegar heim kemur hellist söknuðurinn yfir mig og ég brotna niður. Allt minnir á hann. Ég tala við hann og reyni að muna hann eins og hann var og er dálítil hjálp í því. Allir eru boðnir og búnir að LÍFSHÁSKI [ LEIKLISTINNI FRAMHALD AF BLS. 9 H/ETTULEGT SÚKKULAÐI Leikarar á sviði standa oft frammi fyrir erfiðum hindrunum þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þórey man reyndar ekki eftir að hafa skotið sam- leikurum sínum eða leikstjóra slíkan skelk í bringu á fjölunum sjálfum en baksviðs átti sér eitt sinn stað atvik sem henni líður víst seint úr minni. „Það var mjög pínlegt því ég var næst- um köfnuð vegna þess að súkkulaðibiti stóð fastur í hálsinum á mér. Þetta var niðri í Lind- arbæ þar sem ekkert má heyrast baksviðs og ég hafði stolið mér súkkulaði sem ég átti nátt- úrlega ekki að gera. En þar sem ég stóð á önd- inni var ekki laust við að það heyrðust einhverj- ar ræskingar í mér og sýningarstjórinn kom al- veg brjálaður til aö þagga niður í mér. Ég var orðin blá f framan þegar ég ákvað að láta sýn- inguna lönd og leið og hóstaði duglega meðan ég hugsaði um að annars myndi ég deyja. Síð- an gat ég varla talað en fór samt inn á svið aft- ur og kláraði sýninguna," segir hún brosandi og plokkar í sig marsipansúkkulaðið í litlum bitum, minnug þessara háskalegu atburða. ERFIÐASTA HLUTVERKIÐ Leikarastarfið er í huga margra sveipað róm- antfskri dulúð og stundum vill starfiö sem slíkt fara halloka fyrir hugmyndunum. Við hugum því að þeim hugmyndum sem leikkonan unga gerir sér um starfið og hvernig því skal sinnt. „Ég veit ekki. Ég held að leikarinn verði alltaf að gefa sig af fullum krafti og einlægni í starfið og muna það að hver leikari ber ábyrgð á starfsferli sínum. Hann verður að gæta þess að halda við rödd sinni og líkama þvi það eru tækin sem hann hefur. Hann á að fara vel með þau og bera virðingu fyrir þeim," segir Þórey og rifjar upp sýningu þeirra á Leiksoppum í Nemendaleikhúsinu en þar lék hún konu sem var mállaus og að auki í hjólastól, lömuð upp að mitti. „Ég var eins og handa- og fótalaus fyrst þegar við fórum út á gólf til að æfa. í hjólastól upplifir maður sig á lægra plani en allir í kring- um mann, allir líta óhjákvæmilega niður á mann. í ofanálag er maður háður því að fólk horfi á mann ef maður vill hafa einhver sam- skipti þegar maður er mállaus og heyrnarlaus. Þetta er erfiðasta hlutverk sem ég hef lent í þar sem ég þurfti að hugsa allan tjáningarmáta upp á nýtt, út frá gjörsamlega nýjum forsend- um.“ SKIL HANA VEL Eins og minnst var á hér í upphafi fer Þórey með eitt aðalhlutverkanna í Þrúgum reiðinnar. Þar leikur hún nýgifta, unga stúlku í Bandaríkj- unum, sem á von á barni og er reyndar svolítið barn i sér sjálf. „Rósin af Saron er ekki heimsk en barnaleg stundum," segir Þórey og ekki er laust við að i þessum orðum hljómi einhver samúðartónn. „Hún býr í sveit og hefur litla reynslu og takmarkaða lífssýn, hefur aldrei yfirgefið sveitina og stendur nú allt í einu 26 VIKAN 4. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.