Vikan


Vikan - 20.02.1992, Qupperneq 63

Vikan - 20.02.1992, Qupperneq 63
LAUFEY LAXDAL ÞÝDDI AFBRÝÐISEMI - FYRRI HLUTI EDULEG AFBRÝDISEMI Þú finnur þaö alveg niö- ur í maga, hjartað ham- ast og þig grunar það versta. Þú svitnar og ert að deyja úr óþolinmæði og óvissu um manninn þinn. Af hverju þarf hann að vinna svona mikla eftirvinnu? Þú ert farin að vakta hann. Skyldi hann vera ... ? Þú þjáist af afbrýðisemi og afbrýðisemi er okkur mann- fólkinu eðlileg. Sá sem segist aldrei hafa verið afbrýðisamur er annaðhvort lygari eða hefur aldrei þorað að verða raun- verulega ástfanginn. Það er hægt að fá hjálp. Ég hélt að ég væri hætt að vera svona, segir Linda sem er 35 ára. Þegar ég var yngri fann ég oft fyrir þessu og mér sveið það. Mér fannst ég vitlaus. Einu sinni var það fast í hausnum á mér aö á meðan ég væri í vinnunni væri hann heima í rúmi með annarri. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur en áður en ég komst að því hafði ég hundskammað hann og kallað hann öllum ill- um nöfnum. Ég man að hann brosti þeg- ar hann uppgötvaði afbrýði- semina í mér. Honum líkaði hún vel og tók hana sem tákn um að ég elskaði hann! En óróleikinn sat í mér og ég vaktaði hann, bara til að vera viss. Að viðurkenna að ég væri afbrýðisöm, ónei, það gerði ég ekki. Ég var afbrýðisöm út í bróð- ur minn þegar ég var lítil. Mér fannst hann taka alla athygli pabba og ég var útundan. Ég dáði pabba minn en hann virt- ist ekki sjá þaö. Ég átti það líka til að vera afbrýðisöm út í vinkonur mínar ef þær vildu vera með öðrum en mér. Það var erfitt að lifa. Svo varð ég eldri, lauk menntaskóla, fékk vinnu og var ánægð með lífið. Þegar við Einar fórum að búa saman spratt þessi draugur upp aftur. Ég kalla það draug því þessi sára tilfinning skýtur upp koll- inum fyrirvaralaust og hvað sem ég reyni vill hún ekki fara aftur, allavega ekki hjá mér. Eina mínútu er allt með ró og spekt og þá næslu allt ómögu- legt. Einar snýr sér við og heilsar konu sem við mætum eða tal- ar mikið um kvenkyns vinnu- félaga. Hann fer oft í viðskipta- ferðir og þær er sérstaklega erfitt að sætta sig við. Innst inni veit ég að hann er mér ekki ótrúr en efinn er alltaf til staðar. Góð stemmning, vín og allt í einu er maður kominn yfir strikið. Meira þarf ekki til. Það veit ég sjálf því þótt ég elski hann út af lífinu á ég það sjálf til að þrá annan mann og þá er erfitt að halda sér í ró! Ég hef samt aldrei farið yfir strikið. Við erum búin að búa saman í þrjú ár en þessi gryfja er samt til staðar. Stundum haga ég mér þannig að ég skammast mín fyrir sjálfa mig. Stundum dettur mér í hug að leita að sönnun- argögnum í vösum hans, veit- ingahúsareikningum eða símanúmerum. Ég nota líka lyktarskynið mikið. Á eftir verð- ur mér illt af tilhugsuninni um að hann komist að þessu. Ég hef aldrei fundið neitt. Ég er ekki alltaf svona, þetta kemur og fer og er sérstaklega erfitt þegar mér finnst hann fara of ört I viðskiptaferðir. Þá fer ímyndunaraflið á fullt. Ég hef ekki sagt honum frá þessu en hann segist oft finna fyrir því sórstaklega þegar óg er mikið að sþyrja um kvenkyns vinnufélaga. Sjálfur segist hann ekki vera afbrýðisamur og það finnst mér gera mínar tilfinningar svo undarlegar og