Vikan


Vikan - 09.02.1993, Qupperneq 12

Vikan - 09.02.1993, Qupperneq 12
Gísli segist hafa veriö heppinn meö sam- starfsfólk auk þess sem hann vill vera í sambandi. Konan hans segir hann haldinn símasýki á háu stigi, - enda er hún hjúkrunarfræöingur. „Ég veit það varla, kannski á ákveðnum tímum ársins, en á Hótel Norðurlandi, þar sem ég þekki hvað best til, hefur orðið aukn- ing í gistingu undanfarin ár. Og við hér, eins og ráðamenn þjóðarinnar, teljum að ferða- þjónustan sé vaxtarbroddurinn í íslensku efnahagslífi. Hins vegar er ég logandi hrædd- ur við það sem er að gerast hér í sveitum þar sem bændur virðast nánast allir ætla að græða peninga á túristum. Ef þeir ætla að leggja út í miklar fjárfestingar með lánum sem kosta mikla peninga og eru á háum vöxtum þá líst mér engan veginn á blik- una. Það er eins og bændurnir ætli að leggja niður hefðbundinn búskap fyrir þetta en menn verða að gera sér grein fyrir því að bændur ná eiginlega eingöngu erlendum ferðamönnum sem eru hér þær kannski sex eða átta vikur sem eitthvað er virkilega um að vera. í sveitunum kringum Akureyri eru allmargir bændur bæði með gistingu og síðan ýmislegt fleira eins og hestaleigur og slíkt. Auðvitað er þessi þjónusta nauðsynleg með öðru en hún má ekki verða of víða og þar með of mikil. Það mega ekki allir fara að fljúgast á í þessu, það gengur aldrei upp. Mér finnst þetta satt að segja orðið stjórnlaust og ef stofnanir eins og Ferðamálaráð og Ferðaþjónusta bænda grípa ekki í taumana gæti allt farið í handa- skolum eins og í laxeldinu til dæmis. Hver sem er á ekki að geta mokað heyinu út og rúmum inn í staðinn," segir Gísli en tekur á hinn bóginn skýrt fram að bændur geti veitt þjónustu sem alls ekki megi missa sig - menn verði bara að geta þrætt hinn gullna meðal- veg til að ekki fari illa. BAKPOKAFÓLKIÐ Nokkuð hefur borið á þeirri umræðu meöal ferðafrömuða að okkur íslendingum haldist ekki nógu vel á ríka fólkinu, það sé fólkið sem við eigum að leggja snörur okkar fyrir til að eitthvað verði eftir af peningum þess hér uppi við þorskþurrðarslóð. Sumir taka svo djúpt í árinni að segja alltof mikið af bakpokalýð hér hjólandi um malarvegi, hann þurfi hvorki bensín né gistingu, borgi í mesta lagi fyrir tjaldstæði og einn og einn munnbita á stöku stað. Gísli er ekkert of sammála þessu. „Við getum vissulega tekið á móti fólki sem vill láta fara ofur vel með sig. Hér er að vísu ekki nema ein svíta ef talað er um svítur sem einhvers konar kóngaíverustaði, á KEA, og hún er mjög boðleg. Svítan er hins vegar verst nýtt af öllum herbergjum hótelsins, þyk- ist ég vita, enda eru fáir tilbúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir að fá að sofa í rúmi tvær eða þrjár nætur. Þetta með að fólkið sem á mesta peninga skilji þá helst eftir held ég sé ekki alls kostar rétt. Og fólkið með bakpokana er ungt fólk, gjarnan námsmenn sem einhvern tímann komast áreiðanlega í álnir og ferðast þá með öðrum hætti. Ég vil alls ekki gera lítið úr slík- um ferðamönnum og er handviss um að mjög margt af því erlenda fólki sem hingað kemur hefur einhvern tímann verið með bakpoka á bakinu," segir Gísli og er þar meðal annars að hugsa til laxveiðiánna þeirra norðanmanna enda telur hann þá eiga þá bestu, Laxá í Að- aldal. Þar veiðir hann sjálfur reglulega á sumrin auk þess sem hann er golffíkill. „Ég tek golfið fram yfir laxveiðar. Ég fer ekkert mjög oft að veiða en þegar ég geri það nota óg frekar maðk en flugu, mér finnst það skemmtilegra. Fiskurinn gleypir bara fluguna og þar með er það búið en hann getur verið að narta í maðkinn dágóða stund áður en maður nær honum. Ég skammast mín ekkert fyrir það, finnst það bara skemmtilegra." VATNSSÚPUR OG KÁL Og hann hefur fleira á sinni íþróttakönnu þar sem er skallabolti. „Ég hætti reyndar í skalla- boltanum í fyrra sökum þess hve ég var orð- inn fúinn til lappanna," segir Gísli og fer þar kannski með ákveðin öfugmæli því það var heldur yfirbyggingin og vaxandi umfang henn- ar en fótafúi sem varð til þess að hann tók sér frí frá því að nota höfuðið í öðrum tilgangi en að hugsa með því. „Við vorum þrír í liði og skölluðum bolta yfir blaknet allt að þrisvar í viku. En allar svona iðkanir eru náttúrlega fyrst og fremst fyrir félagsskapinn og ég hef verið sérlega lánsamur á því sviði, á