Vikan


Vikan - 20.02.1992, Síða 44

Vikan - 20.02.1992, Síða 44
UMSJÓN: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON NÝJAR HLJÓMPLÖTUR YMSIR FLYTJENDUR: l’M YOUR FAN VEL HEPPNUÐ HUGMYND Ýmsir þekktir flytjendur, hljóm- sveitir eða sólóistar, flytja hér mörg af þekktustu lögum Leonards Cohen. Það var franskur ritstjóri og mikill Cohen-aðdáandi, Christian Fevret, sem átti hugmyndina. Hún er snjöll og gaf af sér mjög skemmtilega plötu þar sem til dæmis R.E.M. taka lag- ið First We Take Manhattan í R.E.M.-klæðum og Pixies eru með frábæra útsetningu af I Can’t Forget. Black Francis, söngvari sveitarinnar, fer á kostum. Lloyd Cole poppar upp hið fræga Chelsea Hotel og Nick Cave snýr Tower of Song gjörsamlega á haus í magnaðri útsetningu, lagið virkar eins og mörg lög. Út- setning Roberts Forster á sama lagi er hins vegar ekki eins skemmtileg. Fleiri dæmi mætti tína til, svo sem með- ferð bresku sveitanna House of Love og James á lögunum Who by Fire og So Long Mari- anne, hið síðara mjög ferskt og skemmtilega unnið. VP m _ vr Hr l’m Your Fan er dæmi um vel heppnaða hugmynd sem auðveldlega hefði verið hægt A A plöt- unni l'm Your Fan leika ýmsir þekktir listamenn mörg frægustu lög Leonards Cohen og flestum ferst það vel úr hendi. (Ijósmynd: GHÁ) ◄ Curtis Stigers. Þaö er ekki nóg að eiga góðan saxófón til þess að gera góða tónlist. íhaldssemi er stór mfnus við þessa plötu. að klúðra með röngum vinnu- brögðum. Sú varð sem betur fer ekki raunin. Og það er gamli jaxlinn John Cale, fyrr- um meðlimur Velvet Under- ground, sem endar plötuna með hinu fallega lagi Halle- lujah af Various Positions, frá 1984. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ CURTIS STIGERS: CURTIS STIGERS ÍHALDSSEMI Hinn 25 ára gamli New York- búi, söngvari og saxófónleikari Curtis Stigers hélt að hann myndi lifa góðu lífi með því að spila rokktónlist í stórborginni og ætlaði sér að spila djass sér til gamans. Raunin varð önnur og hann fékk ekkert í vasann fyrir rokkið en góðar fúlgur fyrir djassinn. Hljóm- sveitin hans er tríó; saxófónn, bassi og trommur, og spilaði í ýmsum klúbbum og áheyr- endahópurinn stækkaði. Nú er fyrsta platan hans komin út og inniheldur íburðarmikla popp/ rokktónlist enda er meðalfjöldi tónlistarmanna í hverju lagi sennilega um tíu manns. Með- al annars koma Jeff Porcaro (trommur) og David Paich (hljómborð), báðir úr rokk- sveitinni Toto, nokkuð við sögu á plötunni. Pilturinn er nokkuð fram- bærilegur saxófónleikari og hefur sérstaka og djúpa rödd. Sem lagasmiður hefur hann ekkert nýtt fram að færa og sem dæmi hefur maður heyrt lög á borð við ballöðuna You’re All That Matters to Me milljón sinnum. Það sama má segja um textana sem allir eru um þetta útjaskaða fyrirbæri í dægurtónlist; ást! Þetta eru svona „Ástin-þú-ert-sú-eina- ég-er- vonlaus-og-kem-skríð- andi-til-þín-á-algerum-blús“- textar og eru svo innihalds- lausir og þreyttir að engu tali tekur. íhaldssemi er það sem heldur þessari plötu niðri. STJÖRNUGJÖF: ★★ SORORICIDE: THE ENTITY FYRSTA FLOKKS DAUÐAROKK Tónlistarstefnan dauðarokk hefur á síðustu árum sópað að sér aðdáendum og er nú fjöldi dauðarokksveita starfandi. Hér á landi er komin fram á sjónarsviðið dauöarokksveit sem ber nafnið Sororicide og var stofnuð upp úr annarri slíkri, Infusoria, á síðasta ári. Þeir félagar voru að senda frá sér fyrstu plötuna fyrir skemmstu og ber hún heitið The Entity. Skemmst er frá því að segja að hér er komin fyrsta flokks dauðarokksplata, mjög heilsteypt plata frá ein- staklingum sem fyrst fór að 44 VIKAN 4. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.