Vikan - 20.02.1992, Qupperneq 65
Tilvonandi fórnarlamb í
myndinni Háir hælar.
kattarnef. Mæðgurnar liggja
undir grun. Höfðu þær ástæðu
til að fremja þetta ódæði eður
ei? Það fáum við að vita þegar
myndin verður sýnd ef ekki er
þegar byrjað að sýna hana í
Háskólabíói. Mikið er um
hnyttnar uppákomur í mynd-
inni og nokkur svæsin ástar-
atriði eins og Pedro er einum
lagið að sýna og framkalla.
Leikstjórinn Randa Haines.
KVENLEIK-
STJÓRINN
RANDA
HAINES
Kvenleikstjórinn Randa
Haines gerði hina
hjartahlýju kvikmynd
Children of a Lesser God árið
1986. Fimm ár eru slðan og
nú hefur hún gert myndina
The Doctor eða Læknirinn
sem er með William Hurt.
Hann lék einmitt í myndinni
Children of a Lesser God. í
The Doctor leikur hann farsæl-
an lækni sem einn daginn
verður þó sjúklingur sjálfur.
Hvers vegna liðu svo mörg
ár milli Children of a Lesser
God og The Doctor? Það tók
einfaldlega þennan tíma að
gera myndina eða vinna að
henni. Undirbúningur var mikill
og vinnslan erfið. Auk þess
fékk leikstjórinn Randa Haines
mörg handrit í hendurnar sem
henni fannst hvorki vera fugl
né fiskur. The Doctor verður
sýnd I Sambíóunum.
'he Mambo King.
LEIKARINN ARMAND
ASSANTE í NÆRMYND
Armand Assante er
leikari sem ekki fer
mikið fyrir. Ekki hefur
hann heldur leikið í mörgum
kvikmyndum en þykir þó vera í
sama stjörnuklassa og leikar-
arnir Christopher Walken
(King of New York), Scott
Glenn (The Challenge, Sil-
ence of the Lambs, The Hunt
for Red October, Silverado),
Ray Liotta (Goodfellas, Some-
thing Wild), Rutger Hauer
(Wedlock, Blade Runner, The
Hitcher), Joe Mantegna (Hom-
icide, Godfather III) og Peter
Coyote (Slayground, The In-
side Man). Armand Assante
hefur leikið í myndum eins og
Q&A (1990) undir stjórn hins
virta og vandláta leikstjóra
Sidney Lumet. í myndinni Pri-
vate Benjamin (1980) lék hann
á móti Goldie Hawn. [ Para-
dise Alley (1978) lék hann á
móti Sylvester Stallone og í
Unfaithfully Yours (1984) lék
hann á móti Dudley Moore og
Natösju Kinski.
Árið 1987 framleiddi Ass-
ante myndina Belizaire the
Cajun sem aldrei hefur verið
sýnd hérlendis. Greindi mynd-
in frá töfralækni af Kajún-ætt-
um en Kajúnar voru franskir
innflytjendur sem settust að í
Louisiana í Suðurríkjum
Bandaríkjanna á 18. öld og
fyrirfinnast þar enn þó í minna
mæli sé.
Islenskir sjónvarpsáhorf-
endur kannast væntanlega við
Armand Assante því hann lék
Napoleon í sjónvarpsþáttaröð-
inni Napoleon and Josephine:
A Love Story sem sýnd var á
Stöð 2 fyrir nokkrum árum.
Nú hefur hann leikið í glæ-
nýrri mynd sem heitir The
Mambo Kings. Myndin greinir
Bræðurnir tveir sem halda í
ameríska drauminn. Svipmynd
úr The Mambo King.
frá tveimur bræðrum sem eru
hljómsveitarmenn. Kveðja þeir
Kúbu á sjötta áratugnum, setj-
ast að í Bandaríkjunum og elt-
ast þar við ameríska velferðar-
drauminn. Myndin fjallar um
drauma þeirra, ástir og sorgir.
Svona rétt eins og lífið er.
Kvikmynd þessi er byggð á
bókinni The Mambo Kings
Play Songs of Love sem rit-
höfundurinn Oscar Hijuelos
fékk Pulitzer bókmenntaverð-
launin fyrir.
Armand Assante gekk illa
að ná fótfestu á leikarabraut-
inni. Hann lofaði sjálfum sér
eitt sinn að ef hann væri ekki
búinn að vinna sér nafn sem
leikari á 35. aldursári myndi
hann snúa sér að öðru. Allt
gekk þó upp en fyrir utan leik-
arastarfið rekur hann búgarð.
Umboðsmaður Armands
Assante segir leikarann hafa
ákveðna skapgerð og hann
taki leikarastarfiö alvarlegum
tökum. The Mambo Kings
verður sýnd i kvikmyndahús-
um Árna Samúelssonar áður
en langt um líður.
Armand Assante sem Napoleon.
FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN
SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR
PÓNTUNARSÍMI:
679333
PIZZAHÚSIÐ
Grensásvegi10
- þjónar þér allan sólarhringlnn
4.TBL. 1992 VIKAN 65