Vikan


Vikan - 02.04.1992, Side 28

Vikan - 02.04.1992, Side 28
TEXTI: HJALTI JÓN SVEINSSON AU PAIR í BANDARÍKJUNUM MIKILL ÁHUGIMEÐAL ÍSLENSKRA UNGMENNA < Alda Guömundsdóttir er nýkomin heim ettir ársdvöl í Bandaríkjunum. Hér er hún stödd við frelsisstyttuna i New York. Utþrá Islendinga hefur löngum veriö mikil - þó svo að oft hafi verið ýmsum vandkvæöum bundið að komast til annarra landa. Á þjóðveldistímanum ríkti vel- megun í landinu og þá þótti enginn þóndasonur maður með mönnum nema hann væri sigldur fljótlega eftir að hann hafði slitið barnsskónum. Þegar harðna tók í ári, óöld ríkti eða kúgun erlendra kon- unga, var sultarólin hert og á tímabili áttu íslendingar engin hafskip sem borið gátu þá til fjarlægra landa. Ungt fólk á okkar dögum víl- ar ekki fyrir sér að stíga upþ í flugvél og fljúga til framandi heimsálfa. Æ algengara er líka að verða að tveir eða fleiri unglingar í framhaldsskóla taki sig saman á sumrin og bregði sér í mánaðarreisu með lest um Evrópu. Farang- urinn er þá aðeins einn bak- poki og svolítið skotsilfur. Um langt skeið hefur ungu fólki á aldrinum 18-25 ára gefist kostur á því að dvelja um stundarsakir erlendis með því að gerast „Au Pair“ í nokkrum helstu nágrannalöndum okk- ar. í því felst að við- komandi dvelur f eitt ár hjá fjöl- skyldu. Hann eða hún að- stoðar við barna- gæslu Au pair-samtökin stuðla að því að efia kynni og samskipti bandarískra heimila og evrópskra ungmenna. og önnur heimilisstörf sem til falla. I staðinn fær sá hinn sami greiddar ferðir, vasapen- inga vikulega og ýmislegt fleira. Bandaríkjunum og starfað á ólöglegan hátt í raun og veru. Samtök þau sem hafa um- boðsmenn hér á landi eru ann- ars vegar „Au Pair in America" og hips vegar „Au Pair Home- stay USA“. Þessir aðilar bjóða umsækjendum upp á það sem mestu máli skiptir - öryggi - fyrst og fremst. Öryggið er þá meðal annars fólgið í þvi að samtökin vinna á alþjóðlegum grunni og greiða fyrir umsækj- endum frá fjölmörgum Evrópu- löndum. Hið mikla umfang starfseminnar gerir þeim síðan kleift að hafa öfl- ugt net í sjálfum Bandaríkjunum og er þaö meðal annars fólgið í því aö þau hafa tengiliði í á annað hundraö borgum í þessu stóra landi. En samtökin gera fleira en að stuðla að samskipt- um Evrópu- þjóða og Bandaríkja- manna á þennan hátt. Þau leggja líka áherslu á að unga fólkið noti hluta af tíma sínum í hinu nýja landi til þess að mennta sig í einhverju því sem tengist áhugasviði hvers og eins. Þess vegna er gata þeirra greidd sem sækja vilja til dæmis kvöldskóla og þar fram eftir götunum. Umsækjendur þurfa að upp- fylla eftirfarandi kröfur meðal annarra: að vera á aldrinum 18-25 ára, búa yfir góðri enskukunnáttu, hafa bílpróf, vera barngóðir og vanir börn- um og vera reiðubúnir að dvelja í Bandaríkjunum í heilt ár. Þar að auki þurfa þeir að standa sig vel í viðtali við full- trúa samtakanna og hafa til að bera þann persónuleika sem samtökin telja að uppfylli þær kröfur sem bandarískar fjöl- skyldur gera til Au Pair. Þeir sem áhuga hafa geta haft samband við umboðs- menn fyrrgreindra samtaka: „Au Pair in America": Linda Hallgrímsdóttir, s. 91-61183 „Au Pair Homestay USA“: Arnþrúður Jónsdóttir, s. 91- 622362 SJÁ VIDTAL VID ÖLDU GUÐMUNDSDÓTTUR Á NÆSTU OPNU. TVENN SAMTÖK Á ÍSLANDI Um þessar mundir starfa tveir aðilar hér á landi sem hafa milligöngu um að ráöa „Au Pair" Bandaríkjanna. Það var ekki fyrr en fyrir fáum árum að á- kveðnum samtökum var heimilað að stunda starfsemi af þessu tagi og um leið var þeim gert kleift að út- vega evrópsk- um ung- mennum vegabréfs- áritun sem heimilaði við- komandi að starfa í eitt ár sem Au Pair. Fram að því höfðu fjölmörg

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.