Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 26

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 26
TEXTI: GUNNAR H. ARSÆLSSON SAGT STUTTLEGA FRÁ 25 ARA TÓNLISTAR- FERLI LOU REED OG HANS, MAGIC AND Þeir komu fram undir ýms- um nöfnum; The Warlocks, The Primitives, The Falling Spikes. Áriö 1965 hætti trommarinn skyndilega og flutti til Indlands (hann lést úr vannæringu í Nepal árið 1979) og í staö hans var ráöin kona að nafni Maureen Tucker. Þann 11. nóvember sama ár spilaði sveitin fyrst opinber- lega undir nafninu Velvet Underground en titilinn fengu þau af forsíðu lélegrar klám- bókar. Þau settust að á Café Bizzare í Greenwich Village en voru fljótlega rekin eftir að hafa spilað tónlist sem eigand- anum líkaði ekki. ANDY WARHOL OG NICO Um þetta leyti kynntust þau popplistamanninum Andy Warhol og þýsku leikkonunni Nico (hún lést fyrir nokkrum árum). Fyrsta plata Velvet Underground bar einmitt nafn hennar líka og umslag plöt- unnar er sennilega frægasta umslag allra tíma, banana- umslagið svokallaða. Á fyrstu eintökunum var hægt að af- hýða bananann. Þessi plata, sem kom út árið 1967, er frægasta og mest selda plata Velvet Underground og inni- heldur tvö af þekktustu lögum sveitarinnar; Venus in Furs (um sadó-masókisma) og Heroin (um eiturlyfjaneyslu). Á ferli sínum var sveitin ávallt í mótsögn við hippana og lífssýnin mótaðist af allt öðrum gildum en hipparnir höfðu í hávegum, ekki friði og samkennd heldur einkenndist tónlistin af firringu, fjallaði oftar en ekki um ofbeldi og eitur- lyfjaneyslu. Tónlistin var sér- stæð og eins konar undanfari nýbylgjunnar og pönksins enda hafði hún sterk áhrif á New York Dolls, Sex Pistols, David Bowie, Joy Division, The Cars og fleiri. Það slitnaði upp úr sam- NÝJUSTU PLÖTU LOSS bandi hljómsveitarinnar við Andy Warhol en eftir það bar ekki eins mikið á henni og mannabreytingar áttu sér stað. Fyrstur fór John Cale og 1970 kvaddi Lou Reed og flutt- ist til Englands. Þar með voru örlög hljómsveitarinnar eigin- lega ráðin. Á starfstíma Velvet Under- ground komu alls út sjö breið- skífur og kom Lou Reed við sögu á sex þeirra. Sú síðasta (gefin út 1974) var reyndar hljómleikaplata sem var tekin upp í Kansas City árið 1969. Þrátt fyrir misjafnt gengi má fullyrða að Velvet Under- ground hafi verið mikill áhrifa- valdur í tónlist margra sveita sem spruttu upp á áttunda áratugnum. Sumar eru reynd- ar starfandi ennþá, svo sem bandaríska sveitin Psychadel- ic Furs. TUnUGU ÁRA SÓLÓFERILL Lou Reed hóf sólóferilinn fyrir réttum tuttugu árum með sam- nefndri plötu en ísinn braut hann með plötunni Transform- er sem einnig kom út 1972 og upptökustjóri á henni var eng- inn annar en David Bowie. Á þeirri plötu er að finna hið frá- bæra lag Walk on the Wild Side. Á næstu tveimur áratug- um gaf hann út sextán sóló- plötur. Songs for Drella, minn- ingarplötu um Andy Warhol árið 1989, vann hann með John Cale og er því nýjasta sendingin frá honum, Magic and Loss, tuttugasta sólóplata Lou Reed Geri aðrir betur. Að sjálfsögðu hafa gæðin verið misjöfn en nokkrar plötur eru taldar taka öðrum fram. Það eru Transformer, Berlin (1973), Street Hassle (1978), Blue Mask (1982), Legendary Hearts (1983), New York (1989), Songs for Drella (1989) og núna hefur Magic and Loss þegar skipað sér í hóp besta platna hans. Bandaríski lagasmiður- inn, Ijóðskáldið og söngvarinn Lou Reed hefur verið að í rokkinu í tutt- ugu og fimm ár, var burðarás- inn á fimm plötum meö hljóm- sveitinni Velvet Underground og hefur gefið út tuttugu sóló- plötur frá árinu 1972, eina á ári að meðaltali. Sú nýjasta ber heitið Magic and Loss og er nýskriðin úr plötupressunum. Undanfarin fimm ár hefur hann ávallt tekið fyrir eitt ákveðið þema á plötum sínum og í þetta sinn tók hann fyrir andlát tveggja náinna vina sinna sem létust úr krabbameini. ALLT HÓFST í NEW YORK Til þess að leita upphafsins verður að fara allt aftur til árs- ins 1964. í New York hittust tveir menn, Lou Reed og mað- ur að nafni John Cale, sá fyrr- nefndi píanóleikari að mennt, blaðamaður og Ijóðskáld en hinn fiðluleikari. Ásamt félög- um sínum, Sterling Morrison bassa/gítarleikara og Angus MacLise, fóru þeir að spila við ýmis tækifæri á Manhattan- svæðinu; á Ijóðasamkomum og í myndlistargalleríum þar sem flutt voru Ijóð um götulíf- erni alls konar. Lou Reed á að baki tuttugu og fimm ára feril í rokktónlist: „Mér fellur vel sú hugmynd aö einskorða mig við eitt umfjöll- unarefni og rannsaka það til hlítar," segir hann meðal annars um Magic and Loss. ÞEMAPLATA UM ANMÁT TVEGGJA VINA SEM LÉTUSI ÚR KRABBAMEINI 26 VIKAN 7. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.