skítugar. Af hverju skyldi hann ekki vera hræddur um mig úr því að ég er svona hrædd um hann? Við höfum oft rætt um af- brýðisemi og þá í öðru sam- þandi. Hann heldur sig samt við sitt; að hann hafi aldrei orð- ið afbrýðisamur, hvorki í sambandi við mig eða annað. Mig langar næstum því til þess að gera eitthvað til að gera hann afbrýðisaman því hann hlýtur innst inni að hafa smá- vegis ótta um að missa mig. Eða hefur það kannski ekkert með afbrýðisemi að gera? Ég vildi óska að ég hefði kjark til þess aö segja honum frá þessari líðan minni en ég er svo hrædd um að hann hlæi að mér og að ég hræði hann burt, aö honum finnist hann fangi, minn fangi úr því ég er svona hrædd um hann. Ég veit vel að heimurinn ferst ekki þótt ég missi hann en það yrði erfitt til að byrja með því mér þykir svo vænt um hann. Þessi lýsing á afbrýðisemi er ekki óalgeng. Margir finna fyrir þessu en fáir fást til þess að viðurkenna það. Þetta er samt alveg eðlileg tilfinning. Afbrýðisemi í sambúð stafar af því að fólk er hrætt um að missa þann sem því þykir vænt um. Á álagstímum getur þessi vofa stungið upp kollin- um því þá á hún greiðari að- gang að manneskjunni. Það er mjög nauðsynlegt aö fólk ræði þetta við maka sinn, viðurkenni að það sé afbrýði- samt og reyni að finna jafn- vægi og öryggi í sambandinu. Lindu vantar greinilega ör- yggi og þetta öryggisleysi á rætur að rekja til föður hennar. Henni fannst að hann tæki bróður hennar fram yffir hana og hún væri misskilin og höfð útundan. Þegar hún er orðin fullorðin leitar hún eftir athygli og viðurkenningu frá karl- mönnum. Á sama hátt beið hún eftir viðurkenningu föður síns en fékk greinilega ekki og nú skal enginn slá henni við. Mamma hennar hefur kannski ekki kunnað að bregð- ast við þessu og Linda þar með uþþlifað tvöfalda höfnun. Henni gengur allt í haginn þar Stundum dettur mér í hug að leita að sönnunar- gögnum í vösum hans, veitinga- húsareikn- ingum eða síma- númerum. Ég nota líka lyktar- skynið mikið. til hún verður ástfangin. Þá fer allt í hnút og henni hlýtur að líða illa við að leyna þessum tilfinningum sínum. Hún ætti hiklaust að leggja spilin á borðið fyrir Einar, þrátt fyrir að það kosti hana brot af sjálfs- virðingunni. Fjölskylduráðgjöf gæti líka hjálpað henni. Það er engin skömm að leita sér hjálpar. Linda veit að hún er afbrýði- söm og viðurkennir það en hún veit ekki hvernig á að losa sig undan okinu. Þá kemur sérfræðingur að góðu gagni, sálfræðingur, félagsráðgjafi eða bara heimilislæknir. Allir sem eru í ástarsambandi eru hræddir um maka sinn, annað væri óeðlilegt. Nú til dags er auðvelt að halda framhjá, tækifærin eru alls staðar. Ein- ar er greinilega ekki þess hátt- ar maður og hann getur komið sterkar inn í líf hennar bara ef hún hleypir honum inn að sín- um innstu leyndarmálum. Hann þari að fá að vita þetta ef sambandið á að vera lifvæn- legt og það vill Linda helst af öllu. Hann gæti sannfært hana um að það er ekkert slæmt að vera kvenkyns. Hann verður varla hræddur og flýr tæplega af hólmi, þvert á móti gæti samband þeirra styrkst veru- lega þegar hún er laus við þessa hræðslu og vandamálin sem liggja í fortíðinni. □ 4. TBL, 1992 VIKAN Ó3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.