Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 7

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 7
Stjórnmál leggjast í ættir eins og annað. Fátítt mun þó aö faðir og þrír synir hans setjist allir á þing. Stefán Gunnlaugsson og synir hans, þeir Finnur Torfi, Gunnlaugur og Guð- mundur Árni, hafa allir setið á Alþingi íslend- inga. Stefán var bæjarstjóri i Hafnarfirði um árabil. í þeim stól situr nú Guðmundur Árni sonur hans og Finnur Torfi var varabæjarfull- trúi eitt kjörtímabil. Gunnlaugur sat fyrst á þingi fyrir Reykjaneskjördæmi 1978-79 en er nú prestur í Heydölum og þingmaður Austur- lands. Fyrir níu árum var Guðmundur Árni bróðir hans í efsta sæti á framboðslista Al- þýðuflokksins á Austurlandi, sama sætinu og Gunnlaugur skipaði í síðustu kosningum. Við mæltum okkur mót við þá bræður á skrifstofu bæjarstjórans í Hafnarfirði um daginn. Guðmundur, þú varst blaðamaður hér áður fyrr og síðar ritstjóri Alþýðublaðsins. Var þetta góður skóli fyrir bæjarstjórastarfið? - Já, að mörgu leyti er þetta ekkert ósvipað. í báðum þessum störfum eru menn að vasast í öllu milli himins og jarðar og þurfa að hafa þekkingu á eins mörgu og kostur er. Hér fáumst við kannski á einum og sama degi við brotna girðingu við einbýlishús, sálgæslu þeg- ar fólk á um sárt að binda - og síðan við frá- gang skjala þar sem verið er að fjárfesta upp á tugi milljóna. Allt þetta hefur til dæmis verið á borði minu í dag. Ég hef löngum verið þeirrar gerðar að vilja sjá hlutina gerast hratt, skorpu- maður sem vill sjá árangurinn koma í Ijós fyrr en síðar. Sumum hefur nú fundist nóg um hér I Hafnarfirði hvað þetta varöar! Var þaö ekki góð tilfinning fyrir fyrrum hand- boltamanninn aö afhenda félögunum úr FH sigurlaunin í bikarkeppninni á dögunum? - Jú, mér leiddist það nú ekki, ekki síst vegna þess að ég var síðastur FH-inga fram að þessu til að taka við bikarnum 1977. Þá urðu FH-ingar síðast bikarmeistarar og höfðu þá orðið það þrjú ár í röð. Við unnum þá bikar- inn til eignar þannig að þetta var annar gripur nú. Þeir höfðu reyndar orð á því FH-ingar, sem báðu mig um að vera heiðursgest á leiknum, að ég væri orðinn hálfgerð óheillakráka fyrir liðið. Þaö hafði nefnilega reynt á það áður að ég sæti sem heiðursgestur í örlagaríkum leikj- um FH, bæði í knattspyrnu og handbolta - og þeir leikir höfðu allir tapast. Annars kemur reynslan úr iþróttunum lang- flestum vel, bæði í leik og starfi. Þar lærir mað- ur að taka tillit til náungans í samvinnu í hópi en jafnframt berjast mjög hart fyrir því aö vinna sigur og ná árangri. Ég er þeirrar skoðunar að íþróttaiðkun sé mjög holl og góð, ekki aðeins sem líkamleg hreyfing heldur líka fyrir sálina. Og þetta kennir manni að takast á við lífið og tilveruna frá degi til dags. Gunnlaugur, varst þú ekkert í boltanum? - Jú, ég var í handboltanum og komst svo langt að verða Islandsmeistari með öðrum flokki FH en hætti fljótlega eftir þaö. Þú hefur hætt á toppnum? - Já, þetta var mjög eftirminnilegur tími. Ég var markvörður en tók oft þátt í leiknum úti á vellinum líka ... - Þú varst frægur fyrir það, skýtur Guð- mundur Árni inn í. - ... og ég held aö það hafi tæpast liðið svo leikur að ég tæki ekki eins og eitt vítakast. Ég var raunar með öruggari vítaskyttum i liðinu! Þessi glæsilegu iþróttamannvirki hér í Hafn- arfirði vekja athygli. Er uppbygging þeirra að þakka íþróttaáhuga bæjarstjórans? - Ég hugsa að það hafi nú ekkert spillt fyrir, svarar Guðmundur Árni. - Ég hef aldrei dregið . r 9 sé nú ekki þessi vidreisnarár í jaffn mikl- um Ijóma og margir í flokknum vilja vera láta.## n . . . það hefði verið einnar messu virði og I raun eðlileg afleiðing kosningaúrslita að þá- verandi stjórnarflokkar hefðu farið yfir stöðu mála og freistað þess að halda samstarfinu áfram.## ffÉg dreg ekki dul á það að svipmót þessarar stjórnar er mér lítt að skapi. Mér finnst vanta hin manneskjulegu við- horf í störf og stefnu þessarar stjórnar.## ffÞað skortir í raun og veru þekkingu á lífskjör- um fólks í landinu þegar verið er að taka ákvarð- anir um mikilvæg málefni.## ##Kennisetningar, uppskriftir frá útlöndum, úr bókum meintra snill- inga, sem á að yf irfæra í einu vetfangi á íslenskt samfélag, held ég að einkenni allt of mikið hið pólitíska andrúms- lofft . . .## „Skilin á milli þessara f jármagnsvaldahópa í þjóðfélaginu annars vegar og neytenda og almennings hins vegar eru sífellt að verða augljósari.## 7. TBL. 1992 VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.