Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 17

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 17
Rúmlega þrítug geröíst hún brautryöjandi í sinni grein, iöjuþjálfun, og hefur skrifað 330 blaösíöna bók, vísindarit og kennslubók, og er nú alþjóðlega viður- kenndur kennari og fyrirlesari. Guörún Árnadóttir iöjuþjálfi viö endurhæfingar- og tauga- deild Borgarspítalans, Grens- ásdeild, hefur i bók sinni sam- einað tvö matskerfi, mat á sál- rænum einkennum af vefræn- um toga og mat á fram- kvæmdafærni heilaskaðaðra sjúklinga í daglegu lífi. Bókin er brautryðjandaverk sem hef- ur vakið mikla athygli. Verkið var kynnt sérstaklega á heims- ráðstefnu iðjuþjálfa í Mel- bourne í Ástralíu vorið 1990, á Evrópuráðstefnu iðjuþjálfa í Portúgal 1988 og á ráðstefn- um bandaríska iðjuþjálfafé- lagsins í Phoenix í Arizona 1988 og Baltimore í Maryland 1989. Matskerfiö er notað af iðjuþjálfum við klíníska vinnu en einnig hafa háskólar og sjúkrahús í ýmsum löndum sýnt áhuga á aö nota þaö í rannsóknarskyni og til kennslu. Aðrir faghópar, svo sem læknar, sálfræðingar og talmeinafræðingar, hafa einn- ig sýnt efni bókarinnar áhuga. Þegar Vikan hitti Guðrúnu að máli var hún nýkomin úr fyrirlestraferð til Danmerkur og fram undan eru námskeið og fyrirlestrahald í Bandaríkjun- um, Belgíu, Svíþjóð, Noregi og Ástralíu. Guðrún segist hafa ákveöið að byrja á verkinu þegar hún þurfti að velja sér verkefni til mastersprófs við Suður-Kali- forníuháskóla 1985. Prófess- orarnir við iðjuþjálfadeildina ákváðu síðan að leggja til við Mosby bókaforlagið að kerfið yrði gefið út á alþjóðamarkaði. Síðan hófst mikil vinna við að breyta mastersritgerðinni í kennslubók með myndum og rannsóknardæmum. Bókin kom út 1990 og er gert ráð fyrir að upplagið komist í tíu þús- und eintök áður en langt um líður. Mosby Year Book út- gáfufyrirtækið er stærsti útgef- andi heims á ritum fólks úr heilbrigðisstéttum. Hvað kom Guðrúnu til að velja þetta stóra verkefni til mastersprófs og leggja út f mikla vinnu við sérhæfða bókargerð? „Ekki eru það peningarnir," segir Guðrún og brosir. „Starfsreynsla mín sýndi mér að þörf var á mats- aðferð af þessu tagi. Af undir- tektum ræö ég að þörfin hafi verið brýn. Bestu launin eru að geta orðið öðrum að liði, bæði sjúklingum og þjálfurum þeirra." Iðjuþjálfun er ekki kennd við Háskóla islands. Iðjuþjálfar þurfa að sækja til annarra landatil náms. íslenskir aðilar, sem komið hafa að verki Guð- rúnar Árnadóttur, hafa ekki slegið upp girðingum á leið hennar út í hinn stóra heim. Hún hlaut námsstyrki frá Thor Thorssjóönum, Borgarspítal- anum og starfsmenntunarsjóði Reykjavíkurborgar. Vísinda- sjóður íslands, vísindasjóður Borgarspítalans og Borgar- spítalinn styrktu þá rannsókn- Guðrún við vinnu sína á endurhæf- ingar- og taugadeild Borgar- spítalans. Það tók hana ekki nema tíu ár að verða heimskunn á meðal stéttarfélaga sinna. arvinnu sem tengdist útgáfu bókarinnar. Hún reyndar heitir því langa nafni: The Brain and Behavior: Assessing Cortical Disfunction Through Activities of Daily Living eða Heili og hegðun: Skert heilastarfsemi metin út frá athöfnum daglegs lífs. Bókin fæst í Bóksölu stúd- enta. Guðrún hlaut æðstu viður- kenningu sem iðjuþjálfunar- deild Suður-Kaliforníuháskóla veitir, einnig fékk hún viður- kenningu iðjuþjálfafélags Kali- forníufylkis, ásamt styrkjum frá Fulbright-sjóðnum og hinu virta námsmannafélagi Phi Beta Kappa. Segja má að það hafi tekið Guðrúnu Árnadóttur innan við tíu ár að verða heimskunn þótt hún hafi ekki stefnt að alþjóð- legri viðurkenningu eða dottiö hún í hug þegar hún lagði út í framhaldsnámið. Hinn hljóðláti orðstír fer Guðrúnu vel, svo hlédræg og stefnuföst sem hún er. Það er ekki líklegt að hún vilji gera sjálfa sig að eins konar fyrirmynd annarra Is- lendinga. Engu að síöurerfer- ill hennar og árangur umhugs- unarefni varðandi hvað í Is- lendingum býr. □ BJUMALFUN GUÐRÚN ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNDUR KENNARI 7. T8L. 1992 VIKAN 17 TEXTI: ÁSMUNDUR EINARSSON / UÓSM.: BINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.