mikið af góðum vinum sem ég slæst í hóp með við all- ar þessar tómstundaiðkanir." Gísli sagðist hafa verið orðinn alltof þungur og meðan blaðamaður Vikunnar hefur verið að háma í sig gómsætar og safaríkar nauta- steikur, djúpsteiktar rækjur, rjómalagaðar súp- ur, sósur, ís og rjóma, svo eitthvað sé talið, þessa daga fyrir norðan hefur Gísli látið sér nægja vatnssúpur og kál. Hann virðist staðfastur hvort tveggja í orði sem á borði og heldur fast við sitt, ekkert gúmmilaði nema einu sinni í viku. „Já, ég er ógurlegur dellukarl í þessu og held að það só varla til sá kúr í heiminum sem ég hef ekki reynt. Reyndar hef ég ekki prófað sítrónukúr- inn svokallaða en sá eitt sinn konu leggja það á sig og mun aldrei bjóöa skrokki mfnum upp á slíkar trakteringar. Þetta hófst raunar á því að ég hætti að reykja ellefta september árið nítján hundruð áttatíu og fimm, nákvæmlega aðfaranótt mánu- dags. Þá hafði ég verið í þrjár vikur fararstjóri fyrir hópi farþega á Bibione og hafði haft mikið að gera við að snúast i kringum þetta. Á þessum árum reykti ég gífurlega mikið, opnaði gjarnan þriðja pakkann. Þarna á flug- vellinum var ég búinn með bæði kartonið mitt og konunnar og byrjaður að reykja ítalskar mentolsígarettur. Þær voru hræðilega vondar og ég var kófreyktur eftir níu klukkutíma tafir, keðjureykjandi. Þegar ég kom út í vél tók ég pakkann upp úr brjóstvasanum, setti hann í sætisvasann fyrir framan mig og tilkynnti að nú væri ég hættur. Ég er dauðfeginn að vera laus við þennan óþverra," segir Gísli. Hann kannast ekki við nein sérleg ævintýri í kring- um fararstjórastörfin enda ekki verið neitt óg- urlega mikið viðloðandi þau störf, auk þess sem íslendingar eru mikið til hættir að fara sauðdrukknir út í vél eldsnemma að morgni. „Nú er fyrsta spurningin, þegar út er komið, ekki hvar diskótekið sé heldur hefur fólk meiri áhuga á því hvar sé best að borða. Og inn- kauparuglið, sem var á sínum tíma í hámarki, fólk varla komið á staðinn áður en það fór að leita að búðunum, er liðið undir lok að mestu, held ég. Fólk kaupir minna og hagar innkaup- um sínum af meiri skynsemi. Þetta kom til dæmis í Ijós í haust þegar við fórum með um þúsund manns héðan. Þá höfðu tollþjónar hér í hótunum sem ég held að hafi þó ekki skipt sköpum um það hvernig fólk hagaði innkaup- um sínum. Það vill miklu frekar taka lifinu af ró heldur en að vera kófsveitt í búðum." HELDUR LlTILL KLASSI Gísli er viðloðandi skemmtanalif á Akureyri með ýmsum hætti og hann er einn þeirra sem sáu sitt óvænna og rifu Sjálfstæðishúsið upp úr einu horni peningahítanna og gerðu það að því sem var áður en allt fór í kaldakol. Hann er nú stjórnarformaður i fyrirtækinu Höll hf. sem rekur Sjallann. „Ég er ekki mikið inni í rekstrinum sem slíkum. Um það sér sonur minn, Kolbeinn, auk þess sem annar sonur minn, Jón Egill, er að vinna þar sem þjónn fyr- ir vasapeningum," segir Gísli en hann á einnig dótturina Margréti sem enn sem komið er að minnsta kosti hefur ekki gengið í raðir starfs- fólks Sjallans. Meðan við sitjum og spjöllum er Gísli raunar að bíða eftir símtali frá tengdasyni sínum þar sem dóttir hans er á steypirnum. Fjórða barna- barn Gísla og konu hans, Þórunnar Kolbeins- dóttur, er á leiðinni. En aftur inn í Sjallann. „Ég sé engar óskaplegar breytingar á skemmtanavenjum ungs fólks nú til dags ann- ars vegar og á mínum yngri árum hins vegar. Það er á hinn bóginn morgunljóst að svona rekstur er ekki auðveldur viðfangs og erfitt að reka veitingahús núna. Við erum í bullandi samkeppni við aðila sem hafa jafnvel engin leyfi til skemmtanahalds eða vínveitinga. Þetta eru til dæmis Kiwanis-salir og Lions, félagsheimilin og allt þetta sem eru að halda skemmtanir fyrir vinnustaðahópa og félaga- samtök. Hóparnir hafa með sér vínið og kaupa mat einhvers staðar frá. Mér finnst heldur lítill klassi yfir þessu, ég verð að viðurkenna það. Hér er líka mikið atvinnuleysi og drungi yfir fólki þannig að maður veit ekkert hvað kemur til með að gerast á þessu ári nema hvað við ætl- um að sýna söngleikinn Evitu í Sjallanum. Við byggjum starfsemi okkar mikið á fólki úr nær- liggjandi sveitum og allt til Austfjarða og Vest- fjarða. Fólk sækir hingað tilbreytingu, til dæmis frá höfuðborgarsvæðinu. 12VIKAN 3.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.