Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 49

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 49
Ef hann kemur þegar þau eru að drekka er eins og hann verði allt annar maður. ... Mér finnst eins og hann stækki, röddin breytist, útlitið er einhvern vegin öðruvísi og hann verði neikvæður og bara ömurlega uppáþrengjandi og leiðinlegur. gátu er einmitt það ástand breytinga sem þú talar um á mömmu þinni við drykkju. Ef við álítum sem svo að vín hafi gífurleg áhrif á starfsemi heilans er kannski rétt að geta þess að ekkert er óeðlilegt við að ótæpileg áfengisneysla hafi þannig áhrif á heilastarfsemina og geti þar með raskað jafnvægi þess merkilega stjórntækis sem heilinn vissulega er. Slík breyting verður aldrei felld undir yfirskilvitleg áhrif eða fyrirbrigði heldur líf- fræðilega skýringu. Margir drykkjusjúkir segja að stundum sé engu líkara en einhver kalli á drykkjuna annar en þeir sjálfir, alveg eins og þeir séu allt í einu helteknir af gífurlega sterkri löngun í vínanda. Þá kann einhver að spyrja hvort þeirra eigin líffæra- starfsemi sé ekki bara að öskra á áfengi vegna þess að innri starfsemi skrokksins er orðin svo háð þessu eitri sem áfengið er þegar það hefur verið notað í óhófi. PERSÓNULEIKINN LIFIR LÍKAMSDAUÐANN Á móti slíkum vangaveltum segi ég þetta: Það má vel vera en það breytir ekki þeirri staðreynd að ef viðkomandi hefur einhver þau skilyrði sem falla bara undir lágmarksnæmi þá eru því miður þó- nokkrar líkur á að svo geti farið að fyrrverandi drykkjumaður, sem látist hefur undir áhrifum áfeng- is, sé það bundinn fýsn sinni að hann dragist sterkt að jörðinni og þá þeim möguleikum sem hann á til að njóta áhrifa áfengis áfram. Það að deyja þýðir ekki að við töpum löngunum eða þrám og þaðan af síður persónuleikanum enda er það hann sem fyrst og fremst lifir líkamsdauð- ann. Vegna þess að hann lifir haldast eiginleikar hans óskertir og þá eiginleikar eins og þrár og langanir. Það verður náttúrlega engin breyting á vilja okkar, hvorki hér á jörðunni eða hinum megin, nema við kjósum það sjálf. Við eigum báðum megin móðunnar miklu frjálst val og verðum sjálf að ákveða breytingu á óheppilegu ástandi sem við kunnum að búa við. Hér á jörðunni förum við sjálf- viljug í meðferð hjá til þess gerðum stofnunum en enginn getur neytt okkurtil þess. f ríki Guðs óskum við sjálf eftir öllum þeim breytingum sem við kjósum að komast í eða yfir. Enginn gerir það fyrir okkur vegna þess einfaldlega að við höfum þar áfram frjálsan vilja, nákvæmlega eins og fyrir umskiptin. VÍNVANDI LÁTINNA Þess vegna er ekkert fráleitt að gefa sér það að ein- staklingur, sem neitar á jörðinni að takast á við vín- vanda sinn, geri það jafnframt þegar umskipti lífs og dauða verða, vegna þess að viðkomandi hefur ein- ungis tapað efnislegum eiginleikum sinum en alls ekki þeim andlegu og þaðan af síður löngunum sín- um eins og áður sagði. Drykkjuskapur í því óhófi sem nemur því að vilji okkar er fyrir bí er því afar varhugaverður einmitt af þessum tveim ástæðum sem áður sagði, annars vegar vegna möguleika á efnafræðilegum breytingum heilans, neytandanum til tjóns, og svo vegna þess möguleika að óþroskuð látin vera yfirskyggi viðkomandi með þeim hætti að bæði löngun og afleiöingar áfengisneyslunnar verði í algjöru ósamræmi við raunverulegan persónuleika viðkomandi neytanda. Ef starfsemi heilans breytist frá þvi eðlilega breyt- ist persóna viðkomandi. Eins er ef látinn einstakl- ingur yfirskyggir og kemur sér fyrir i orkusviði þess sem neytir. Þá breytist persóna þess sem neytir vínsins i bland við persónuleika þess látna eða í samræmi við hann. Óhuggulegt. Flestir sjáendur geta nefnilega staðfest að þessi ömurlegi möguleiki „andsetni" er því miður algjör staðreynd í allt of mörgum tilvikum, þó alls ekki sé það altækt sem betur fer. Þetta er sem sagt ástand