Vikan


Vikan - 20.02.1992, Side 27

Vikan - 20.02.1992, Side 27
taka mig með en mér finnst best að vera ein og hugsa. Mér finnst allt svo svart. Ekkert framundan. Ég væri þakklát fyrír góð ráð. Hvernig vinn ég best á sorginni? Er reiðin eðlileg? Er hún hluti af sorginni? Er þetta eigingirni hjá mér? Ég veit að nú líður honum vel, engar þjáningar lengur. Ensamt... Með fyrirfram þakkiæti, O. Kæra O. í bréfi þínu lýsir þú ágætlega þeirri sálrænu kreppu sem þú ert i og hefur gengið I gegnum eftir að þú misstir manninn þinn. Ákveðnir þættir benda til þess að þú sért ekki búin að vinna þig út úr sorginni og að þú sért svolítið föst í þeirri vinnu. Aðrir þættir benda til þess að þú sért enn að vinna úr henni. Það sem bendir til þess að þú sért föst er að þú segist helst vilja vera ein og hugsa og að þú talir við hann. Þó að það veiti þér ákveðna hugarfró á meðan á því stendur kemur það í veg fyrir að þú komist yfir á næsta stig í sorgarúrvinnsl- unni. Það meðal annars við- heldur því að sorgin hellist yfir þig þegar þú kemur heim og að þú ert ekki enn farin að sjá að neitt sé framundan. Finnst enn allt svo svart. Það sem hins vegar bendir til þess að þú sért enn að vinna úr sorginni er að þú seg- ist vera reið. Þú ræðir reiðina að vísu ekki sérstaklega eða hvernig hún birtist en að öllum líkindum er það reiðin sem getur nýst þér sem orkugjafi til að snúa þér að því að gera eitthvað fyrir sjálfa þig. Þú spyrð hvort þetta sé eigingirni hjá þér og átt sennilega við reiðina. Ef þú ert reið út í manninn þinn fyrir að yfirgefa þig bendir það til þess að þú sért enn ekki farin að sjá að þú sjálf skapar þína framtíð. Þú skapar hana annaðhvort með því að festa þig í sorginni eða með því að sjá til þess að þú fáir það út úr lífinu sem þú vilt fá. Framtíðin veltur á þínum aðgerðum eða aðgerðaleysi. Að hugsa, reyna að skilja, ásaka, fyrirgefa og vona eru eðlilegir þættir í sorginni en þeir breyta ekki líðaninni. Það eru einungis aðgerðir sem breyta einhverju í þeim efnum. Slík reiði gegn hinum látna er þó mjög algeng, einkum ef sambandið hefur verið mjög náið. Flún bendir þó til þess að þú sért og hafir verið of háð honum. Reiðinni gegn honum átt þú nú að beina frá honum og að líðan þinni. Það er vont að líða illa og þú átt að vilja - og gera kröfu um - að það breytist. Notaðu orkuna, sem reiðin gefur þér, til að breyta líðan þinni. Einfaldast er að skilgreina sálarkreppu á þá leið að ein- staklingur lendir í aðstæðum þar sem fyrri reynsla hans og lærð viðbrögð duga honum ekki til þess að skilja og ná tökum á þeim. Annars vegar er um að ræða aðstæður sem koma manni að óvörum og ógna lífi og limum, félagsleg- um aðstæðum eða grundvall- armöguleikum til að fullnægja eigin þörfum. Hins vegar er ##Framtíðin veltur á þínum aðgerðum eða aðgerðarleysi. Að hugsa, fyrirgefa og vona eru eðlilegir þættir í sorginni en þeir breyta ekki líðaninni. f f um að ræða kreppu sem staf- ar af ýmsu því í lífinu sem eðli- legt má telja en við ráðum ekki við. Kreppa af því tæi sem þú ert í telst til fyrri tegundarinnar og kallast atburðakreppa. Slíkri kreppu fylgir ætíð það að stoð- irnar undir jákvæðri sjálfs- mynd svigna eða brotna. Þú upplifir í slíkri kreppu að þú sért ein og yfirgefin, sjálfs- myndin verður neikvæð og til- gangsleysi eða kaos hellist yfir þig - í misjöfnum mæli og á misjöfnum tímum. Þetta þýðir meðal annars upplifun af því að vera „ósýnileg", að tilheyra ekki einhverjum hópi eða vera í tengslum við eitthvert sam- hengi, jafnvel þó „allir séu boðnir og búnir". Þetta stafar af þeirri upplifun að hafa misst eitthvað sem gefur lífinu tilgang. Þessi tilfinning er sársauka- full og ber með sér einkenni eins og sorg og tómleika. Upp- lifun af tilgangsleysi felur í sér að þér finnst ekki lengur sam- hengi í hlutunum og að Iffið sé hætt að hafa tilgang. Þú getur tapað trúnni á skynsemi þann- ig að stöðugt leita á hugann spurningar eins og „Hvers vegna ég?