Vikan


Vikan - 20.02.1992, Side 62

Vikan - 20.02.1992, Side 62
breyting hjá almenningi hér í Bretlandi til á- fengisneyslu síðustu ár. Áður fóru karl- menn á pöbb eftir vinnu og svo aftur eftir kvöldmat. Verulega hefur dregið úr þessu og nú eru pöbbarnir í vaxandi mæli staðir sem öll fjölskyldan kemur á til að njóta samvista og hitta aðra. Annað dæmi um viðhorfsbreytingu til á- fengisneyslu er að Beefeater er aðal styrkt- araðili einnar þekktustu íþróttakeppni heims. Það er kappróður Oxford og Cambridge háskólanna, sem fram fer í lok mars eða byrjun apríl á hverju ári,“ segir Ramsey ennfremur. Hann segir að auk þess að halda nafni Beefeater á lofti, sé tilgangurinn ekki síst að gamalt enskt fyrirtæki á borð við James Burrough styðji 160 ára gamla hefð sem nýtur athygli um allan heim. Þetta er sjötta árið í röö sem Beefeater styrkir keppnina. Hvor háskóli fær 250 þúsund pund (rúmar 25 milljónir króna) í sinn hlút. Undanfarin ár hefur Oxford unnið keppn- ina, en þegar á heildina er litið hafa háskól- arnir skipst á um að sigra. Kappróðurinn fer fram á Thames ánni í miðri Lundúnaborg. Veglengdin er um 6,4 km og yfirleitt er mjótt á mununum þegar í markið kemur, í mesta lagi nokkrar bátslengdir. Liðin eru yf- irleitt um 17 tiM8 mínútur á leiðinni. í nokk- ur skipti hefur kappið orðið svo mikið að bátarnir hafa sokkiö. Þá er keppnin endur- tekin nokkrum dögum síðar. BEEFEATER ER NÚ AÐALSTYRKTAR- ADILI FRÆGUSTU HÁSKÓLAKEPPNI Í HEIMI, SEM ER ÁRLEGUR KAPPRÓÐUR HÁSKÓLANNA Í OXFORD OG CAMBRIDGE Á THAMES ÁNNI Þar er það blandað í styrkleika eftir mörk- uðum. Til dæmis er Beefeater sem selt er í fríhöfnum 47% að styrkleika, en 40% víðast annars staðar. Það er einnig til í 37,5% styrkleika fyrir ákveðna markaði. „Mikilvægt er að nota hart vatn til að ginið verði gott," segir Martin. „Haröa vatnið gef- ur því sérstakan blæ og því notum við hart vatn jafnt við gerð spírans og til að þynna hina sterku blöndu sem fer héðan frá Lund- únum." Ekki er hávaða eða látum fyrir að fara í brugghúsi Beefeater og starfsmenn á vakt eru aðeins 6 talsins. Afköstin leyna á sér, því árlega selst Beefeater í 2,2 milljónum kassa í 160 löndum um allan heim - og það eru 12 flöskur í kassanum. BREYTINGAR Á DRYKKJUVENJUM FÓLKS UM ALLAN HEIM En hvernig skyldi standa á því að sala á Beefeater eykst stöðugt, á meðan áfengis- neysla um allan heim dregst saman. Því svarar Michael Ramsey, einn af sex mark- aðsstjórum Beefeater. „Það er tilhneiging um allan heim að drekka minna og drekka betur," segir Ramsey. „Þetta þýðir að fólk eyðir kannski ekki minni fjármunum [ áfengisneyslu, en það velur vandaðri tegundir áfengis, eins og Beefeater. Beefeater er það sem við köllum „Premium Gin,“ sem þýðir að aðeins er notast við bestu hráefni og bestu fram- leiðsluaðferð. Á markaðnum fást alls konar gintegundir, en fæstar þeirra eru „premi- um.“ Sem dæmi má nefna að á Spáni hefur sala Beefeater margfaldast á undanförnum árum, eftir því sem efnahagsleg afkoma fólks þar hefur batnað. Framleiðendur eins og James Burrough hafa fyrir löngu áttað sig á því að magn og gæði fara ekki endilega saman. Því styrkir fyrirtækið herferðir þar sem fólk er hvatt til að ganga hægt um gleðinnar dyr og fara vel með vín. Það hefur orðið mikil viðhorfs- í lok mars næstkomandi keppa róöralið Oxford og Cambridge í sjötta sinn um Beefeater bikarinn í einni þekktustu keppni heims. 150 milljónir manna um allan heim horfa á beina útsendingu frá keppninni, sem hefur verið haldin í 160 ár samfleytt. 62 VIKAN 4. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.