Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 34

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 34
A „Viðætl- um líka að prófa að búa saman I Istanbul og ef það geng- ur jafnvel og hér þá mun- um við að öllum líkind- um gifta okk- ur og setjast þar að til frambúðar." höfðu fallist á að spjalla við blaðamann ef það mætti kannski verða til þess að les- endur Vikunnar fengju tæki- færi til þess að kynnast við- horfum þeirra. „í Tyrklandi eru sextíu milljónir íbúa og leitt er að einn þeirra skuli hafa komið svo illa fram hér á landi," segir Hakan. Þau kynntust í hljómplötu- verslun í Istanbul þar sem hann starfaði. Fósturfjölskylda Heklu bjó í næsta nágrenni og þess vegna lá leið hennar þangað einn góðan veðurdag. „Hún kom fyrst til þess að kaupa sér segulbandssnældur og við tókum tal saman. Okkur varð fljótt vel til vina og fyrr en varði vorum við orðin ástfang- in,“ segir Hakan á ensku til skýringar. Hann hefur lært töluvert í íslensku og getur bjargað sér en kveðst fremur vilja tala ensku ef blaðamanni er sama. Hekla dvaldi sem skiptinemi í eitt ár í Istanbul f Tyrklandi. „Til stóð að ég færi til Banda- ríkjanna á vegum skiptinema- samtakanna AFS en þar reyndist ekki vera nein fjöl- skylda handa mér. Þegar það varð Ijóst var ég spurð að því hvernig mér litist á að fara til Tyrklands. Ég tók því tilboði strax þó auövitað væri landið framandi og ég vissi lítið sem ekkert um það. Mér fannst al- veg tilvalið að prófa eitthvaö nýtt og spennandi og lét slag standa." ISTANBUL SKEMMTILEG BORG „Þetta var svo sem ekkert öðruvísi en ég hafði búist við. Reyndar hafði ég ekki gert mér neinar grillur en mér fannst þetta mjög skemmtilegt frá fyrstu tíð. Auðvitað er mannlífið um margt ólíkt því sem við eigum að venjast. Fyrst í stað var ég hjá fjöl- skyldu sem bjó svolítið út úr og þar fékk ég ekki að gera mikið upp á eigin spýtur. Ég mátti til dæmis aldrei yfirgefa húsið eftir klukkan sex á kvöldin. Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum aö þessu leyti. Ég byrjaði fljótlega í skólanum þar sem ég kynntist stúlku sem ég síðan flutti til. Fjölskyldan hennar var mjög frjálslynd og við þetta jókst frelsi mitt til mikilla muna. Þeir Tyrkir sem ég kynntist voru bara ósköp venjulegt fólk, hresst og skemmtilegt. Unga fólkið skemmtir sér samt á annan hátt en hér, til dæmis hittist það ekki í stórum hópum á kvöldin um helgar og fer á fyllirí. Slíkt sér maður ekki. Þess ber samt að geta að þó svo að áfengisneysla sé bönn- uð meðal múhameðstrúar- manna er þess neytt í nokkr- um mæli en þannig aö mjög varlega er farið með það. Þess vegna sér maður aldrei vín á nokkrum manni. Á diskótekum verður maður þess ekki var að verið sé að neyta áfengis þó einhverjir kynnu að hafa gert það. Istanbul er mjög skemmtileg borg að mínum dómi. Þar er allt af öllu og ævinlega mikið um aö vera. Mér var tekið mjög vel á sínum tíma og eignaöist strax góðan kunn- ingjahóp. Fyrsta daginn minn í skólanum komu krakkarnir til mín og spurðu mig spjörunum úr. Þeir voru mjög opnir og ég var fljót að kynnast þeim. Ég gat ekki tekið mikinn þátt í sjálfu náminu því ég skildi ekkert í fyrstu. Ég þurfti heldur ekki að mæta í skólann nema þegar ég vildi og eftir aö ég kynntist Hakan hélt ég mikið til í plötubúðinni hjá honum. Ég var í nokkurn tíma að venjast tyrkneskri tónlist og læra að meta hana. Innan skamms var mér farið að þykja hún mjög skemmtileg og ég hlusta mjög gjarnan á hana." EKKI STRANGTRÚAÐUR Á meöal strangtrúaðra múhameðstrúarmanna, eins og til dæmis í íran og sums staðar í Tyrklandi, eru sam- skipti kynjanna talsvert öðru- visi en viðgengst í hinum vest- ræna heimi. Það er viðtekin skoðun Vesturlandabúa að konur í löndum þessum megi sín einskis og megi til dæmis ekki láta sjá sig á almannafæri nema huldar klæðum og klút- um svo rétt glittir i augun. Hekla er spurð um reynslu sína í þessum efnum í stór- borginni Istanbul. „Samskipti kynjanna, þar sem ég þekki til, eru lítið frá- brugðin því sem við þekkjum hér heima. Ég bjó ekki innan um strangtrúarfólk sem oft er lítið menntað og íhaldssamt. Það býr yfirleitt í afskekktari héruðum landsins, til dæmis i austurhlutanum. Aðstæðurnar hjá seinni fjölskyldu minni voru til dæmis þannig að hjónin voru skilin og viðhorf þeirra til lífs og tilveru voru ekki ósvip- uð skoðunum foreldra minna. Það sem mér fannst aftur á móti áberandi að þessu leyti í Tyrklandi var aö langflestar konur eru heimastarfandi og því eru karlar nær einráðir á vinnumarkaðinum." „HVAÐ ERTU AÐ HUGSA?