Vikan - 20.02.1992, Page 61
hverri vakt til að framleiða eitt vinsælasta
gin í heimi.
Tengsl Beefeater við fortíðina eru mikil. Á
sautjándu öld höfðu enskir hermenn kynnst
hinum hollenska sjenever (genever) í hern-
aði á meginlandinu. í Englandi reyndu
menn að brugga og endurbæta drykkinn og
nafnið var fljótlega stytt í „gin.“ Aðal uppi-
staðan var einiber og spíri. Þó ginið næði
strax vinsældum, þá þótti drykkurinn helst
til groddalegur og margir reyndu að mýkja
hann.
í byrjun nítjándu aldar fór ungur lyfsali í
London, James Burrough að nafni, að
prófa sig áfram með endurbætur á gini þar
til hann datt niður á uppskriftina sem hefur
með litlum breytingum skapað grunninn að
vinsældum Beefeater.
Svo vel var blanda James Burrough
heppnuð að aðrir ginframleiðendur hermdu
eftir og Lundúnir urðu Mekka ginframleiðsl-
unnar. Salan jókst stöðugt hjá Burrough og
fyrirtækið hefur í þrígang þurft að stækka
við sig húsnæðið eða flytja, síðast árið
1959.
Ginið sjálft er lagað (distilled) í
Lundúnum en því er tappað á flösk-
ur í Skotlandi. Húsnæðið var að
springa utan af James Burrough fyr-
irtækinu og þar sem ekki kom til
greina að flytja sjálfa ginframleiösl-
una úr hjarta Lundúna var brugðið á
það ráð að flytja átöppunina.
Chris Martin, bruggmeistari Beef-
eater, leiddi blaðamann Vikunnar
um sali hússins. Martin er einn af 6 starfs-
mönnum James Burrough sem vita ná-
kvæmlega hvernig Beefeater ginið er sett
saman. Þar koma við sögu ýmsar jurtir og
krydd. Sumt er opinbert og annað er leynd-
armál.
sagði Martin einnig. „Til viðbótar
koma svo jurtir og krydd í minna
mæli, sem gefa Beefeater þenn-
an fjölbreytta og sérstaka en þó
notalega keim.
Þessu er svo blandað saman
við úrvalsgóðan spíra sem við
framleiðum í okkar eigin verk-
smiöju í Skotlandi. Það er ekki
sama hvernig spíri er notaður.
Okkar er gerður úr heilhveiti,
maís og byggi. Ruddaspíri er
hins vegar gerður úr kartöflum
eða sykurreyr og slíkur spíri
kemur ekki inn fyrir hússins dyr
hjá okkur."
Á neðstu hæðum brugghússins
eru geymslur fyrir hráefnin og
þar eru einnig stáltankar fyrir
spíra og tilbúið gin. Á efri hæðum
taka við gömlu katlarnir sem
áður var sagt frá.
Það kraumaði í öðrum stóra
koparkatlinum þegar blaðamaður
Vikunnar var á ferð og starfs-
menn voru að gera blönduna
klára fyrir hinn.
„Þó þetta virki kannski gamal-
dags, þá er þetta eina rétta leiðin
til að gera gott gin,“ segir Martin
bruggmeistari. „Spírinn verður að
krauma vel saman við kryddið og
jurtirnar til að taka í sig rétta
keiminn. Síöan verður að fylgjast
vel með eimingunni. Það fyrsta
sem kemur er ónothæft og einnig það síð-
asta. Þess vegna rennur eimaður vökvinn í
gegn um glerkassa sem við getum tappað
af til að kanna hreinleika hans.“
Að lokinni eimingu hefur ginið 80% styrk-
leika og þannig er það flutt til Skotlands.
Um allan heim er áb verba sú breyting
að fólk drekkur minna, en drekkur í
staðinn betur, þ.e. velur vandaðri teg-
undir ófengis eins og Beefeater. Það
eru „premium" ófengistegundirnar
sem njóta því hvað mestrar hylli nú.
„Einiberin gefa grunnbragðið," sagði
Martin um leið og hann leit ofan í stóran
sekk af einiberjum sem voru nýkomin í hús
frá Italíu.
„Af öðru kryddi má nefna kóríander, börk
af appelsínum og sítrónum og hvannarót,"
Á myndinni hér að ofan stendur Chris
Martin, bruggmeistari Beefeater, við
koparkatlana þar sem giniö er lagaö og
hefur veriö lagaö frá þvf í upphafi aid-
arinnar. Á myndinni tii hliöar kannar
hann gæöi kryddjurta sem notaöar eru
viö ginframleiösluna. Þar á meöal eru
einiber, kórfander, sftrónu- og appel-
sfnubörkur og hvannarót.
2. tbl. 1992 VIKANól