Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 37

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 37
sáölátið, verður í hans augum það sama og kynferðisleg full- næging. Þegar sáðlát kemur of snemma orsakar það að karlmaðurinn fær ekki kynferð- islega fullnægingu. í flestum tilvikum orsakar þaö líka skort á kynferðislegri fullnægingu konunnar við samfarir, vegna skorts á kynferðislegri ertingu. Það kemur þó ekki í veg fyrir að konan fái fullnægingu á annan hátt. Maðurinn á hins vegar ekki möguleika á slíku nema að bíða og byrja síðan alveg upp á nýtt. FULLN/EGING KARLMANNA Það er rétt hjá þér að ekki er mikið fjallað um fullnægingu karlmanna enda að miklu leyti gengið út frá því að hún sé sjálfsögð. Karlmenn eru sjálfir mjög feimnir við að ræða það að þeir fái ekki fullnægingu vegna þeirra hugmynda í þjóðfélaginu sem ég nefndi hér áðan. Þeir eru ekki tilbúnir að samþykkja sig annars flokks. Það er ýmislegt sem komið getur í veg fyrir fullnægingu karlmanna en mest er það tengt hugmyndum um að standa sig kynferðislega. Allar þessar hugmyndir um að karl- maðurinn eigi að standa sig gagnvart konunni - öllum körl- um standi um leið og kynlíf sé nefnt á nafn, allir karlmenn séu alltaf til og eigi alltaf að vera að hugsa um kynlíf og þar fram eftir götum - orsaka sömu spurningar og þú spyrð sjálfan þig, um leið og eitthvað af þessu klikkar hjá mannin- um, löngun hans er ekki til staðar í eitt skipti eða nautnin minni: „Er ekki allt i lagi með mig?“ Um leið og slík hugsun hef- ur gert vart við sig er hætta á að kynlífslöngun og getan til að njóta kynlífs fari dvínandi vegna hættunnar á að stað- festa gruninn. Vítahringur kynlífserfiðleika getur skapast. Kynferðisleg fullnæging karla byggist alveg eins og kynferðisleg fullnæging kvenna upp á kynferðislegri ertingu og spennu. Hún hefst á núllpunkti og stigur þar til hámarki er náð og hnígur siðan. Karlmaðurinn er einnig háður því að fá næga ertingu og of brátt sáðlát stafar ekki af of mikilli ertingu eins og margir halda. Verði sáðlát áður en erting er nægjanleg verður engin fullnæging. Sé um of brátt sáölát að ræða hefur maöurinn tapað eiginleikanum að njóta ertingarinnar. Aðrar tilfinningar hafa tekið völdin. Oftast kvíði eða hræðsla. Þessi kvíði gerir manninn ófæran um að njóta ástarleiks- ins, hann spennir sál og lík- ama og vinnur gegn nautninni og leiðir þannig beint til þess að sáðlátið verður of brátt. Þaö leiðir svo til aukins kvíða fyrir því að það gerist aftur og svo framvegis. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Ég á erfitt með að sjá af skrif- um þínum hversu stórt vanda- mál of brátt sáðlát er hjá þér. Þó hallast ég að því að það sé ekki stórt heldur meira það að kynlífið sé ekki spennandi lengur og þú hafir tapað sjónar á því að kynlíf er til þess aö njóta þess en ekki eitt af skylduverkum hjónabandsins. Það leiðir svo til þess öðru hvoru að um of brátt sáðlát verður að ræða. Slíkt er alls ekki óalgengt hjá karlmönn- um. Svona óspennandi kynlíf leiðir oft einnig til framhjáhalds og gengur stundum undir nöfnum eins og „grái fiðringur- inn“. Oft gleymist að konan getur einnig hugsað sér til hreyfings undir slíkum kring- umstæðum. Leiðir til ráða eru til dæmis, eins og ég ræddi um í síðustu Viku, að æfa það að njóta kyn- lífsins upp á nýtt. Slaka á kröfunum um að standa sig með því að stunda samfara- laust kynlíf. Æfa gælur og kyn- ferðislega ertingu við hvort annað. Hafa það í huga að kynlíf getur farið fram annars staðar en í rúminu og á öðrum tímum en á kvöldin. Muna eftir öllum þessum þáttum sem gera okkur kynferðislega spennandi í augum makans. Muna eftir því að kynlífið er hluti af lífinu almennt og tengt því þannig að sambandið á öðrum tímum hefur áhrif á kynlífið og þar fram eftir götum. Til þess að geta gert þetta verður þú að