Vikan


Vikan - 20.02.1992, Síða 38

Vikan - 20.02.1992, Síða 38
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON PÁLL SKULASON HEIMSPEKIPROFESSOR TELUR AÐ: BARNASKAPU í STJÓRNMÁLU - BIRTIST f REYNSLULEYSI OG ÞEKKINGARSKORTI VALDHAFAf Skiptar eru skoðanir manna um það hvernig taka beri á almanna- hagsmunum og hvernig skuli með þá fara. Engum dylst þó að grundvallarsjónarmiðin eiga að vera þau að slíkum málefnum skuli þjónað en ekki að þau þjóni tiltölulega fá- mennum hópi manna, stjórn- málamönnum. Sífelld tog- streita er þeirra í milli og má oft ekki á milli sjá hvort menn eru að tala í gamni eða alvöru, slíkt er kappið. Stundum er eins og um ræðukeppni sé að ræða þar sem sigurinn ræðst af því hve hnyttinn sá er sem orðið hefur hverju sinni en ekki því um hvað hann talar. Auð- vitað getur mönnum ratast rétt orð á munn og samlíkingar geta í sjálfum sér verið fyndn- ar vegna þess að þær hitta í mark, hvort heldur sem er f orðræðunni eða efnislega. Því má þó ekki gleyma að þeir sem mest ber á f þjóðlíf- inu axla mikla ábyrgð ef þeir fara með starf sitt eins og þeir sem þá völdu ætluðust til. Er það tilfellið að það geri þeir ekki? Er það tilfellið að íslend- ingar skipi vanþróaða þjóð í stjórnmála- og lýðræðisefn- um? Er það tilfellið að miklar ákvarðanir séu teknar af van- efnum? Hvað er að? Vikan leitaði til Páls Skúlasonar, heimspekiprófessors við Há- skóla íslands, og bar undir hann nokkrar spurningar sem ofantaldar hugleiðingar varðar. Páll hefur skrifað nokk- uð af greinum um stjórnmál, sem meðal annars hafa birst í bókum hans, Pælingum I og II. Aðspurður segir hann heim- spekinga velta mikið fyrir sér stjórnmálum og að til sé sér- stök grein sem um þau fjalli, stjórnmálaheimspeki. Hann segir heimspekinga hafa velt fyrir sér stjórnmálum frá alda- öðli og þar hafi Platón og spor- göngumenn hans skapað upp- haf stjórnmálaheimspeki, svo vitað sé með vissu að minnsta kosti. Sérstaklega velta þessir menn fyrir sér tilgangi ríkis, hins opinbera, í samfélagi manna og grundvallarhug- sjónin er sú, nú sem fyrr, að innleiða rökræðu i stað kapp- ræðu á samkundum ráðandi afla. Páll segir stjórnmálin snúast of mikið um valdabaráttu sem að endingu lendi í vitleysu og í raun sé oftar en ekki unnið gegn þegnunum. Sjálfur hefur hann svarað þeirri spurningu bæði játandi og neitandi þegar borið er upp við hann hvort hann ætli sér sjálfur út i stjórnmál. Hann hefur ekki fundið neinn þann stjórnmála- flokk sem samræmist hugsjón hans um það til dæmis að þeir sem sitji á þingi verði að vera í tengslum við íslenskan veru- leika bæði til sjávar og sveita og þekkja þar með grundvöll sinn, lífið og viðurværi þess í sinni tærustu mynd. Hann segir það stórhættulegt í raun að þeir sem sinna stjórnmál- um hafi margir hverjir, ef ekki flestir, sinnt stjórnmálum og fáu öðru. Þannig séu þeir ekki í tengslum við þann raunveru- leika sem þeir eiga að vera að fást við. Vikan lagði fáeinar spurn- ingar varðandi stjórnmála- menningu, lýðræði og fleira fyrir Pál og fara svör hans við þeim hér á eftir. - Hvað felst í hugtakinu stjórnmálamenning, í ör- stuttu máli? Það er menning sem lýtur að siðum, hugmyndum og tjá- skiptum á vettvangi stjórnmála og við rekstur hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélags. - Hvernig tengist lýðræði íslenskri stjórnmálamenn- ingu? Lýðræði felur það í sér að