Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 19

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 19
STAMAR BARN ÞITT? Margir foreldrar lenda í því aö heyra ungt barn sitt stama og vita ekki hvernig best er aö bregðast við. Oft getur verið um flausturmæli aö ræða þar sem barnið talar hratt, ber ýmis hljóð illa fram eða sleppir þeim alveg og setningarnar brenglast. Stami og flaustur- mæli er oft ruglað saman og því er mikilvægt að leitað sé til talkennara til að fá rétta grein- ingu á vanda barnsins. Ekki er siður mikilvægt fyrir foreldra að fá rétta ráðgjöf og ráðlegg- ingar. Þar er talkennarinn eða talmeinafræðingurinn sá aðili sem leita ber til. Afar mikilvægt er að barnið komist sem fyrst til talkennara og hljóti þá með- ferð sem er nauðsynleg. Til að bregðast rétt við vandanum þarf að þekkja hann og því ákvað Vikan að kynna lesendum sínum þaö helsta um stam, án þess þó að ætla sér að gera það á tæm- andi hátt. Við skulum byrja á því að velta fyrir okkur hvort hægt er að skilgreina stam. Ekki er til nein almennt viðurkennd skilgreinihg á stami, einungis misgóðar lýs- ingar á einkennum þess. Sum- ir láta sér nægja að skilgreina stam sem truflanir í hrynjandi talsins á meðan aðrir leita flóknari skýringa. Algengt er að fólk rugli saman flaustur- mæli og stami og ber að var- ast það. Einnig er rétt að hafa i huga að eðlilegt er að barni, sem er að læra að tala, vefjist tunga um tönn. Barnið virðist oft hugsa mun hraðar en það talar og á það til að endurtaka hluta úr orðum eða heil orð í upphafi setningar. Þetta er full- komlega eölilegt og á ekkert skylt við stam. STAM Á BYRJUNARSTIGI Eftirfarandi atriði má hafa til hliðsjónar við greiningu á stami á byrjunarstigi: • Stam eykst og á sér stað hvort sem barninu er mikið niðri fyrir eða ekki. • Barnið endurtekur oftar hljóð og orðhluta fremur en heil orð og setningar. • Hljóð lengjast og endur- tekningar gera barninu æ erfiðara fyrir. • Stamið hefur áhrif á öndun- ina sem verður ójöfn. • Barnið verður hrætt við að tala. YTRI OG INNRI EINKENNI STAMS Ytri einkenni stams eru þau sem við heyrum og sjáum en innri einkenni, sem ekki eru merkjanleg á sama hátt, eru ekki síður mikilvæg. Innri ein- kennin eru sá hluti vandans sem örðugast er að eiga við. Hann lýsir sér meðal annars í ótta við að tala, litlu sjálfs- trausti, sektarkennd og erfið- leikum í samskiptum. STAM ALGENGARA HJÁ DRENGJUM Stam hefst yfirleitt hjá börnum á aldrinum þriggja til sjö ára. í flestum tilfellum eldist stamið af þeim en talið er að um 0,7 prósent fullorðinna stami eða um það bil 1000 Islendingar. Stam er 3-4 sinnum algeng- ara hjá drengjum en stúlkum. FORDÓMAR Ekki er Ijóst hvað veldur stami en líklegt er talið að fleiri en ein ástæða geti haft afgerandi áhrif. Ýmsir fordómar eru ríkj- andi gagnvart stami og má ( flestum tilfellum rekja orsakirn- ar til þekkingarskorts. Sem dæmi má nefna þann út- breidda misskilning að stam sé smitandi en það á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það stamar enginn af því einu að umgangast einhvern sem það gerir. Að kitlur eða kíghósti valdi stami á heldur ekki við nein rök að styðjast. HVAÐ VELDUR? Ef barnið hefur orðið fyrir skelfilegri reynslu eða afger- andi breytingar orðið á um- hverfi þess getur slíkt í sum- um tilfellum valdið stami. Það er þó langt í frá eins algengt og sumir virðast halda. Byrji barn að stama strax eftir alvar- legt áfall er þó litill vafi á að stamið sé afleiðing áfallsins. VIÐBRÖGÐ Það er mikilvægt að viðbrögð foreldra við stami barns ein- kennist af skynsemi og ótta- leysi. Ýmislegt bendir til þess að óttinn við viðbrögð annarra auki stam