Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 28

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 28
TEXTI: HJALTI JÓN SVEINSSON AU PAIR í BANDARÍKJUNUM MIKILL ÁHUGIMEÐAL ÍSLENSKRA UNGMENNA < Alda Guömundsdóttir er nýkomin heim ettir ársdvöl í Bandaríkjunum. Hér er hún stödd við frelsisstyttuna i New York. Utþrá Islendinga hefur löngum veriö mikil - þó svo að oft hafi verið ýmsum vandkvæöum bundið að komast til annarra landa. Á þjóðveldistímanum ríkti vel- megun í landinu og þá þótti enginn þóndasonur maður með mönnum nema hann væri sigldur fljótlega eftir að hann hafði slitið barnsskónum. Þegar harðna tók í ári, óöld ríkti eða kúgun erlendra kon- unga, var sultarólin hert og á tímabili áttu íslendingar engin hafskip sem borið gátu þá til fjarlægra landa. Ungt fólk á okkar dögum víl- ar ekki fyrir sér að stíga upþ í flugvél og fljúga til framandi heimsálfa. Æ algengara er líka að verða að tveir eða fleiri unglingar í framhaldsskóla taki sig saman á sumrin og bregði sér í mánaðarreisu með lest um Evrópu. Farang- urinn er þá aðeins einn bak- poki og svolítið skotsilfur. Um langt skeið hefur ungu fólki á aldrinum 18-25 ára gefist kostur á því að dvelja um stundarsakir erlendis með því að gerast „Au Pair“ í nokkrum helstu nágrannalöndum okk- ar. í því felst að við- komandi dvelur f eitt ár hjá fjöl- skyldu. Hann eða hún að- stoðar við barna- gæslu Au pair-samtökin stuðla að því að efia kynni og samskipti bandarískra heimila og evrópskra ungmenna. og önnur heimilisstörf sem til falla. I staðinn fær sá hinn sami greiddar ferðir, vasapen- inga vikulega og ýmislegt fleira. Bandaríkjunum og starfað á ólöglegan hátt í raun og veru. Samtök þau sem hafa um- boðsmenn hér á landi eru ann- ars vegar „Au Pair in America" og hips vegar „Au Pair Home- stay USA“. Þessir aðilar bjóða umsækjendum upp á það sem mestu máli skiptir - öryggi - fyrst og fremst. Öryggið er þá meðal annars fólgið í þvi að samtökin vinna á alþjóðlegum grunni og greiða fyrir umsækj- endum frá fjölmörgum Evrópu- löndum. Hið mikla umfang starfseminnar gerir þeim síðan kleift að hafa öfl- ugt net í sjálfum Bandaríkjunum og er þaö meðal annars fólgið í því aö þau hafa tengiliði í á annað hundraö borgum í þessu stóra landi. En samtökin gera fleira en að stuðla að samskipt- um Evrópu- þjóða og Bandaríkja- manna á þennan hátt. Þau leggja líka áherslu á að unga fólkið noti hluta af tíma sínum í hinu nýja landi til þess að mennta sig í einhverju því sem tengist áhugasviði hvers og eins. Þess vegna er gata þeirra greidd sem sækja vilja til dæmis kvöldskóla og þar fram eftir götunum. Umsækjendur þurfa að upp- fylla eftirfarandi kröfur meðal annarra: að vera á aldrinum 18-25 ára, búa yfir góðri enskukunnáttu, hafa bílpróf, vera barngóðir og vanir börn- um og vera reiðubúnir að dvelja í Bandaríkjunum í heilt ár. Þar að auki þurfa þeir að standa sig vel í viðtali við full- trúa samtakanna og hafa til að bera þann persónuleika sem samtökin telja að uppfylli þær kröfur sem bandarískar fjöl- skyldur gera til Au Pair. Þeir sem áhuga hafa geta haft samband við umboðs- menn fyrrgreindra samtaka: „Au Pair in America": Linda Hallgrímsdóttir, s. 91-61183 „Au Pair Homestay USA“: Arnþrúður Jónsdóttir, s. 91- 622362 SJÁ VIDTAL VID ÖLDU GUÐMUNDSDÓTTUR Á NÆSTU OPNU. TVENN SAMTÖK Á ÍSLANDI Um þessar mundir starfa tveir aðilar hér á landi sem hafa milligöngu um að ráöa „Au Pair" Bandaríkjanna. Það var ekki fyrr en fyrir fáum árum að á- kveðnum samtökum var heimilað að stunda starfsemi af þessu tagi og um leið var þeim gert kleift að út- vega evrópsk- um ung- mennum vegabréfs- áritun sem heimilaði við- komandi að starfa í eitt ár sem Au Pair. Fram að því höfðu fjölmörg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.