“ Á þessu stigi er hætt við að reiðin, sem annars gæti gefið kraft, breytist í bitur- leika, sem þá er niðurbrjót- andi. Sálræn kreppa er sársauka- full reynsla en hún getur leitt til aukins þroska og þekkingar á sjálfri þér ef þú vinnur þig í gegnum hana. Hún getur þó einnig leitt til biturleika og ein- manaleika, ef þú festist í úr- vinnslunni og lýkur henni ekki. Þú þarft að Ijúka sorgarúr- vinnslunni með því að snúa þér að framtíðinni í stað þess að vera upptekin af því sem liðið er. Taka smám saman upp gamla siði og venjur og bæta nýjum við. Læra að lifa með fortíðinni eins og eins konar „öri“ sem ætíð mun vera til en hindrar ekki lengur lífslöngun þína. Leyfa sjálfs- myndinni aftur að verða já- kvæðri og losa þig við alla sektarkennd og sjálfsásakanir. Hætta að „velta þér upp úr“ fortíðinni og ekki taka þátt í því með öðrum heldur byggja upp framtíðina og gera kröfur á aðra i þvi sambandi. Gangi þér vel, Sigtryggur. frammi fyrir þvi ásamt fjölskyldu sinni að þurfa að taka sig upp. Þau ætla til fyrirheitna landsins, Kaliforníu, og hún er ástfangin ung stúlka sem ber i brjósti von um betra líf á betri stað. Ferðalagið er þrungið sifelldum niður- lægingum og í Kaliforniu kemur í Ijós að að- eins var um tálsýn að ræða. Þar sem hún er barnshafandi er hún mjög viðkvæm tilfinninga- lega og mjög upptekin af sjálfri sér og væntan- legu barni sínu. Þetta er mjög falleg saga um fólk sem berst við að halda mannlegri reisn sinni í endalausri kúgun og niðurlægingu og ennfremur um það hvað mennirnir geta verið Ijótir og hvað mennirnir geta verið fallegir inni í sér. Það sem eftir stendur er sú von að ef mennirnir standa nú saman, elska hver annan og hjálpa náung- anum þá er einhver tilgangur með þessu öllu saman. Þórey segist skilja Rósina ágætlega. „Ég hef sjálf verið ófrísk og ef ég setti mig í spor henn- ar get ég vel skilið viðbrögð hennar við lífinu og þeirri köldu mynd sem þarna er dregin upp af þvi. Ég er stundum sjálf mjög upptekin af sjálfri mér og því sem ég er að gera en leikar- inn virðist oft vera uppteknari af sjálfum sér en hann er í raun því hann er alltaf að vinna með sjálfan sig og oft á tiðum einnig tilfinningar sínar," segir Þórey. Við erum að færast nær einkalífi leikkonunnar og nú er tími til kominn að huga nánar að þvi. LOKAÐ Á DÆGURÞRAS Hún sagðist hafa verið ófrísk sjálf. Þórey eign- aðist dóttur í jólafríinu í öðrum bekk Leiklistar- skólans og hún er því ekki aðeins leikkona heldur einnig móðir. Hvernig skyldu þau hlut- verk hennar fara saman? „Stundum er erfitt að samræma þetta," segir hún og heldur áfram, „því vinnan er þess eðlis að maður verður að geta einbeitt sér fullkomlega meðan á æfingu stendur og lokað á allt dægurþras á meðan. Síðan kemur maður heim til sín og reynir þá að sinna móðurhlutverkinu. Auðvitað kemur þessi óreglulegi vinnutími stundum niður á fjöl- skyldulifinu en ég vissi það þegar ég ákvað að gerast leikari - að þetta væri engin „níu-til- fimm-vinna“ og frí um helgar. Starfið er þó þess eðlis að það koma tarnir en siðan er rólegra á milli og þá gefst tími til að vera með fjölskyldunni. Það eru langþráðar stundir hjá Heru dóttur minni sem er ekkert allt- of ánægð með það ef ég er mikið fjarverandi frá henni en við bætum okkur það upp, vinkon- urnar, þegar við erum saman,“ segir Þórey og bætir við að þetta gangi einnig upp vegna þess að fjölskyldan hafi skilning á þessu. „Dóttir mín á síðan pabba og tvær ömmur sem hafa reynst ómetanlegar hjálparhellur. Það er eigin- lega ekkert nauðsynlegra fyrir leikhúsfólk en að eiga góða að sem geta hlaupið undir bagga þegar þannig stendur á.“ Hún segist ekkert vera farin að finna fyrir því að vera þekkt andlit enda nýskriðin úr egginu. í vetur kemur hún þó að öllu eðlilegu fyrir sjónir nokkurra þúsunda íslendinga sem vafalaust koma til með að þekkja hana á götu. Það er þó ekki draumur hennar að verða þekkt, að þvi er hún segir sjálf, fyrst og fremst að halda áfram að lifa með leiklistinni, því lífi sem hún hefur kosið sér, lífi þar sem hún prangar hvorki smjöri né mjólk heldur hæfileikum sínum verð- skuldað inn á fólk, „búðarkonan" að vestan sem fórnaði peningakassanum fyrir fjalirnar. 4.TBL.1992 VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.