barnsins öðru frem- ur og visast þá til þess sem áður er sagt um innri einkenni stams. ÞRÓUN STAMS í flestum tilfellum dregur úr stami með aldrinum og stund- um hverfur það alveg. í þeim tilfellum þar sem stamið er við- varandi breytist það meö aldr- inum og verður æ stærra vandamál og um leið meðvit- aðra. Bandarískur vísindamaöur hefur greint þróun stams í fjögur stig. Skiptinguna byggir hann á því hvernig hver og einn skynjar eigið stam. Stig- skiptingin er eftirfarandi: 1. stig. Meðalaldur 2-6 ára: Erfiðleikarnir eru mismiklir og stundum stamar barnið alls ekki. Stamið er oftast endur- tekning á heilum orðum. Barn- ið stamar oftast á fyrsta orðinu í setningunni. Barnið stamar mest á smáorðum, svo sem fornöfnum, samtengingum og forsetningum. Barnið finnur mjög lítið eða alls ekkert fyrir staminu og er óhrætt við aö tala. 2. stig. Algengast í fyrstu bekkjum grunnskóla en er til frá 4 ára aldri til fullorðins- ára: Nú er stamið ekki lengur eins óreglulegt og áður heldur er tilhneigingin alltaf til staðar. Barnið stamar oftast á mikil- vægustu orðunum í setning- unni, nafnorðum, sögnum, lýs- ingarorðum og atviksorðum. Stamið byrjar og eykst þegar barnið talar hratt og ákaft. Barnið veit af talgallanum: „Ég stama stundum." Þrátt fyrir það veldur það barninu litlum eða engum óþægindum og það talar óhikað við allar að- stæður. 3. stig. Frá 8 ára aldri til full- orðinsára: Vissar aðstæður geta valdið því að þeir sem stama eiga erfiðara með að tala en ella. Viss hljóð og orð eru erfiðari en önnur. Sá sem stamar er nú farinn að sneiða hjá erfiðum orðum og hljóðum með því að umorða, einkum þegar truflun veröur á tali. Þrátt fyrir þetta ber lítið á ótta við að tala eða sérstakri til- hneigingu til að koma sér hjá því. 4. stig. Unglingar og full- orðnir: Greinilegt breyting á staminu. Ótti við viss orð, hljóð og aðstæður. Sá sem stamar notar önnur orð sömu merk- ingar eða breytir heilum setn- ingum til þess að komast hjá að segja orðin sem hann óttast. Reynt er vísvitandi að forðast erfiðar aðstæður. (Um stam skólabarna. Larsson, Svanholm.) ELDIST AF FLESTUM Fjögur af hverjum fimm börnum, sem stama, hætta því þegar þau eldast. Það er nauösynlegt að barni, sem stamar, sé vísað til talkennara sem getur metið vanda barns- ins og veitt foreldrum mikil- væga ráðgjöf. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir óæskilega þróun og ótta. MEÐFERÐ Þegar um er að ræða ung börn fer meðferð fyrst og fremst fram með ráðgjöf og upplýs- ingamiðlun til hlutaðeigandi aðila. Talkennarar eru þeir sem eðlilegt er að fái barnið til meðferðar og greiningar. Sjálf- styrking er stamandi barni mikilvæg svo óttinn við að tala verði ekki allsráðandi. Koma þarf í veg fyrir að barnið skammist sín fyrir stamið og forðist þar með ákveðin orð og aðstæður. Þegar þessi grunn- ur hefur verið lagður er hægt að reyna að hjálpa barninu til að breyta staminu með því að gera það léttara og mýkra og laust við spennu. Þannig getur stamið minnkað og horfið með tímanum. Markmið meðferð- arinnar er þó ekki eingöngu að lækna stamið heldur að hjálpa barninu svo því líði betur og þori að tala þrátt fyrir stamið. HVERT SKAL LEITA? Á Heyrnar- og talmeinastöð íslands, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík, starfa talmeina- fræðingar sem veita ráðgjöf og upplýsingar auk þess sem þeir hafa skrá yfir starfandi tal- kennara/talmeinafræðinga sem leita má til um meðferð. Síminn þar er 91-83855. □ Heimildir: Um stam skólabarna eftir Lennart Larsson og Karin Svanholm í þýöingu íslenskra talkennara. 7. TBL.1992 VIKAN 19 GUÐNÝ P. MAGNÚSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.