Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 30

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 30
TEXTI: HJALTI JÓN SVEINSSON A U PAIR I BANDARIKJUNUM SKEMMTILEG REYNSLA - SEGIR ÍSLENSK AU PAIR-STÚLKA NÝKOMIN FRÁ BANDARÍKJUNUM Alda Guömundsdóttir heitir nítján ára Kópavogsmær sem er nýkomin heim frá ársdvöl í ESandaríkjunum. Þar var hún Au Pair á vegum „Au Pair Homestay"- samtakanna. Hún tók því vel að svara nokkrum spurningum varöandi dvölina og aðdraganda hennar. „Ég hringdi í Arnþrúöi Jóns- dóttur, umboðsmann samtak- anna, eftir að hún hafði aug- lýst þessa starfsemi í dagblöð- um. Eftir samtal okkar sendi hún mér bækling ásamtfrekari upplýsingum og umsóknar- eyðublöð. í umsókninni skrifar maöur meðal annars stutta lýsingu á sjálfum sér auk þess sem fylltur er út ýtarlegur spurningalisti. Ef allt gengur eðlilega fyrir sig fær umsækj- andinn bréf og myndir frá fjöl- skyldu sinni ytra innan nokk- urra vikna. Alda meö svissneskri vinkonu sinni traman við Hvíta húsið í Washington DC. una og jafnvel talað við fólkið í síma. Hún lét sér það því í léttu rúmi liggja þó hún þyrfti að taka rútu frá flugvellinum og á áfangastað - en þá loks hitti hún fólkið sitt. „Hjónin tóku ofsalega vel á móti mér og ég var strax látin finna að ég væri ein af fjöl- skyldunni. „Fósturforeldrarnir" þurfa að ganga að ýmsum skilyrðum á sama hátt og um- sækjendurnir. Þess er til dæm- is gætt að þetta unga fólk sé ekki notað sem ódýr vinnu- kraftur á heimilinu. Starf mitt var fyrst og fremst í því fólgið að gæta barnanna tveggja á milli klukkan níu og fimm á daginn. Ég þvoði af þeim öðru hverju, aðstoðaði síðan við uppvaskið og ýmsar tiltektir þegar þannig stóð á. Fólkið gætti þess samt alltaf að mér væri aldrei misboðið og ég Hin bandaríska fjölskylda Öldu, sem hún dvaldi hjá í góöu yfirlæti í heilt ár. GÓÐUR UNDIR- BÚNINGUR Til siðs er að nokkrir umsækj- endur haldi utan í hóp og í mínu tilviki vorum við fimm stúlkur. Þegar nær dró brott- förinni var haldinn undirbún- ingsfundur með okkur þar sem farið var nákvæmlega í saum- ana á öllum málum svo ekkert þyrfti að vefjast fyrir okkur þegar á hólminn væri komið." Alda kveðst ekki hafa verið neitt kvíðin fyrir brottförina því hún hafi verið svo vel undir- búin. Það hafi líka verið mikils virði að hafa bæði verið í bréfasambandi við fjölskyld- A Hlutverk Au palr er fyrst og fremst fólg- Ið í barna- gæslu. þyrfti ekki að gera meira en ég var ráðin til. Hjónin sáu svo sannarlega til þess aö mig skorti ekkert. Ég bjó til dæmis i sérherbergi og hafði bíl til um- ráða allan daginn á meðan þau voru í vinnunni auk þess sem mér var gert kleift að nota bílinn hvenær sem ég þurfti á að halda. í NÁMI OG STARFI Tíu dögum eftir að við komum út var haldinn fundur með öll- um sem voru Au Pair á vegum „Homestay“-samtakanna á svæðinu. Þarna voru okkur meðal annars gefnar upplýs- ingar um skóla sem við gætum sótt en eitt af markmiðunum er að við getum notað tímann í Bandaríkjunum til þess að afla okkur menntunar. Hjónin hjálpuðu mér síðan við að finna nám sem hentaði mér og varð tölvunámskeið fyrir valinu en það fór fram i háskólanum þar sem þau störfuðu bæði. Mér fannst mjög gott að eiga þess kost að gera eitthvað ákveðið í frístundunum, kom- ast reglulega út af heimilinu og kynnast nýju fólki. Eftir hálft ár flutti fjölskyldan í annað hérað, reyndar ekki svo langt í burtu frá gamla staðnum. Ég þurfti í raun að byrja á öllu upp á nýtt, kynnast nýju fólki að hluta og læra að rata um nágrennið. Ég var samt heppin að geta sótt nám- ið áfram á sama stað, ók alltaf á milli og tók ferðin um klukku- stund." Alda segir að „Homestay"- samtökin styðji við bakið á skjólstæðingum sínum eins og þurfa þykir. Mánaðarlega haldi til dæmis fulltrúi samtakanna á hverju svæði fund með þeim. Þá er fylgst vel með því hvort allt gangi að óskum og farið sé eftir settum reglum á báða bóga. „Við erum látin fylla út eyðublað þar sem við gerum grein fyrir því hversu margar vinnustundir við höfum lagt af mörkum þann mánuðinn og gefum skýrslu um ýmislegt er varðar vistina. Ef eitthvað kemur upp á er fólki gefinn kostur á að skipta um vist allt að tvisvar sinnum á tímabil- inu.“ NÓG AÐ GERA Alda fullyrðir að henni hafi aldrei nokkurn tíma þurft að leiðast meðan á Au Pair-dvöl- inni stóð, hún hafi bæði haft nóg að starfa og verið jafn- framt í daglegu sambandi við kunningja sína. „í nágrenninu voru margar stelpur frá öðrum Evrópulönd- um sem voru þarna á sama róli og ég. Við hringdum hver í aðra reglulega og hittumst oft. Reyndar voru örfáir strákar þarna líka sem Au Pair. Ég hafði ágætan frítíma, bæði á kvöldin og síðan um hverja helgi. Ég fékk þar fyrir utan ágætan tíma til að ferðast og skoða mig um og fór meðal annars til Boston, New York og Washington DC.“ Að lokum er Alda spurð að því hvað ársdvölin í Banda- ríkjunum hafi gefið henni. „Mér finnst ég hafa öðlast skemmtilega reynslu á þess- um tíma og hana hefði ég ekki viljað fara á mis við. Sjóndeild- arhringur minn hefur stækkað að mun, meðal annars af því að ég kynntist því hvernig fólk hefur það í Bandaríkjunum auk þess sem ég ferðaðist mikið og umgekkst margt skemmtilegt fólk. Það varð mér líka til happs að ég þykist hafa fundið það sem ég hef áhuga á að læra, tölvufræði." 30 VIKAN 7. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.