Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 22

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 22
PÝÐING: H.H. ____ ________________________LÍNEY LAXDAL ÞÝDDI NU GET EG EKKIMEIR - ÉG ER ORÐIN HUNDLEIÐ Á ÞESSARI FYRIRMYNDARKONU slg tígulega en ég er illa til höfð, með hárið í allar áttir og drösla á eftir mér innkaupum dagsins. Bíddu bara, fyrir- myndarkerling, þú verður út- brunnin áður en þú nærð 45 ára aldri en ég lulla áfram á helmingi minni hraða og næ því að verða áttræð! Ég reyni að hugsa ekki um að eiginlega þurfi ég að þrífa gluggana eða mig langi að fara í leikfimi í kvöld. Ég er of þreytt til að nenna því. Fyrirmyndarkonur eru ekk- ert nýtt fyrirbæri en tímarnir eru breyttir. Ég efa ekki að ömmur okkur eða langömmur hafi þekkt að minnsta kosti eina konu sem átti um og yfir tuttugu börn og þær þekktu ekki pappírsbleiur eða renn- andi vatn úr krana. Það var rétt að þær tóku sér hvíld frá grautarpottinum til að fæða næsta barn, svo héldu þær áfram vinnu sinni. Þær sungu meðan þær bjuggu til matinn og kveinkuðu sér ekki þegar þær þuftu að skola bleiurnar upp úr ísköldum læknum að vetrarlagi, með öll börnin í kringum sig og eitt enn innan- borðs. Að hugsa sér. Svo komu getnaðarvarnir á markað og við konur gátum ráðið hversu mörg börn við eignuðust. Við fengum ný og betri húsakynni, rennandi heitt vatn úr krana, þvottavél, ryk- sugu og svona mætti lengi telja upp nýtískuþægindin. Konurnar þurrkuðu af á hverj- um degi, gættu bús og barna en urðu síðan leiðar og vildu út á vinnumarkaðinn. Þær gerðu uppreisn og unnu hörð- um höndum fyrir rétti sínum, til að vera teknar gildar á at- vinnumarkaðinum, með sömu laun og karlmenn. Þá byrjaði að flæða upp úr. Menn voru vanir því að kon- urnar væru heima við „sín“ störf. Þeir slógu sér á lær þeg- ar þeir sáu í fyrsta sinn konu með skjalatösku. Það var bara eitt að gera, bíta saman tönnunum, stökkva á hringekj- una og hlaupa helst hraöar og betur en karlmennirnir. Þá gátu þeir þurrkað þetta glott af andlitinu og hana nú. Hvernig er staðan núna? Er lífið ekki orðið eitt allsherjar kapphlaup fyrir nútímakon- una? Útivinnandi mæður Hún var góð móðir, eld- heit og kynþokkafull, skilningsrfk eigin- kona, á framabraut í atvinnu- lífinu, á réttri hillu í stjórnmál- um, fór reglulegu í þrekþjálfun. Gluggarnir hennar voru ný- pússaðir, allt húsið ilmaði af hreinlæti og nýbökuðu brauði og heimalöguðu appelsínu- marmelaði - þegar sjúkrabíll- inn kom ... Kannast nokkur við þessa lýsingu? Þið ættuð að sjá svip- inn á konum sem lesa þetta. Þær verða hálfskrítnar í fram- an en brosa síðan er þær lesa sfðustu línuna! Það er ekki það að við óskum þess að ein- hver þessara fyrirmyndar- kvenna hrökkvi upp af. Ónei, þetta á að vekja umhugsun. Fyrirmyndarkonan getur líka hrokkið upp með taugaáfall. Þessi kona, sem alltaf gat bjargað öllu, gat ekki bjargað sjálfri sér... Ég er bara heiðarleg þegar ég segi að mér finnst þetta allt í lagi. Þessi fyrirmyndarkona er nefnilega eins og mara, ekki bara á mér heldur fjöldamörg- um öðrum konum. Við fáum svo til daglega að heyra af hverju við séum ekki eins myndarlegar og hún Björg. Hún sem vinnur úti, á þrjú lítil börn en hefur samt alltaf tíma til alls! Er ein slík kona í fjölskyld- unni þinni eða er hún kannski nágranni þinn? Berð þú þig saman við svona konu og færð minnimáttarkennd? Lest þú kannski bara um þær í blöðunum? Þessar elskur flísaleggja baðið hjá sér á nóttunni, þegar löngum vinnu- degi er lokið, börnuð sofnuð, þær búnar að baka brauð til heillar viku og skokka sína daglegu tvo kflómetra! Síðan mæta þær galvaskar í vinnuna eldsnemma næsta morgun, vel til hafðar og í góðu skapi. Ég gæti öskrað þegar ég mæti einni slíkri á leið heim úr vinnunni. Hún er falleg og ber BLINDRAKÖTTUk/ Egron Persson og kisan Hilma fara daglega í gönguferð í hverfinu Norra Linjevágen í Falkenberg í Svíþjóð. Egron er 86 ára og nær blindur eftir fimm misheppn- aða glákuuppskurði. Hann á samt að fara daglega í göngu- ferð til að þjálfa mjaðmarlið og mjaðmarvöðva sem höfðu skaðast. Þetta með gönguferðirnar leystist er barnabarnið Camilla kom með kisuna Hilmu inn á heimilið í mars 1990. - Við fengum hana bara mánaðargamla. Fyrst sögðum við nei en Camilla nauðaði og bað um að við tækjum Hilmu. Hjónin Olga og Egron settu beisli á Hilmu og núna gengur hún af trúmennsku um hverfið meö Egron, eins og besti blindrahundur. Trúlega er Hilma eini blindrakötturinn í heiminum. - Hún leikur sér þeim mun meira inni þegar hún er laus við beislið, segir Olga, hús- móðir hennar. - Ég er fyrir löngu búin að týna tölunni á öllum þeim blómapottum sem hún hefur velt um. Hilma gerir sér grein fyrir mikilvægi sínu og krefst umönnunar samkvæmt því. - Hún fær eftirlætisrétt sinn, þorskflök, þegar hún hef- ur verið dugleg, útskýrir Olga. Hilma leiðbeinir Egron framhja Ijosastaurum og oðrum hindrunum. Ekki einu sinni fuglarnir hafa áhrif á hana ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.