lýðurinn, almenningur, á að ráða því sem gert er á vegum hins opinbera. í margar aldir fékk íslenskur almenningur litlu sem engu ráðið um sam- eiginleg hagsmunamál sín og þurfti að berjast gegn erlendu valdi. Sagan sýnir að þjóðir sem hafa lotið erlendu valdi eiga í sérstökum erfiðleikum með að stjórna sér eftir að þær verða sjálfstæðar. Þá sundrast þær í ólíka hagsmunahópa eða fylkingar sem berjast um völdin. Slík valdabarátta ógnar lýðræðislegri þróun sem gerir ráö fyrir að fólk ræði mál sin í sæmilegu bróðerni og móti sér sameiginlega stefnu með friðsamlegum hætti. Ég held að slík barátta einkenni einnig íslensk stjórnmál. - Hvar standa íslending- ar miðað við aðrar vestræn- ar þjóðir varðandi stjórn- málamenningu og lýðræði sérstaklega? Ég held að þeir standi að mörgu leyti veikum fótum. Einn veikleikinn er sá að við höldum að við stöndum svo framarlega í þessum efnum miðað við aðrar þjóðir. Þetta er ranghugmynd sem er fjarska erfitt að uppræta. Við virðumst vera sannfærð um að stjórn- málin og þar með talið réttar- far, löggæsla, dómsmál, menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál og svo framveg- is séu svo háþróuö hjá okkur að allt sé í stakasta lagi. Sann- leikurinn er sá að þessi mál eru flest í ólestri. Hirðuleysi, kæruleysi og ábyrgðarleysi setja alltof mikinn svip á rekst- ur allra þessara mála í ís- lensku þjóðfélagi. Lýðræðið er sérstakt vanda- mál og samanburður er erfið- ur. Hér á landi eru vafalaust hlutfallslega miklu fleiri að vas- ast í stjórnmálum en víðast hvar annars staðar. En ekki er þar með sagt að raunveruleg- ur vilji almennings fái að mót- ast og koma fram eins og á að gerast meðal lýðræðisþjóða. Hér virðast stjórnvöld oft geta hagað sér eins og almenning- ur, sem þau eiga að þjóna, sé höfuðandstæðingur þeirra! Slíkt er fátítt meðal annarra vestrænna þjóða. - Hverjir bera ábyrgðina á þessu ástandi? Það er erfitt að tiltaka ná- kvæmlega þá sem teljast ábyrgir fyrir ástandi stjórnmál- anna. Á vissan hátt er það þjóðin öll. Hver einasti þegn íslenska ríkisins ber vissa pólitíska ábyrgð á gangi mála. Einn sökudólg má þó draga fram sérstaklega og það eru íslensku stjórnmálaflokkarnir eins og þeir leggja sig. Þeirra aðalhlutverk á að vera að tryggja lýðræði með því að virkja almenning til agaðrar umræðu um sameiginleg hagsmunamál sín. Ég held að þeim hafi mistekist þetta. - Standa íslenskir stjórn- málamenn þá höllum fæti gagnvart erlendum stjórn- málamönnum sem lengra eru komnir? Fólk stundar stjórnmál með umræðum og ræðuhöldum þar sem menn sveiflast á milli kappræðunnar, sem snýst um það að kveða andstæðing í kútinn og sannfæra áheyrend- ur um hvað menn séu snjallir og klárir, og rökræðunnar, sem snýst um það að komast sameiginlega að rökstuddum niðurstöðum. Ég er ekki viss um að íslenskir stjórnmála- menn standi mjög höllum fæti gagnvart erlendum stjórn- málamönnum í kappræðu. En ég hef áhyggjur af þeim þegar kemur að rökræðunni. - Getur slíkt komið niður á samningsaðstöðu íslend- inga við erlend samninga- borð? - Við skynsamlega samn- ingagerð þarf að tryggja hags- muni allra aðila. Stundum eru samningar knúðir fram með frekju og látum og menn hreykja sér jafnvel af því að hafa leikið á mótaðilann. Þetta er kappræðustíllinn. Hann get- ur skilað árangri í einstaka til- 38 VIKAN 4. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.