“ Hakan fylgist með samræðun- um og stingur inn athuga- semdum öðru hverju. Hann virðist skilja meira í íslensk- unni en hann vill vera láta. Hann er spurður að því hvern- ig honum hafi þótt að koma til íslands. „Fyrst þegar ég kom hingað dvaldist ég hér aðeins um eins mánaðar skeið. Það var svo ekki fyrr en um hálfu ári síðar sem ég settist hér að. Ýmis- legt kom mér svolítið spánskt fyrir sjónir en mér brá þegar ég sá drukkið fólk úti á götu í fyrsta skipti. Ég varð í raun svolítið vandræðalegur og vissi ekki hvernig ég átti að vera innan um það.“ Aðspurður um það hvort hann hafi orðið fyrir aðkasti vegna uppruna síns segir hann að slíkt sé afar sjaldgæft. „Það gerist helst ekki nema kannski þegar ég hitti drukkið fólk á skemmti- stöðum, sem segir mér þá að hypja mig heim til Tyrklands." Hver skyldu vera viðbrögð fólks þegar það kemst að raun um að ung og lagleg Reykja- víkurmær er í tygjum við Tyrkja - einn af þeim kynstofni sem hefur heldur betur verið í sviðsljósinu hér á landi að undanförnu og ekki af góðu. „Þegar kunningjar mínir, sem ég hef kannski ekki séð lengi, spyrja mig hvað ég sé að gera og hvernig högum mínum sé háttað bregður þeim óneitanlega þegar ég segist búa með ungum manni frá Tyrklandi. Ég er oft spurð að því hvað ég sé eiginlega að hugsa, hvort ég vilji eiga það á hættu að hann steli jafnvel börnunum mínum. Mér finnst leiðinlegt gagnvart manni mín- um þegar svona lagað kemur upp. Ég treysti honum fullkom- lega og þykir leitt að vita af þessum fordómum. Við erum ekki í giftingarhug- leiðingum í bili og börn eru heldur ekki á dagskránni hjá okkur. Við gerum ekki ráð fyrir skilnaði fremur en annað ást- fangið fólk sem er að hefja búskap. Auðvitað er skilnaður foreldra alltaf erfiður fyrir börn en við slíku verður að bregð- ast á skynsamlegan hátt og eftir aðstæðum hverju sinni." TIL TYRKLANDS Hekla og Hakan segjast ætla að vera hér heima næstu tvö til þrjú árin en að því búnu hyggjast þau flytja til Tyrklands. „Við ætlum líka að prófa að búa saman í Istanbul og ef það gengur jafnvel og hér þá munum við aö öllum líkindum gifta okkur og setjast þar að til frambúðar. Hakan mun starfa hjá fjölskyldufyrir- tækinu. Móðir hans er skóla- kennari og faðir hans lög- fræðingur og stjórnar hann fyrirtækinu sem starfar á sviði fataframleiðslu og stundar um- talsverðan útflutning." Hekla kveðst geta talað svo- litla tyrknesku, sem sé mjög erfitt mál, eftir að hafa dvalið í ár í Istanbul. Hún segist hafa lært mest á síðustu þremur mánuðunum. Hún hlakkar til að koma aftur til landsins og er bjartsýn á að málakunnáttan muni margfaldast á stuttum tima þar eð hún sé komin það vel af stað. „í fyrstu mun ég vafalaust vinna í fjölskyldufyr- irtækinu. Ég hefði hins vegar áhuga á að vinna við ferða- þjónustu og leiðbeina erlend- um ferðamönnum sem til Tyrk- lands koma.“ Hvað segja foreldrar Heklu um þennan ráðahag? „Foreldrum mínum líst mjög vel á hann. Bróðir minn og móðir heimsóttu mig til Ist- anbul á sínum tíma og kynnt- ust Hakan þá og fjölskyldu hans. Móður minni brá óneit- anlega þegar ég hringdi í hana og tjáði henni að við værum búin að trúlofa okkur. Faðir minn tók þessu með jafnaðar- geði og sagði sem svo að stelpan vissi örugglega hvað hún væri að gera. Mæður okk- ur beggja hugsuðu þannig að nú misstu þau barnið sitt til fjarlægs lands. Slíkt gerist ævinlega þegar ungt fólk frá sitt hvoru landinu verður ást- fangið." □ 34 VIKAN 7. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.