sem við vissar aðstæður og skilyrði getur auðveldlega orðið að veruleika, alveg eins og ekki. DULSPEKI OG UNGDÓMUR Þú talar um að þið frændur hafið mikinn áhuga á hvers kyns dulrænu eða dulspeki og í sjálfu sér er fátt við þannig áhuga að athuga. Málið er bara, elsku drengurinn minn, hvort ekki er hyggilegra fyrir þig að ýta um tíma þannig áhuga frá að einhverju leyti og íhuga frekar hvort ekki mætti bæta hag þinn og systkina þinna eitthvað heima fyrir. Þannig pæl- ingar eru heppilegar vegna þess að eins og þú lýsir heimilisástandi hjá ykkur systkinum þá hvarflar að manni hvort partur af dulfræðilegum áhuga þínum kunni ekki að vera tengdur einhvers konar flótta frá þeim staðreyndum hversdagsleikans að fjölskyldu- málin eru gjörsamlega aflöguð og ófullnægjandi fyrir ungmenni eins og þig. Þar sem drykkjuskapur er eins fyrirferðarmikill og á þínu heimili eru mörg vandamál. Börn og ung- menni eiga alls ekki að búa við stöðuga spennu og offors foreldra sinna vegna óhófsdrykkju þeirra. Þannig heimilisástæður aflaga persónuleika þess- ara barna og valda þeim ómældu tjóni, hvert sem lit- ið er. Þar sem systkini þín eru yngri en þú verður þú vafalaust fyrir mestu hnjaski. Alls kyns óþarfa ábyrgð og feluleikur er þér ætlaður, sem auðvitað gerir það að verkum að það er viss útrás og um leið hvíld fyrir þig að hella þér út í skoðun og leit að heimi sem er á einhvern hátt fullkomnari en sá sem þú býrð við. DULHYGGJA STUNDUM VARHUGAVERÐ Þú og frændi þinn eruð næmir eins og þú bendir á og þess vegna ekkert ýkja sniðugt að þið séuð á einhverju því fylliríi sjálfir sem fellur undir of mikla hugsun um það dulda í tilveru okkar. Min skoðun er sú að dulhyggja sé stórvarhugaverð öllum þeim sem hana leita uppi nema viðkomandi sé bæði and- lega þroskaður, með sérlega glögga dómgreind, greindur og i sem mestu og bestu innra jafnvægi. Þú ert það sennilega ekki og þaö er eðlileg afleiðing af varhugaverðum heimilisaðstæöum. Frændi, sem er nánast jafnaldri þinn, er bara ungur maður sem á fyrst og fremst að hugsa um sinn veraldlega hag á meðan hann hefur ekki staðgóða reynsluþekkingu á því dulda og hugsanlegum afleiðingum þess, bæði góðum og slæmum. Þótt hann búi við ágætar heimilisaðstæður er ekki ósennilegt að hann eigi eitthvað eftir ólært sem auka myndi þersónulegan þroska hans. Ykkur ligg- ur ekki lífið á þegar kemur að persónulegum áhuga á því leyndardómsfulla í tilverunni. Best er í þess- um efnum sem og öðrum og jafnalvarlegum að flýta sér hægt og flana ekki að neinu. SLÆMAR HEIMILISAÐSTÆÐUR Ef við skoðum ykkur báða hlutlaust þá eruð þið báð- ir næmir og góðir strákar. Það dregur ykkur hvorn að öðrum, auk frændseminnar. Eins má reikna með að þar sem aðstæður ykkar eru svona gjörólíkar heima fyrir henti ykkur einfaldlega nokkuð vel að íhuga fremur saman sameiginlegt áhugasvið en að ræða heimilisaðstæður ykkar eða kannski stelpur. Þar hallar nefnilega verulega á þinn hlut. Dulspeki- legur áhugi ykkar sameinar ykkur en um leið getur hann sundrað ykkur vegna þess að ef hann fer út í einhvers konar varhugaverða tilraunastarfsemi ykk- ar saman er líklegt að það geti valdið ykkur báðum vissum vanda þó ekki sé það víst. Ef ég væri sem þið myndi ég einbeita mér af krafti að náminu, ásamt einhverjum jarðbundnum áhuga- málum sem eru í samræmi við aldur ykkar og þroska en ekki fara á neitt sérstakt flug tengt dul- hyggju einhvers konar. Vegna vankunnáttu getur slikt endað, eins og dæmin sanna, í einhvers konar erfiðri magalendingu sem bæöi getur skaðað og truflað varanlega ykkar daglega líf. Með þessum ábendingum er ég ekki að gera lítið úr mikilvægi þess dulda í lífi okkar heldur benda á að allt hefur sinn vitjunartíma, ekki síst þegar það tengist kröft- um og öflum sem við getum illa áttað okkur á nema 7.TBL. 1992 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.