Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 45

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 45
ir minna aðeins á Börn náttúrunn- ar. Þegar Geraldina var kölluð upp til að taka á móti verðlaunun- um fann hún ekki skóna sína og var það ein af þeim óvæntu upp- ákomum sem gerast einungis í beinni útsendingu. Meira en ein milljarður sjónvarpsáhorfenda fylgdist með vandræðum gömlu konunnar sem rættist þó úr að lokum. Oliver Stone, sem í ár hefur von í þriðja óskarinn sinn fyrir leikstjórn, fyrir JFK, var valinn leikstjóri ársins við fimmtugustu og níundu afhendinguna fyrir myndina Platoon sem gerist í Ví- etnamstríðinu. Hann er núna tvímælalaust einn af fremstu leik- stjórum Bandaríkjanna og leitar gjarnan til sjötta áratugarins að viðfangsefnum sínum. Platoon, sem flestir eru sammála um að sé raunsæjasta umfjöllunin um stríðið, fékk einnig verðlaun sem besta myndin, auk verðlauna fyrir hljóð og klippingu. Aðrir sigurveg- arar þetta ár voru myndirnar A Room With A View og Hannah and Her Sisters með þrenn verð- laun hvor. Paul Newman krækti sér loks í verðlaun fyrir hlutverk gamla billjardspilarans Fast Eddie Felson í myndinni The Color of Money og Marleen Matlin varð fyrst heyrnarlausra til að fá óskar fyrir frammistöðu sína I Children of a Lesser God. Árið eftir talaði hún opinberlega í fyrsta sinn þeg- ar hún hermdi eftir Robin Williams í kynningu á honum sem einum útnefndra fyrir aðalhlutverk [ Good Morning Vietnam. Verð- launin féllu þó I skaut Michael Do- uglas fyrir túlkun hans á harðsvír- aða verðbréfabraskaranum Gor- don Gekko í Wall Street. Af leikkonum varð söngkonan Cher fyrir valinu fyrir myndina Moon- struck. Mynd Bernardo Bertol- ucci, Síðasti keisarinn, var samt óumdeilanlega mynd ársins þeg- ar óskar hélt upp á sextugsaf- mælið með niu verðlaunastyttur af níu tilnefningum. Dustin Hoffman varð fimmti maðurinn til að öðlast óskarsverð- launin i annað sinn fyrir aðalhlut- verk þegar Rain Man færði hon- um sigurinn 1989. Hún var einnig valin besta myndin og Barry Lev- inson, leikstjóri Bugsy, besti leik- stjórinn. Þá var Jody Foster kosin leikkona ársins fyrir hlutverk fórn- arlambs nauðgara í myndinni Accused. Hún er tilnefnd fyrir aðalhlutverk í ár (Lömbin þagna) eins og Gena Davis (Thelma and Louise) sem var verðlaunuð fyrir aukahlutverk I Accidental Tourist. Pelle sigurvegari varð önnur danska myndin í röð sem best mynda á erlendu máli en Gesta- boð Babettu hafði sigrað árið áður. í hittifyrra var sagan um hvítu ekkjuna og svarta bílstjórann hennar í Driving Miss Daisy kosin besta myndin. Jessica Tandy, sem lék titilhlutverkið, varð elst leikara frá upphafi, 80 ára að aldri, verðlaunahafi. Af karlleikur- um hlaut Daniel Day Lewis verð- skuldaðan óskar fyrir ógleyman- Þau voru óborganleg, feðginin í Pappirstungli. Tatum O’Neal, sem hér sést með föður sínum, Ryan O'Neal, hlaut óskarinn fyrir frammistöðu sína í myndinni. Ingmar Bergman hlaut óskarinn fyrir Fanny og Alexander, en áður hafði hann hlotið sérstaka viðurkenningu akademíunnar. Dustin Hoffman í óskarsverð- launuðu hlutverki sínu í kvik- myndinni Rain Man. legan leik sem fatlaði irski rithöf- undurinn Christy Brown í mynd- inni My Left Foot. Brenda Fricker, sem