Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 40

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 40
„Vlö eígum til að skella sima hvor á annan þegar hitnar I kolunum, en hringjum kannski aftur eftir korter eins og ekkert hafi ískorist." SPURNING HVORT STJÓRNIN... Frh. af bls. 8 minni aö hversu ágæt sem viðreisnarstjórnin hafi veriö í aö stuðla aö uppstokkun íslensks samfélags á mörgum sviöum þá var hún södd lífdaga þegar leið aö lokum. Ég sé nú ekki öll þessi viöreisnarár í jafnmiklum Ijóma og margir í flokknum vilja vera láta. ÆTLAÐI EKKI í FRAMBOÐ Gunnlaugur var fyrst kjörinn á þing 1978, þá 26 ára gamall. Hann sat þá á Alþingi samtímis bróður sínum, Finni Torfa, sem jafnframt hafði komiö við sögu bæjarmála í Hafnarfirði sem varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil, 1974 til 78. - Ég var ákveðinn í því, þegar ég varð prestur austur á landi, að ég ætlaði ekki að taka beinan þátt í stjórnmálum, segir Gunn- laugur. - Og ég var jafnákveðinn í því haustið 1990, þegar ég var spurður hvort ég vildi ekki fara í framboð og taka að mér forystu fyrir lista Alþýðuflokksins á Austurlandi. Ég taldi það þá af og frá. En það réð ef til vill úrslitum að all- margir komu að máli við mig og bentu mér á að það væri líka ábyrgðarhlutur að segja nei, ef það kynni að verða möguleiki að flokkurinn eignaðist þingmann i kjördæminu. Sumum kann að finnast óviðeigandi að prestar séu að skipta sér af stjórnmálum, þeir eigi að standa utan og ofan við stjórnmál og dægurþras. Fer það saman að vera guðsmað- ur og stjórnmálamaður? - Já, prestur ætti að hafa miklu hlutverki að gegna á þingi. Hann á að þekkja hinar mann- legu hliðar lífsins vel og er jafnan í nánu sam- bandi við fólk vegna eðli starfans. Ég held að slík þekking og reynsla geti komið að góðu gagni í þingstörfunum, sérstaklega andspænis sívaxandi kerfishyggju, sem hefur æ meiri áhrif á gang þjóðmála. Hvað varð til þess að hafnfirski kratinn Gunnlaugur Stefánsson hóf að nema guð- fræði? - Ég hóf fyrst nám í þjóðfélagsfræði í Há- skólanum. Ég var alltaf staðráðinn í að læra einhver mannlífsfræði. Mér líkaði ekki í þjóð- félagsfræðinni og sinnti náminu heldur ekki nógu vel vegna annarra starfa. Eftir þetta ár í þjóöfélagsfræðideildinni fórum við Sjöfn ásamt nýfæddum syni okkar austur á Hornafjörð og kenndum þar einn vetur. Og það er svo skrítið að þegar ég kem suður aftur eftir þennan vetur þá er ég staðráðinn í að fara í guðfræði. Sjöfn byrjaði í guðfræði sama árið og ég lauk námi og útskrifaðist svo fimm árum seinna. Hún er sóknarprestur á Djúpavogi, í næsta prestakalli við mig. Finnur Torfi, eldri bróðir þeirra bræðra, sneri sér alfarið að tónlist eftir starfsferil sem lög- fræðingur og þingmaður. Eru þeir Gunnlaugur og Guðmundur Árni ekkert í músík? Guðmundur Árni gefur lítið út á þaö, segist þó geta lesið nótur og glamrað á píanó. - Ég var í lúðrasveit í þrjú ár i barnaskóla og svo í Lúðrasveit Hafnarfjarðar í að minnsta kosti tvo vetur og lék á althorn, segir Gunnlaugur. - Ég bý að tónlistarnáminu og það kemur að góðu gagni í prestþjónustunni. En skyldi tónskáldið FinnurTorfi fara í pólitík á ný? - Finnur Torfi hefur sest að á Tungufelli í Lundarreykjadal í Borgarfirði, segir Gunnlaug- ur. - Hver veit nema hann taki aftur þátt í stjórnmálum í nýju kjördæmi? Yngsti bróðirinn, Ásgeir Gunnar, er líka mjög áhugasamur jafn- aðarmaður og virkur í starfi. Hann gæti einnig átt eftir að láta að sér kveða! VILDI VINSTRI STJÓRN Móðir ykkar, Margrét Guömundsdóttir, steig í pontu í fyrsta sinn í vor og flutti kröftug skila- boð frá ykkur þegar stjórnarmyndun stóð sem hæst. - Líklega er það rétt