Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 43

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 43
mennskutákn ekki i hættu fyrir þá sem hyggja á heimsókn til Katrínar. Rós er einnig verslun. Þegar snyrtistofan, sem er ein Ac- ademie snyrtistofanna, flutti sig um set, af annarri hæð í Engihjalla 8 niður á þá fyrstu í verslunarmiðstöð sem þar hef- ur verið komið á fót, bættist verslunin við og þar má fá snyrtivörur frá framleiðendum eins og Givenchy, Christian Dior og Academie, undirföt frá Cacharel, skartgripi og dömu- veski, auk þess sem herra- deildin er á sínum stað með rakspírana, sápurnar og ann- að það sem körlum er þóknan- legt til að allt sé nú í lagi. Þá hefur Katrín sótt ýmis nám- skeið og sjá má merki þess uppi um alla veggi; nudd, lit- greining, neglur og förðun. VOR- OG SUMARÚNAN FRÁ JUVENA Svissneski snyrtivöru- framleiðandinn JUVENA sendi nýlega frá sér hina nýju vor- og sumarlínu sem sögð er glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Línan skiptist í þrjá þætti - bláa tóna, brúna og græna og eru litaafbrigðin fjölmörg, reyndar svo að ómögulegt er að gera grein fyrir þeim nema á stóru lita- spjaldi. í linunni er naglalakk, varalitur, augnskuggar, augnháralitur og kinna- litur. f JUVENA-vörun- um eru ekki aðeins lit- irnir sem skipta máli því í þeim öllum er að finna efni til verndar húðinni gegn áhrifum umhverfisins eins og sterku sólarljósi og útfjólublá- um geislum. Um þessar mundir kynnir JUVENA einnig nýjan augnháralit og augn- farða í þriggja lita pakkningu með möttum svörtum lit, brún- um og bláum. Úr litunum er unnt að skapa tóna og áferð á mjög fjölbreytilegan hátt. Farð- inn er ýmist borinn á meö blautum pensli eða þurrum, allt eftir því hver tilgangurinn er og lokaárangurinn á að vera. Tríóið er selt í hand- hægri öskju sem passar í minnstu veski og handtöskur. PÚÐIIRFARÐI FRÁ HELENU RUBINSTEIN Helena Rubinstein býður nú upp á púðurfarða sem er bæði farði og púður í senn. f farðanum eru raka- gefandi efni auk E-vítamíns. Púðurfarðinn veitir vörn gegn skaðlegum þáttum umhverf- isins að sögn framleiðanda og í kynningar- bæklingi segir m.a.: „Hann vekur vellíðan og húðin verður mjúk og sveigjanleg ... Jafnskjótt og farðinn er borinn á fær húðin slétta, flauelsmjúka áferð sem endist og endist." Um notkun púðurfarðans er það að segja að mælt er með því að hann sé notaður við skyndiförðun og verði þá áferðin slétt, mjúk og hálfgagnsæ. Árangurinn verður á hinn bóginn áhrifameiri sé farðinn borinn á blaut- ur. Þá þekur hann og endist betur. Að lokum skal þess getið að púðurfarðinnn frá Helenu Rubinstein fæst í sex náttúrlegum litum. □ Hún heldur ennfremur snyrti- námskeið þar sem leiðbeint er um förðun og litgreiningu. LÚMSKUR FIÐRINGUR Það er því ýmislegt hægt að láta gera fyrir sig á þessari við- kunnanlegu snyrtistofu sem er opið alla daga nema sunnu- daga frá klukkan 9-19 og sakna þær stöllur eiginlega einskis, nema þá helst karl- anna. Af því tilefni má láta hór flakka ferskeytlu eina, körlum til hvatningar, sem skaut upp kollinum meðan blaðamaður og Ijósmyndari Vikunnar stöldruðu við hjá stelpunum kátu. Vísan fjallar um norð- lenskan karl við aldur sem sótti fótsnyrtidömuna Helgu alloft heim og hljómar hún ein- hvern veginn svona: Þegar Helga, styrk og stinn, strýkur tærnar á mér. Um mig lúmskan fiðring finn og fer þá allur hjá mér. NÝTT NÆTURKREM FRÁ CHANEL Um þessar mundir er nýtt næturkrem frá CHANEL að koma á markaðinn hér á landi. Það heitir COMPLEXE INTENSIF og er sagt taka öðrum nætur- kremum fram vegna meiri virkni. Hin virku efni kremsins hafa bætandi áhrif á húðina á meðan konan sefur og byggir upp þreytta húð eftir streitu og amstur dagsins. Á þann hátt stuðlar næturkremið að endur- nýjun húðfrumanna og vinnur um leið gegn hrörnun hennar og hrukkumyndun. □ MASKARIOG AUGNFARÐI FRÁ CHANEL Nýr augnháralitur og augnfarði er þessa dagana að koma á markaðinn frá CHANEL. Þeir eru í einni öskju og er farðinn í tveimur samstæðum litum, svörtum og dökkbláum. Farð- inn er sagður endast allan daginn án þess að haggast, með fallegri áferð auk þess sem meðferðin er einkar auð- veld og pakkningin hentug. Maskarinn er sagður ekki síð- ur henta konum þeim sem bera augnlinsur. Bæði farðinn og maskarinn eru bættir með vítamínum og virkum efnum til verndar húðinni. □ 4. TBL. 1992 VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.