Vikan


Vikan - 20.02.1992, Síða 29

Vikan - 20.02.1992, Síða 29
BRÚÐARMYNDAKEPPNI VIKUNNAR O G KODAK-UMBOÐSINS: \síðasta fundi dóm- nefndar í brúðar- myndakeppni Vikunn- ar og Kodak-umboðsins var sá úrskurður upp kveðinn, að brúöarmynd ársins væri af Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur. Hún var brúður júnímánaðar og sú fyrsta í röðinni. Myndina tók Sigríður Bachmann sem átti einnig heiðurinn af brúði septembermánaðar. Sigríður rekur Ijósmyndastofu í Garða- strætinu í Reykjavík og hefur kappnóg að gera. Svo mikið reyndar að hún varð að loka fyrir allar brúðarmyndatökur í nóvember og desembermán- uði til að geta einbeitt sér að barna- og fjölskylduljósmynd- un fyrir jólin. í verðlaun hlýtur hún utanlandsferð til einhvers áfangastaða Flugleiða að eig- in vali fyrir 150.000 krónur. Verðlaunin sem bíða nú brúðar ársins er Parísarferð í boði Flugleiða og að sjálf- sögðu er brúðgumanum boðið með. í heimsborginni munu þau dvelja í vellystingum í nokkra daga og gista á lúxus- hótelinu Concorde í hjarta borg- arinnar. Allar brúðir mánað- arins hlutu vegleg verðlaun þó utanlandsferðin byðist aðeins einni þeirra. Til upprifjunar má hér geta þess að þær fengu ► Hér eru nokkrir Ijósmyndarar sem þátt tóku í keppninni samankomnir (í aftari röð) ásamt dómnefndinni. Myndin er tekin í húsakynnum Hans Petersen eftir að úrslitin voru kunngjörð. ◄ Verðlaunamyndin. Sigríður Bachmann kallar hana „Silki“. tösku fullu af snyrtivörum frá NO NAME, hrærivél frá BRAUN og loks kvöldverð fyrir tvo á GRILLINU á Hótel Sögu. í keppnina bárust liðlega 300 myndir frá þeim 15 Ijós- myndastofum sem þátt tóku. Auk Sigríðar Bachmann voru vinningshafar úr röðum Ijós- myndara þrír. Jóhannes Long, sem rekur Ljósmyndarann í Mjóddinni, sigraði þrisvarsinn- um í keppninni sem er óneit- anlega glæsilegur árangur. Tveir aðilar aðrir náðu því að sigra einnig, sinn mánuðinn hvor. Það voru þau Sólveig Þórðardóttir, Ijósmyndastof- unni Nýmynd í Keflavík, og ÁsgrímurÁgústsson, sem rek- ur Norðurmynd á Akureyri. Sigríður Bachmann. Vikan þakkar brúðum og Ijósmyndurum þátttökuna og dómnefndinni fyrir vel unnin störf. Um leið er brúðum mán- aðarins þakkað fyrir góða við- kynningu og Ijósmyndurum þeim, sem sigruðu hverju sinni, ánægjulegt samstarf. □ f|l Alltaf í leiðinni Blómastofa FriÖfinns SUÐURLANDSBRAUT 10 REYKJAVÍK • SÍMI 31099 J 4, TBL. 1992 VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.