Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 70

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 70
sveit íslands en á henni er aö finna útgáfur Sinfóníunnar á ýmsum vinsælum dægurlög- um. Egill Ólafsson og Drauma- sveitin senda frá sér breið- skífu í október, Gunnar Þórð- arson, Síðan skein sól, Diddú og Silfurtónar lenda einnig á plast í september eða október. Feitar plötuvikur þar. í kjölfarið á þessu öllu saman kemur svo plata með Sinfóníuhljómsveit íslands og þar fá unnendur klassískrar tónlistar eitthvað við sitt hæfi. Bubbi tekur upp á Kúbu. Markaðsstjóri Skífunnar, Halldór Bachmann, lítur með bjartsýni fram á veginn. „Ég get ekki séð annað en útlitið sé mjög bjart. Það er mikið um að vera og við komum til með að sinna fullt af hlutum sem ekki hefur verið sinnt hingað til, svo sem dauðarokki og annarri tónlist sem fólk heyrir kannski ekki dags daglega í útvarpinu. Við lítum framtíöina björtum augum og það er fullt af eyrnakonfekti sem plötu- kaupendur eiga von á.“ '!Í5í - ✓---- Siðan skein sól sendir frá sér nýja plötu en síðasta plata sveitarinnar var Klikkað og kom út fyrir um ári. (Mynd: G.H.Á) GEISLAVIKRIR Á GEISLADISK Hjá Steinum hf. er fyrst á dagskrá plata Blúskompanís- ins (sjá Vikan 5. tbl.). Kuran Swing, Szymon Kuran, Ólafur Þórðarson, Magnús Einarsson og Þórður Högnason, senda frá sér sína fyrstu plötu nú í vor og Örvar Kristjánsson kemur til með að þenja nikk- una eins og honum einum er lagið. Sálin hans Jóns míns, Nýdönsk og Bubbi gefa út á árinu en Bubbi mun taka sína plötu upp á Kúbu I samvinnu við sænska takkasnillinginn Christian Falk sem einnig var upptökustjóri á plötunum Nótt- in langa (1989) og Sögur af landi (1990). Sigrún Eðvalds- dóttir sendir frá sér aðra plötu sína, Gunnar Guðbergsson tenórsöngvari syngur islensk einsöngslög inn á plötu á þessu ári, barnaplatan Stóru börnin II er í bígerð og vænt- anleg er plata með minningar- Kuran Swing sendlr frá sér sína fyrstu plötu í vor. tónleikunum um Karl Sig- hvatsson, svo eitthvað sé nefnt. Geysilegt magn af endurút- gáfum (á geisladiskum að sjálfsögðu) er á dagskrá hjá Steinum og áætlaður titlafjöldi um fjörutíu. Þetta er tónlist sem spannar allt frá kóratón- list til dægurtónlistar af öllum gerðum. Núna i apríl kemur út ein dáðasta rokkplata seinni tíma á íslandi, Geislavirkir með Utangarðsmönnum. Þar á eftir fylgja svo Sturla með Spilverki þjóðanna og fyrsta plata Hins íslenska Þursa- flokks, einnig Silfurkórinn með plötuna 40 vinsælustu lög síð- ari ára. Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum, Leyndarmál Grafíkur, ímynd með Egó, Syngjandi sveittir, fyrsta plata Sálarinnar og plata Ríótríós, Á þjóðlegum nótum, koma einn- ig út á geisladiskum á næstu vikum og mánuðum. Það kom fram í samtali við Jónatan Garðarsson, útgáfu- stjóra Steina hf., að lang- stærstur hluti endurútgefins efnis færi beint inn á geisla- diskinn nánast óbreytt, þó væri allt efnið skoðað og fært í nútímalegri búning ef þurfa þætti, til dæmis suð og rispur fjarlægt eins og kostur væri. „Við hlustum alltaf á þetta og hlutirnir er frískaðir uþþ eins og kallað er. Það sem heyrðist á plötu í gamla daga verður aldrei eins á geisla- diski, hljómurinn verður ekki sá sami enda um aðra tækni að ræða. Meginreglan hjá okk- ur er að reyna að gera heldur minna en meira við efnið. Það er ekki um það að ræða að gera alvarlegar breytingar og við forðumst eins og heitan eldinn að endurhljóðblanda tónlistina. Mitt mat er að ef „masterinn" hljómar vel eigi að notast viö hann eins lengi og mögulegt er.“ - Síðasta sumar var ís- lenskt tónlistarsumar. Áttu von á svipuðu átaki á sumri kom- anda? „Já, ég á von á því, þó svo að ég geti ekki fullyrt það. Mér fyndist mjög æskilegt að farið væri af stað með slíkt átak aftur. Það er, að ég held, fullur vilji hjá mönnum að standa fyr- ir öðru svona átaki. Þetta tókst vel í fyrra. Ég held að bæði al- menningur og flytjendur séu sammála um að það sé af hinu góða að halda þessu átaki í gangi þvi þessi bransi þrífst ekki bara á jólunum, þaö segir sig sjálft," sagði Jónatan Garðarsson að lokum. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.