Vikan


Vikan - 20.02.1992, Síða 57

Vikan - 20.02.1992, Síða 57
Krístjana Sif Bjarnadóttir og Aðalheiður Magnúsdóttir stunda báðar háskóianám i stórborginni New York. Þær hafa kynnst ýmsu vestra og una hag sínum vel enda erborgin sögð ævintýri líkust hvort sem er að nóttu eða degi. a * arkitektúr, tiskuhönnun, sér- hæföri viðskiptafræði og margt fleira. Kristjana Sif Bjarnadóttir og Aðalheiður Magnúsdóttir leggja báðar stund á markaðs- fræði í New York. Sif er að læra alþjóðamarkaðsfræði og Heiða leggur stund á það sem kallað er hönnunarmarkaðs- fræði. Þær eru báðar stúdent- ar frá Verzlunarskóla íslands, Sif útskrifaðist vorið 1987 og Heiða tveimur árum síðar. Sif vann í eitt ár á ferðaskrifstofu og fór svo i eitt ár í sálfræði í Háskóla íslands áður en hún hélt til Bandaríkjanna. „Ég er fegin því að hafa far- ið í háskólann heima því að þá get ég frekar gert samanburð við skólana úti. Háskólanám í Bandarikjunum og á íslandi er mjög ólíkt. Mesti munurinn finnst mér vera aö samskipti milli kennara og nemenda í Bandaríkjunum eru miklu meiri. Við erum alltaf að vinna ýmis verkefni eða taka próf og kennarar eru vel meðvitaðir um hvar hver og einn stendur í náminu. i háskólanum hér heima fylgjast kennararnir litið með nemendunum og finnst mér það vera stór galli. Hér á Islandi eru oftast tekin lokapróf eftir hvert námsár en úti er því yfirleitt skipt meira 4. TBL. 1992 VIKAN 57

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.