Vikan


Vikan - 20.02.1992, Qupperneq 45

Vikan - 20.02.1992, Qupperneq 45
bera á eftir Músíktilraunirnar í fyrra. Sororicide er skipuð fimm ungum strákum sem á tiltölu- lega stuttum tíma hafa grein- lega lært allt sem til þarf svo gera megi dauðarokksplötu sem þessa, þar sem argandi gítarar, bassi og trommur skapa vegg af hljóðum sem ekki eru við allra hæfi. Ofan á þetta leggst svo söngurinn eins og þúsund tonn af drunga, þannig að úr verður tónlist sem ekki - alls ekki - er fyrir viðkvæmar sálir, hvað þá ef textarnir eru lesnir með. Það eru ekki miklar líkur á að þeir séu lesnir í messu í Krossin- um. Með betri lögum á plöt- unni eru Vivisection (Kvik- skurður), The Entity (Heildin) og Soroicide (Systramorð). STJÖRNUGJÖF: ★★★★ EYÞÓR GUNNARSSON OG VALGEIR GUÐJÓNSSON: GAIA STEMMNINGAR Þeir kumpánar, Eyþór og Valgeir, starfa nú í fyrsta skipti saman á plötu ef minnið svíkur mig ekki. Gaia (gyðja jarðar) varð til í kringum vesturför samnefnds víkingaskips síð- asta sumar en diskur þessi er einn af þeim tugum sem komu út í plötuflóðinu í desember síðastliðnum. Valgeir semur einn fjögur lög en fjögur í félagi við Eyþór. Þetta eru allt eins konar stemmningar, rólegheitatónlist sem er gersneydd allri bjögun sem gjarnan fylgir rokktónlist. Á plötunni kemur við sögu fjöldinn allur af tónlistarmönn- um, bæði innlendum og er- lendum. Til dæmis syngur Diddú titillagið af snilld. Hvergi er hnökra að finna og fyrir utan framlag Eyþórs og Valgeirs má nefna frábæra frammi- stöðu blásaranna Sigurðar Flosasonar og Ole E. Anton- sen og bassaleikarans Skúla Sverrissonar en hann sér ein- mitt um útsetningar ásamt Ey- þóri og Valgeiri. Að mínu mati eru útsetningarnar Akkilesar- hæll plötunnar, þær vilja verða langdregnar og helst til lítið gerist í sumum lögunum, svo sem Midnight og Firewater. Þrátt fyrir annmarkana er Gaia ágætis gripur og kjörin kvöld- plata. STJÖRNUGJÖF: ★★★ Morrisey hefur svo sannarlega tryllt Kanann á tónleikaferð sinni um Bandarikin. MORRISEY TRYLL- IR KANANN Breski söngvarinn Steph- en P. Morrisey gerði allt vitlaust í tónleikaferð sinni um Bandaríkin. Hafa tón- leikar hans einkennst af brjál- æðislegri aðdáun tónleika- gesta og oftar en ekki ruddust áhorfendur upp á sviðið til þess aö kyssa goðið eða bara afhenda því blóm. Allt gerðist þetta án þess að Morrisey fengi svo mikið sem eina skrámu og virtist honum líka þetta mjög vel. Yfir tuttugu þúsund miðar á tónleika hans í Madison Squ- are Garden seldust upp á ein- um morgni, í San Diego klár- uðust miðar á tónleika hans á einni klukkustund og fjórtán þúsund miðar í Los Angeles Forum seldust upp á jafn- mörgum mínútum - sem er nýtt met. „Hann virðist vekja aðdáun hjá öllum," er haft eftir sérleg- um aðstoðarmanni hans, Joe Slee. „En til þess að finna ástæðuna fyrir þvi þarf senni- lega einhvern með gráðu í félagsfræði." Morrisey var söngvari í hinni frábæru hljómsveit The Smiths sem lagði upp laupana fyrir nokkrum árum. Sú sveit seldi aldrei nein ósköp af plöt- um í Bandaríkjunum, ekki fyrr en Morrisey hélt í víking þang- að um mitt síðasta ár. Og nú virðist sem hann hafi gjörsam- lega tryllt Kanann. ROLLING STONES MEÐ NÝJAN SAMNING Það er hreint með ólíkindum hvað peningamaskínan að nafni The Rolling Stones halar inn. Mick Jagger og félagar skrifuðu nýverið undir þriggja platna samning við hið þekkta Félagarnir í Rolling Stones þurfa ekki að hafa áhyggjur af síðasta jólasveininum, Kortaklippi, því þeir hreinlega vaða í peningum. Paul Simon hefur ástæðu til þess að brosa þessa dagana enda hef- ur hann hlotið náð fyrir augum suður-afriskra stjórnvalda og má spila þar eftir fimm ára bann og deilur. deilur í kjölfar Graceland hljómplötunnar og hljómleika- ferðarinnar. Við hvort tveggja naut Paul aðstoðar suður- afrískra tónlistarmanna og það féll ekki í kramið hjá suð- ur-afrískum stjórnvöldum. Paul endaði því á bannlista en nú hefur ástandið í Suður-Afríku færst til betri vegar og í janúar spilaði Paul fimm sinnum þar í landi með breska útgáfufyrirtæki Virgin. Samningurinn tekur gildi á næsta ári og honum fylgir út- gáfuréttur á öllum fyrri upptök- um Rollinganna. Og hvað fengu hinir fimm fræknu fyrir? Jú, tvo og hálfan milljarð króna; 2.500.000.000 fsl. krónur eða 500 milljónir á mann. PAUL SIMON AFTURf SUÐUR-AFRÍKU Hinn frábæri tónlistar- maður Paul Simon hefur nú fengið opin- bert leyfi til þess að spila í Suður-Afríku eftir fimm ára TEXTI: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.