ræða málin við konuna þína og venjulega er fyrsta skrefið að þora að ræða um kynlífið, þora að horfast í augu við að vandamál er til staðar og að það er vandamál ykkar beggja. Þú getur gengið út frá því sem vísu að konan þín nýtur heldur ekki kynlífs ykkar. Mér sýnist að þörfin fyrir umfjöllun um kynlíf sé mikil svo ég geri ráð fyrir því að áfram verði spurt um kynlíf og læt því staðar numið að sinni. Gangi ykkur vel, Sigtryggur. STIÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Orka þín og útgeislun eru í hámarki um þessar mundir. Það gæti komið sér vel kringum pálmasunnudag og fram í miðjan mánuð. Nú er áríðandi að beita athyglinni því að þetta er tími góðra tækifæra. Það vorar snemma í sál þinni í ár. NAUT1Ð 20. apríl - 20. maí Mars hleypir lífi í sam- skipti þín við vini og hópa í apríl. Þú ferð að finna fyrstu einkenni þess eftir nýtt tungl, 3. apríl. Smám saman hverfur þér allur drungi og dagar þínir fyllast innri birtu. 11. april verður prýðilegur dagur. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Þú hugsar mikið um stöðu þína í starfi eða félagslífi. Samskipti þín við fólk gætu orðið kostnaðarsöm eftir 7. apríl en láttu það ekki of mikið á þig fá þar sem þú átt vinsældum að fagna og visst vináttusamband veitir þér mikið. KRABBINN 22. júní - 22. júlí Þú hefur sérstaka tjá- skiptahæfileika núna og ættir að afla þór mikilvægra sambanda enda geturðu einbeitt þér að því að afla þér vinsælda. Þú gætir jafnvel farið fram á kauphækkun eða meiri metorð eftir 7. apríl og orðið nokkuð ágengt. LJÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Þetta er ár hagvaxtar meðal Ijónsfólks þar sem Júpíter er jákvæður í þeim efnum. Þú getur því farið að afia þess sem þú metur mest enda fer athygli þín að beinast að fjármálum eftir 3. apríl. Sýndu samt samferða- fólki þínu lipurð. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Útjöld, sem tengjast öðrum, verða þér byrði í mánuð- inum. Dagarnir fram að 7. apríl verða því fremur hversdagslegir en eftir þann 11. fer að rofa til. Pálmasunnudagur verður besti dagurinn næstu tvær vikur og rómantík gæti legið í loftinu. VOGIN 24. september - 23. okt. Viðskipta- og ástarsam- bönd eru í góðu jafnvægi um þessar mundir. Sértu að leita að ástarsambandi er sérlega hag- stæður tími til þess eftir 7. apríl. Persónutöfrar þínir geta að jafn- aði verið sveiflukenndir en verða í hámarki upp úr 11. apríl. SPORÐDREKINN 24. október - 21. nóv. Skemmtanir og ástvinir gætu komið við seðlaveski þitt næstu daga. Áhrif nýs tungls, 3. apríl, fara svolítið í skapið á þér og gætu orsakað rifrildi daginn eftir. Hugaðu vel að heilsunni eftir þann 14. og farðu vel með þig. BOGMAÐURINN 22. nóvember - 21. des. Ást, skemmtanir og skap- andi störf eiga megnið af athygli þinni mestan hluta mánaðarins. Nýr ástvinur gæti komið inn í líf þitt 7. apríl. Viku seinna gerir ævintýralöngunin vart við sig. Skemmtu þér en farðu að engu óðslega. STEINGEITIN 22. desember - 19. jan. Venus fer að hafa þau áhrif á þig eftir 7. apríl að heimilið og fjölskyldan fer að eignast meira og meira af athygli þinni. Þú verður því óvenju heimakær fyrstu tvær vikur mánaðarins og nýtur þess. Tíðindalaust að öðru leyti. VATNSBERINN 20. janúar- 18. febrúar Áhrif nýs tungls, 3. apríl, gera þig óvenjulega jarðbundinn nokkra daga og samskipti þín við fólk verða með mesta móti. Á hinn bóginn áttu auðvelt með að tjá þig og rétt fyrir miðjan mánuð fer hugmyndaflugið á kreik. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Þú ert sjálfsupptekin(n) um þessar mundir enda er margt að brjótast í huga þínum. Eftir 3. apríl ferðu að hugsa um fjáröfl- unarleiðir enda er skapandi hugs- un þín á hagstæðu flugi. Hins vegar er lítið rúm fyrir rómantík fyrr en eftir 14. apríl. 7. TBL.1992 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.