Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 8

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 8
Gunnlaugur situr á þingi í miöri viku en fer austur í Breiðdal um hverja helgi til að sinna sóknarbörnum sínum. Guðmundur Árni hefur skyggnst um gættir á Alþingi sem varaþingmaður, - og vafalítiðá hann eftir að láta meira til sín taka á þeim vettvangi. dul á þaö aö ég er ekki hlutlaus í þessum efn- um því aö ég þekki þennan málaflokk býsna vel. Með því aö byggja upp íþróttamannvirki og skapa aðstööu fyrir keppnisfólk, æskufólk og almenning, þá er hreinlega veriö aö skapa betra mannlíf. Og ég neita því ekki aö ég hef alltaf verið þess mjög hvetjandi aö þarna sé búiö vel að. Einhverjar skemmtilegar sögur úr handbolt- anum? - Þær eru auövitaö feikimargar í gegnum tíðina, segir bæjarstjórinn. - Ég var í liðinu með þeim Geir Hallsteinssyni og Gunnari Ein- arssyni, báöum afburðasnjöllum handbolta- mönnum. Þeir höföu undirbúið þaö og æft í lengri tíma aö Geir kraup í sókninni og þóttist vera aö binda skóþveng sinn en Gunnar steig upp á bakið á honum með boltann og stökk þaðan til þess aö ná meira flugi. Þeir skoruöu úr þessari fléttu og Geir lét á engu bera og spil- aöi leikinn til enda en lá í rúminu heila viku eftir skófarið sem á bakinu var! Svo var auövitað deilt mikið um það eftir leikinn hvort þetta væri löglegt en dómararnir höfðu ekki séö þetta fyrr og vissu ekki hvernig ætti aö taka á þessu. Gunnlaugur, af hverju hættir þú svona snemma í handboltanum? - Ég hugsa aö það hafi ráðiö úrslitum að ég kynntist konunni minni, Sjöfn Jóhannesdóttur, á þessum tíma og hún bjó í Reykjavík. Kröf- urnar í handboltanum og sérstaklega þessum hópi voru einfaldlega svo miklar að það fór ekki saman að vera í tilhugalífinu, ástfanginn af fallegri stúlku úr Reykjavík, og ætla sér svo að stunda æfingarsjö eöa átta sinnum í viku. - Nú hlýtur þú aö spyrja hvernig ég hafi far- ið að því aö sameina þetta, segir Guðmundur og brosir breitt. - Var þetta ekki jafntímafrekt hjá mér? Ég kynntist nefnilega konunni minni, Jónu Dóru Karlsdóttur, á svipuöum aldri og Gunnlaugur en hún var reyndar handbolta- kona og hafði því kannski meiri skilning á þessu. Ég hætti í þessari höröu keppni meö FH-ingum 25 ára en fór þá suður í Sandgerði sem þjálfari og leikmaður i fjögur ár. Síöan hef ég haldið áfram að leika með gömlum félögum og geri enn. - Þegar maður hugsar til baka þá er mér minnisstætt „boltalífið" sem við áttum saman í æsku á Svínatúni, segir Gunnlaugur. - Svína- tún var sparkvöllur og það má eiginlega heita að þar höfum við Guðmundur alist upp, í grennd við heimili okkar við Arnarhraun. Þarna vorum við öllum stundum, með bolta á tánum eða í höndum. Þarna voru tvö mörk og á milli þeirra var gamall uppgróinn kartöflugarður, all- ur í hæðum og hólum. Frá þessum stað eigum við margar minningar. - Þegar ákveðið var á sínum tíma að leggja Svínatúnið undir byggingasvæði voru mót- mæli mjög kröftug af hálfu okkar Gunnlaugs og fleiri úr hverfinu, segir Guðmundur Árni. - Þá var safnað undirskriftum og mótmæli höfð í frammi gagnvart bæjaryfirvöldum, en við töpuðum þeim slag. GANGURINN HANDBOLTAVÖLLUR Fyrir fáeinum árum kom til mín átta ára strákur og sagði að það þyrfti sparkvöll í hverf- ið sitt. Ég benti honum á að þar væri malarvöll- ur en hann vildi grasvöll. Og stráksi setti mér eiginlega afarkosti. Hann sagði að minnstur vandinn væri að safna undirskriftum en það væri betra að við leystum þetta mál okkar á milli áður en til þess kæmi! Talið berst aftur að æskuárum þeirra bræðra. Gunnlaugur segir að þeir hafi verið mjög samrýmdir, þrátt