að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún fór í ræðustól og talaði yfir hópi fólks, segir Guðmundur. - En meiri áróð- ursmaður er vandfundinn. Hún er geysilega pólitísk og sennilega pólitískust af öllum í fjöl- skyldunni - mikil baráttukona í prófkjörum og fyrir allar kosningar. Á þessum fundi bar svo við að ég var í útlöndum á vegum bæjarins og Gunnlaugur fyrir austan. Viðeyjarfundir voru tíðir á þessum tíma. Ég var þeirrar skoðunar - og er enn - að það hefði verið einnar messu virði og í raun eðlileg afleiðing kosningaúrslita að þáverandi stjórnarflokkar, Framsóknar- flokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, hefðu farið yfir stöðu mála og freistað þess að halda stjórnarsamstarfinu áfram enda var það upplegg Alþýðuflokksins og frambjóðenda hans í kosningabaráttunni. Að kasta þessu fyr- ir róða, án þess að láta á reyna, fannst okkur óðs manns æði. Það voru þessi skilaboð sem móðir okkar flutti á þessum fundi. Eftir að tekin var um það ákvörðun á lýð- ræðislegan hátt í flokksstjórn Alþýðuflokksins að ganga til þessa stjórnarsamstarfs þá ákvað ég að styðja þessa stjórn til góðra verka og mun halda áfram að gera það svo lengi sem ég tel það unnt samvisku minnar vegna. - Ég var mjög ákveðið þeirrar skoðunar að það hefði átt að reyna til þrautar að mynda vinstri stjórn, segir Gunnlaugur. - Vinstri stjórnar möguleikinn var ekki reyndur og það taldi ég ábyrgðarhlut. Niðurstaðan varð síðan sú að „viðreisn" varð ofan á og eftir að meiri- hlutavilji í þingflokki Alþýðuflokksins hafði birst um það bar mér skylda til að reyna aö starfa innan þeirrar stjórnar af heilum hug, til þess að köma fram þeim málum sem ég tel að Alþýðu- flokkurinn og jafnaðarmannahreyfingin standi fyrir og eigi að standa og falla með. Guðmundur Árni: - Ég dreg ekki dul á það að svipmót þessarar stjórnar er mér lítt að skapi og mér finnst vanta á að grundvallarsjón- armiða jafnaðarmanna gæti í verkum og stefnumiðum hennar. Það hefði líka mátt standa öðruvísi og betur að því sársaukafulla endurmati á þjóðfélagssamsetningu okkar sem nú fer fram. Mér finnst vanta hin mann- eskjulegu viðhorf í störf og stefnu þessarar stjórnar. Því er hægt að breyta, án þess að stjórnin þurfi að fara frá. Gunnlaugur: - Það er því miður alltof ríkj- andi einkenni orðið á þjóðfélaginu að kerfis- bundnir kontóristar og sérfræðingar ríkisins í Fteykjavík hafa mikil völd og gleyma fólkinu, meðan þeir eru að reikna út hagstærðirnar sín- ar og setja inn í lagafrumvörpin. Það skortir í raun og veru orðiö þekkingu á lífskjörum fólks í landinu, þegar verið er að taka ákvarðanir um mikilvæg málefni. Stjórnmál fjalla fyrst og síð- ast um fólk og kerfin eiga að þjóna fólkinu. Skrifræði og miðstýring eflist samt í öllu frelsis- talinu og þessi þróun bitnar verst á lands- byggðinni. FJÁLSHYGGJAN AÐ SLIGA KRATA? Situr ríkisstjórnin út kjörtímabilið? - Ég veit það ekki, segir Gunnlaugur og dregur seiminn. - Ég held að þetta ár skeri úr um það. Hvaða ríkisstjórn sem hefði komist til valda hefði orðið að skera niður, nema hún hefði ýtt þjóðarbúinu út í gjaldþrot. Svo er spurningin alltaf, hvar á að skera. Ég fer ekkert dult með það að ég vildi að farið yrði út í nýja tekjuöflun og taldi ýmsar leiðir færar í því efni, til dæmis fjármagnsskatt og tímabundinn há- tekjuskatt. Með því móti hefði ekki þurft að fara út í svona mikinn niðurskurð. Ég vildi fara hægar í sakirnar og setja fram áætlun um að ná ríkissjóðshallanum niður á fjórum árum i stað tveggja eins og nú er gert ráð fyrir. Ftíkis- stjórnin ætlaði sér að ná hallanum niður á 40 VIKAN 7. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.