Vikan


Vikan - 09.02.1993, Qupperneq 13

Vikan - 09.02.1993, Qupperneq 13
Við byggjum þetta mikið á samvinnu allra hér, eins og Flugleiða, veitinga- og skemmti- staðanna, hótelanna og fleiri. Þessi fyrirtæki auglýsa saman sem er þar af leiðandi mark- vissara og ódýrara fyrir vikið,“ segir veitinga- maðurinn og vill lítið ræða fallvaltleika þessar- ar tegundar af viðskiptum eftir að hafa híft Sjallann upp úr lægðinni meðan veitingahúsið 1929 rann sitt skeið. „Ég hef ekkert um það að segja enda kem- ur sá rekstur mér ekki við. Hins vegar er veitingarekstur mjög þungur í vöfum en það sem varð til þess að ég ákvað að reyna að koma Sjallanum af stað aftur var að ég heyrði að fólk hefði ekki áhuga á að koma hingað og stoppa ef enginn væri Sjallinn. Þá fór ég að hugsa þetta þar sem ég átti hagsmuna að gæta, var meðal annars með ferðaskrifstof- una og umdæmisstjóri Flugleiða. Og ég sé í sjálfu sér ekkert eftir því að hafa gert þetta, síður en svo. Auðvitað er þetta ákveðin áhætta en ef enginn þorir að hætta neinu stendur vitaskuld allt í stað. Það verður síðan bara að koma í Ijós hvort þetta gengur eða ekki," segir Gísli en eins og fram hefur komið réðst hann á- samt félaga sínum inn í aðra tilveru, nálægt því eins fallvalta; hótelrekstur. Hótel Norður- land hét þá Hótel Varðborg og var, að því er Gísli segir, nær því að teljast gistiheimili en hótel þegar hann kom inn í dæmið. „Við réðumst í að gjörbreyta húsnæðinu og ég er mjög stoltur af útkomunni. Hótelið er þó lítið, með 28 herbergi, og við seldum Flugleið- um okkar hlut reyndar í fyrra. Við vildum tryggja markaðsstöðuna og seldum þeim fjörutíu af fimmtíu prósentunum okkar í fyrir- tækinu. Það kostaði feikna mikla peninga að koma þessu uþþ enda gerðum við það nánast fokhelt við upphaf breytinganna. Og því er ekki að neita að hótelið er skuldsett. Við erum að vinna okkur út úr því.“ SÝKTUR AF SÍMASÝKI Um þessar mundir er Gísli að sýsla hitt og þetta, nú sem fyrr. Mörgum þætti hið hálfa nóg og Gísli samsinnir því þó ástæðan sé frá hans bæjardyrum séð ekki sú að það séu neitt fleiri klukkustundir í sólarhringnum hjá honum en öðrum. „Ég hef alltaf haft gott fólk í kringum mig og hef gert ákveðna aðila ábyrga fyrir ákveðnum hlutum. Með því að hafa í vinnu fólk sem ég treysti reynist tíminn nægur. Það er aðalatrið- ið og manni tekst aldrei að gera allt sjálfur. Ég er síðan í sambandi við allt og alla í gegnum síma og fax,“ segir Gísli og gerist nú ærið kyndugur í framan því hann var búinn að glopra því út úr sér að konan hans héldi því fram að hann væri með „sjúkdóminn“ síma- sýki og það á háu stigi! „Það verður að vera hægt að ná í mig hvar sem er, eða það finnst mér,“ bætir Gísli við, sposkur en þó meðvitaður um að það þýðir lít- ið fyrir mann með þennan þunga á herðum sér að leggjast undir feld og heyra hvorki né sjá. Síðan þarf að finna tíma fyrir sjónvarpið en á heimilinu eru að minnsta kosti þrjár í- þróttarásir sem fengnar eru í gegnum gervi- hnött héðan og þaðan úr heiminum ásamt ýmsum fleiri tegundum útsendingarefnis. Það er þó ekki svo slæmt að framtaksmað- urinn Gísli Jónsson sé haldinn imbasýki að auki. „Ég sest aldrei fyrir framan sjónvarpið og bíð þess sem verða vill á skjánum. Og þó að við séum raunar orðin tvö eftir í kotinu getur komið til friðsamlegra átaka um rásirnar. Frúin lúffar annars ef það er golf,“ segir Gísli og er farinn að iða, af stakri rósemd Akureyringsins vitaskuld, enda á hann að vera kominn á fund eftir ekkert alltof margar mínútur. En hann þvertekur fyrir að norðanmenn séu stressaðir, þar sé allt mun rólegra og yfirvegaðra en fyrir sunnan, eins og það er kallað. „Ef ég kemst hjá því að flytjast suður þá geri ég það ekki,“ segir maðurinn sem telur sig eiginlega einn af síðustu móhíkönunum sem tætast í gegnum viðskiptalífið án þess að vera sérmenntaðir á því sviði. „Hins vegar finnast alltaf menn sem klára sig vel þó þeir séu ekki háskólamenntaðir. Og það er ágætt að vera lesinn á bók og kunna skil á kúrfum og kökum en í mínum huga gildir að hlusta og taka eftir þegar það á við og notfæra sér það. Ég er ekkert viss um að ég hefði lært neitt meira eða betur í háskóla en skóla lífsins." VOND SKATTLAGNING Gísli skiptir sér dálítið af félagsmálum, er flokksbundinn sjálfstæðismaður, hefur til dæmis starfað í fjármálaráði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á Akureyri en hefur að eigin sögn ekki beitt sér sérstaklega á vettvangi stjórn- málanna. Hann hlær við þegar hann er spurð- ur hvort hann ætli sér á þing. „Það held ég sé ekki skemmtilegur vinnustaður. Að sitja á rassinum og hlusta á misjafnlega leiðinlega menn halda ræður held ég sé ekki skemmti- legt. Ég er nokkuð ánægður með mína menn í stjórn en líst auðvitað harla illa á að ferða- þjónusta, bæði gisting og flug, verði skattlögð. Það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir ferðamálin i landinu. Þeir ættu að mínu mati að ráðast á eitthvað annað, í bili að minnsta kosti, meðan menn eru að koma undir sig fót- unum í þessu. Ég er hræddur við slíkar að- gerðir og sé fyrir mér til dæmis heimagisting- una. Hvernig ætla menn að henda reiður á þeirri innheimtu allri saman? Það held ég sé ekki hægt. En við skulum ekki fara nánar út í það,“ segir Gísli og hann er farinn að horfa á snjóþyngslin fyrir utan gluggann, beinir síðan sjónum sínum að mönnum fyrir utan hótelið og segir að þar séu komnir snjósleðamennirn- ir. Hann nefnir þá alla með nöfnum en segist þó ekki þekkja hvern og einn í bæ og sveit með nafni. Eins séu viðurnefnin að líða undir lok, meira að segja eru það bara nánustu vinir sem kalla Gísla Gilla. Og þar höfum við það. Ef við megum segja að Gilli sé farinn að hugsa sér til hreyfings þá skulum við bara segja sem svo. Við förum út í lognið rétt rúm- lega um hádegi á sunnudegi, út í snjóinn og kuldann, tökum myndir og með það er Gísli farinn - á fund. □ •%'~^****; Nyi ilmurinn frá 3.TBL. 1993 VIKAN 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.