lék móður hans, var einnig verðlaunuð fyrir aukahlutverk í sömu mynd. Af erlendum mynd- um vann ítalska myndin hjart- næma Cinema Paradiso sætan sigur og Oliver Stone var leikstjóri ársins fyrir Born on the Fourth of July. Þá afhentu risarnir í banda- rískri kvikmyndagerð Steven Spi- elberg og George Lucas japönsk- um starfsbróður sínum, Akira Kurosawa, heiðursverðlaun en hann átti áttræðisafmæli þennan dag. Hann lét þau hógværu orð falla að hann vonaðist til að ein- hvern tímann öðlaðist hann þann skilning á kvikmyndalist að hann ætti verðlaunin skilin. Við minnumst þess náttúrlega öll hverjir óskarsverðlaunahafarn- ir voru í fyrra - eða er það ekki? Til að hressa upp á minni þeirra sem eru farnir að kalka má geta þess að eftir sextíu ára hlé var „vestri" valinn besta myndin en Cimarron sigraði ógleymanlega við fjórðu afhendinguna. í mót- tökuræðunni fyrir leikstjórn sagði Kevin Costner að þó fólk héldi kannski að verðlaunahafar gleymdust á milli ára mundi fjöl- skylda hans og annarra sem unnu við Dansar við úlfa muna þetta kvöld um aldur og ævi en myndin tók sjö verðlaun: besta myndin, leikstjórn, handrit, hljóð, kvik- myndataka, tónlist og klipping. Bretinn Jeromy Irons fékk óskar fyrir aðalhlutverkið I Reversal of Fortune sem úrkynjaði aðalsmað- urinn Claus von Bulov og Kathy Bates, sem var nánast óþekkt, var verðlaunuö fyrir hlutverk sitt í Steven King-tryllinum Misery. Whoopi Goldberg var að vonum glöð að vinna óskar fyrir aukahlut- verk í Ghost en svört leikkona hafði ekki hlotið þann heiður síð- an Hattie McDaniel lék í Á hverf- Jane Fonda hlaut óskar fyrir leik sinn í Coming Home. ▲ Peter Finch og Fay Dunaway í Network. Finch hlaut óskar fyrir leik sinn - en upplifði ekki verðlaunaafhending- una... Chaplin með óskarinn sem hann hlaut 1972. Með honum á myndinni er Oana eiginkona hans. ▲ David Niven brást skemmti- lega við óvæntri uppá- komu á sviðinu eitt sinn. ▼ Or- son Welles var heiðrað- ur fyrir ævistarf sitt... Jane Fonda og Gene Hackman hampa óskarsverðlaunum sinum. Mynd Woody Allen, ▲ Annie Hall, hlaut þrenn verð- laun. Hér sést Allen ásamt Keat- on sem fór með titilhlutverkið. anda hveli 1939. Joe Pesci var einnig vel að verðlaunum kominn en hann var heiðraður fyrir leik brjálaða mafíósans í GoodFellas. Haldið var upp á eitt hundrað ára sögu kvikmyndagerðar við sex- tugustu og þriðju afhendinguna og Michael Caine kynnti fyrstu kvikmyndina, sem var gerð af Lumiere-bræðrunum frönsku, I gegnum gervihnött frá París. Það er vel við hæfi að við ís- lendingar höfum gefið öðrum þjóðum mátulegt forskot og tök- um fyrst alvarlega þátt í slagnum um óskarinn þegar hann er að komast á eftirlaun og saga kvik- myndagerðar að skríða inn í aðra öldina. Þessi grein er skrifuð í fyrri hluta marsmánaðar og þegar hún birtist vita lesendur Vikunnar bet- ur en blaðamaður hvernig fór við sextugustu og fjórðu afhending- una en ég lofa því að éta lamb- húshettuna mína og þau „föður- lönd" sem þið sendið ritstjórninni ef Börn náttúrunnar hreppa ekki verðlaunin. Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri segir líka að raunveru- leikinn sé stærsta ævintýrið ef að er gáð. D 7. TBL. 1992 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.