fyrir þriggja ára aldurs- mun. Þeir voru líka mjög félagslyndir og stund- um var hálft hverfið samankomið i handbolta á ganginum á heimili þeirra. - Gangurinn var handboltavöllur, segir Gunnlaugur. - Við skutum þar á mark dögum saman og ég er hissa á því að hurðin að her- berginu mínu skuli hafa enst svo lengi sem raun bar vitni. En ég held að allar myndir, sem reynt var að hengja þarna á veggi, hafi ein- hvern tíma fallið í gólfið og brotnað. Og ég undrast umburðarlyndi foreldra okkar - að hafa þolað okkur þennan hávaöa og atgang, því að stundum var skipt í lið á mjóum gangin- um! Svo eyddum við heilu dögunum í spurn- ingaleikjum með krökkunum í hverfinu. Viðfór- um líka í koddaslag sem var uppáhaldsleikur- inn minn því að ég vann Guðmund alltaf í koddaslag. - Ég var hálfrotaður eitt sinn, skýtur Guð- mundur inn og hlær að endurminningunni, þótt eflaust hafi honum ekki verið hlátur í hug þeg- ar þetta gerðist. - Já, ég man eftir þessu, segir eldri bróðir- inn. - Það var mikill koddaslagur... Gunnlaugur neitar að hafa kúgað litla bróður - en „hann var nú skrambi aðgangsharður stundum," segir Guðmundur. - En ég átti hins vegar skjól í Snjólaugu systur okkar, sem er árinu eldri en Gunnlaugur. Hún kom stundum á sáttum þegar keyrði úr hófi fram. En yfirleitt jafnaði þetta sig fljótt og gleymdist jafnharðan. Og þannig hefur þetta alltaf verið með okkur Gunnlaug - við tökum stormasamar orrahríðir, nú með talandanum í stað kodda, en það jafn- ar sig á samri stundu. Til dæmis eigum við það til að skella síma hvor á annan þegar hitnar í kolunum en hringjum kannski aftur eftir korter eins og ekkert hafi ískorist. í FUJ 16ÁRA Hvenær kviknaði pólitískur áhugi þeirra bræðra? - Ég held að það gildi um okkur báða, segir Gunnlaugur, að við höfum verið skráðir ( FUJ í Hafnarfirði strax og við höfðum aldur til, 16 ára. Við erum uppaldir á heimili sem ekki hefur farið varhluta af stjórnmálum. Faðir okkar var bæjarstjóri í Hafnarfiröi og alþingismaður um skeið. Stjórnmálabarátan var harðvítugri þá en nú er. Hún var persónulegri og átakameiri á yfirborðinu. Við komumst ekki hjá því sem strákar að taka þátt í þessu með einum eða öðrum hætti. En voruð þið aldrei í neinni uppreisn gegn þeirri pólitík sem tekin var góð og gild í for- eldrahúsum? - Jú, þótt við værum í sama flokki og for- eldrar okkar þá fór að skilja leiðir í einstökum málum á menntaskólaárunum, til dæmis í her- stöðvamálum og utanríkismálum - og líka í ýmsum innanlandsmálum, þar sem faðir okkar vildi fara hægar en við sem vildum ganga fram með róttækari hætti. Það voru því oft býsna fjörlegar umræður á samverustundum fjöl- skyldunnar. Guömundur Árni leggur nú orð í belg: - Á síðustu árum viðreisnar og fyrstu árum átt- unda áratugarins var Alþýðuflokkurinn í tals- verðri lægð og hafði lítið fylgi. Við yngri menn í flokknum þóttumst hafa lausnir á þessari til- vistarkreppu hans og töldum að flokksforystan væri að mörgu leyti hrædd og færi fetið, í stað þess að takast á við vandann. Er eitthvað þessu likt að gerast nú? Margir telja að flokkurinn hafi fjarlægst hugsjónir sínar og fyrri stefnumál. - Það er ólíku saman að jafna, svarar Guð- mundur Árni. - Þegar þetta var hafði Alþýðu- flokkurinn verið í viðreisnarstjórninni samfleytt um tólf ára skeið. Ég held að það gildi um alla flokka í svona stöðu að þeir taka breytingum í þá veru að staðna eöa hægja á sér. En óneitanlega er afturhvarf til þessarar for- tíðar ofarlega í huga núverandi forystu Alþýðu- flokksins. Ég hef i engu breytt þeirri skoðun Frh. á bls. 40 8 VIKAN 7. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.