Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 36

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 36
ÉGREYNIAÐ, FORÐAST KYNUf Kæri sálfrædingur. Ég var að lesa siðustu Viku og sá að þú ræddir þar um kynlíf og ákvað að skrifa þér. Mér finnst svo oft rætt um vanda kvenna í kynlífi en lítið rætt um vanda karla. Það er oft taiað um að konur fái ekki fullnægingu en ég hef aldrei heyrt talað um að karlar fái ekki fullnægingu. Mér finnst þó oft að ég fái ekki fullnægingu, jafnvel þó konan min fái hana og þó ég fái sáðlát. Mér finnst stund- um að sáðlátið komi of snemma eða að óvörum en það er ekki alltaf. Mér finnst bara að ég fái ekki fullnæg- ingu. Ekki svona djúpa, al- gleymisfullnægingu sem ég fæ stundum og sérstaklega áður fyrr. Ég hef reynt að ræða þetta við konuna en hún á erfitt með að ræða þetta og einnig á ég erfitt með það því mér finnst þetta vera mitt vandamál og ég eigi að geta leyst þetta sjálfur. Miðað við það sem þú talaðir um síðast finnst 36 VIKAN 7. TBL. 1992 mér vera mögulegt að ég hugsi of mikið um að konan mín njóti kynlífsins, en ég er bara ekki viss um hvað ég geti gert i málinu. Stundum er rætt um að konur forðist kynlíf með því að segjast vera illa upp- lagðar eða fara snemma eða seint i rúmið og vera með höfuðverk. Stundum stend ég sjálfan mig að svipuðum hlutum. Ég reyni að forðast kynlíf. Og þar sem konan mín hefur ekki mikið frum- kvæði í kynlífi kemur oft fyrir að kynlíf dettur niður í langan tima hjá okkur og ég næstum gleymi þessum þætti í lífinu. Mér finnst þetta mjög óeðlilegt og að það hljóti að vera eitthvað að mér. Hvað get ég gert í málinu? Kæri karlmaður. Þú kemur hér inn á þátt sem ekki er mikið ræddur opinber- lega en það er kynlífsþreyta karlmanna. Hugmyndir al- mennings, sem mótaðar eru í gegnum ýmiss konar fjölmiðl- un og af samkeppni karla um getu til kynlífs, segja okkur að karlmenn hafi endalausa og stanslausa löngun og getu til kynlífs, þeir verði aldrei leiðir á því og það sem meira er, það geri þá hálfvitlausa því konur geti stjórnað þeim í gegnum kynlíf; vonir/tálvonir um kynlíf, kynlífssvelti, hrósyrði um kyngetu eða hæðni yfir lé- legri kyngetu. Hugmyndir al- mennings og margra karl- manna einnig eru þær að karl- menn fái alltaf fullnægingu. Jafnvel halda margir, og þar eru karlmenn engin undan- tekning, að sáðlát og fullnæg- ing sé eitt og hið sama. Karlmaður. SÁLARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM OF BRÁTT SÁÐLÁT Ein hugmyndin um kynlífið gengur út á það að maðurinn eigi að fullnægja konunni, að það sé undir manninum komið hversu mikiö eða lítið konan fær út úr kynlífinu. Þetta er að- eins að hluta til rétt eins og ég fjallaði um síðast. Þetta gerir hins vegar hlutverk karl- mannsins mjög erfitt. Trúi karl- maöur þessu og jafnframt því að sáðlát og fullnæging sé eitt og hið sama og eigi sjálfur við of brátt sáðlát að stríða er hann í vondum málum. Við töl- um um of brátt sáðlát vegna þess að sáðlátið kemur á und- an fullnægingu mannsins. Sáðlátið er því of brátt fyrir manninn. Ef hann trúir hins vegar því sem ég sagði hér að framan telur hann að umræð- an um of brátt sáðlát eigi við að sáðlátið sé of brátt fyrir konuna. Það er að vísu rétt og segir sig sjálft en hugtakið er ekki þaðan komið. Þessi mað- ur finnur því ekki að hann sjálf- ur fær ekki fullnægingu. Sú spennulosun, sem verður við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.