Vikan


Vikan - 09.02.1993, Side 19

Vikan - 09.02.1993, Side 19
HVER SÝNING ER EINSTÖK Sú persóna sem mæðir einna mest á er móðir tvíburanna. Líf hennar er ekki auðvelt. Hún stendur ein uppi með sjö börn eftir að eiginmaðurinn hleypur frá henni og því ve- sældarlífi sem blasir við þeim. Áttunda barnið varð hún að láta frá sér. Það er ekki auð- velt fyrir fátæka móður að horfa á óréttlæti heimsins speglast í börnum sínum. Þrátt fyrir allt það mótlæti sem mætir henni er hún lífsglöð og jákvæð og viss um að hennar og barnanna bíði betra líf. Ragnheiður Elfa Arnardóttir fer með þetta vandasama hlutverk og gerir það stórvel. Þrátt fyrir að Ragnheiður Elfa sé frábær leikkona hefur ekki mikið borið á henni undanfar- in ár. Hún hefur þó unnið meira og minna við leiklist síðan hún útskrifaðist úr Leik- listarskóla íslands fyrir fimmt- án árum og lék meðal annars í kvikmyndinni Skammdegi eftir Þráin Bertelsson. Hún tók einnig þátt í tveimur af þeim söngleikjum sem hafa notið hvað mesta vinsælda hér á landi undanfarin ár, Litlu hryll- ingsbúðinni og Landi míns föður. í því síðarnefnda fór hún með stórt hlutverk og naut það verk mikilla vin- sælda, var sýnt alls tvö hundr- uð og sjö sinnum. „Ég varð aldrei leið á þessu hlutverki. Hver sýning er ein- stök og hver áhorfandi á rétt á að fá að sjá góða sýningu, hvort sem hann kemur á frumsýningu eða tvö hundruð- ustu sýningu. Leikarinn verður einnig að njóta þess sem hann er að gera. Það er ekki hægt að vera gefandi í leik- sýningu ef maöur nýtur henn- ar ekki sjálfur." - Þú útskrifaðist úr Leik- listarskólanum fyrir tæpum fimmtán árum. Ertu ánægð með þann undirbúning sem þú fékkst þar? „Leiklistarskólinn hefur án efa breyst mikið frá því að ég var í honum. Ég er mjög á- nægð með það nám sem ég fékk þar. Þetta er nám sem er bæði yfirgripsmikið og gagn- legt og er hægt að nýta í svo margt annað en leiklist. Nem- andinn lærir að þekkja sjálfan sig betur og draga fram hæfi- leika sem hann vissi ef til vill ekki af. Fyrir mig eru það í raun forréttindi að hafa fengið aö stunda þetta nám og starfa núna við leiklist, vegna þess að ég hef svo gaman af því. Það eru alltof margir sem fá ekki vinnu við sitt hæfi og veröa að eyða ævinni í starf sem þeim leiðist." - Hvernig gekk þér að fá hlutverk fyrst eftir að þú út- skrifaðist? „Ég fluttist út á land strax að námi loknu. Maðurinn minn útskrifaðist sama vor úr Myndlistarskólanum og okkur fannst það ágætur kostur að flytja út á landsbyggðina þar sem við gátum bæði fengið vinnu við kennslu. Þegar við fluttumst aftur til Reykjavíkur byrjaði ég að vinna ýmis verk- efni með Alþýðuleikhúsinu, Gránufélaginu og Þjóðleik- húsinu. Síðan hlóð þetta utan á sig og ég hef verið að leika á ýmsum stöðum síðan, með- al annars hef ég verið í föstu starfi hjá Leikfélagi Reykjavík- ur undanfarin ár.“ - Þú hefur sungið f ýmsum söngleikjum, bæði í einsöngs- hlutverkum og í kór. Hefur þú einhvern tímann lært söng? „Söngnám var reyndar hluti af náminu í Leiklistarskóla ís- lands. Eftir að námi lauk hef ég að vísu sótt einstaka tíma í söng þegar ég hef verið að æfa einhver sönghlutverk en aldrei lært söng markvisst. Ég vildi þó óska að ég hefði gert það því mér þykir svo ofboðs- lega gaman að syngja. Það er einnig mjög gott fyrir leikara að læra söng upp á öndunar- og raddtækni að gera.“ - Þér þykir þá líklega gam- an að leika í Blóðbræðrum þar sem þú færð að syngja heilmikið? „Já, þetta er búið að vera bráðskemmtilegt. Við þurfum að vera jafnvíg á söng, dans og leik í þessu verki. Hlutverk- ið mitt er bæði spennandi og ögrandi en samt er mjög skemmtilegt að leika það vegna þess aö það er svo vel skrifað. Willy Russell, handritshöf- undurinn, skrifaði einnig leik- ritin Ríta gengur menntaveg- inn og Sigrúnu Ástrósu og gerði það ekki síður vel. Hann fjallar á fallegan og skemmti- legan hátt um manneskjuna. Þessi hópur, sem stendur á bak við Blóðbræður, er alveg frábær. Við náum mjög vel saman og ég vona að það skili sér til áhorfenda hvað við höfum gaman af þessu.“ - Nú hefur þú starfað mikiö með einstaka leikurum sem einnig taka þátt í Blóðbræðr- um, bæði Hönnu Maríu sem var með þér í Leiklistarskólan- um og Felix Bergssyni sem hefur leikið með þér í vetur í leikritinu Bandamannasögu. Er ekki þægilegra að leika með fólki sem þú þekkir svona vel? „Það getur verið mjög nota- legt að vinna mikið með sama fólkinu. Þá geta oft komið upp skemmtilegar aðstæöur. Til dæmis leik ég mömmu hans Felix í Blóðbræðrum en kærustuna hans f Banda- mannasögu. Aftur á móti finnst mér ekkert síðra að vinna með fólki sem ég hef aldrei leikið með áður. Það er bæði mjög gaman að kynnast nýju fólki og eins er það mjög uppbyggjandi." - Felix og Magnús leika tví- burasyni þína í Blóðbræðrum. Leikritið gengur mikiö út á samband þitt við þá og þar af leiðandi hljóta þeir að hafa mikil áhrif á þig á sviðinu og kannski líka utan þess. Ertu nokkuð farin að líta á þá sem hálfgerða syni þína í raun- veruleikanum? „Það liggur við. Á æfinga- tímanum er ég að hugsa um hlutverkið mitt allan sólar- hringinn og sömuleiðis hlut- verk mótleikaranna. Það getur vel verið að ég sé stundum að skipta mér af ýmsu hjá þeim sem kemur mér ekkert við en auðvitað er nauðsynlegt að greina á milli hlutverks og raunveruleikans." - Nú hefur þú starfað við leikhús meira og minna í tutt- ugu ár ef Leiklistarskólinn er talinn með. Finnst þér þetta ekki vera lýjandi starf? „Það er rétt, þetta er slít- andi starf að mörgu leyti. Því fylgir oft mikil taugaspenna og hvert hlutverk kostar mig margar andvökunætur. Það er ömurlegt að leika eitthvert hlutverk sem hentar manni alls ekki. Þrátt fyrir ýmsa erf- iðleika, sem fylgja því að vera leikari, get ég ekki ímyndað mér skemmtilegra starf. Starf leikarans er svo fjölbreytt og við erum stöðugt að fást viö eitthvað nýtt. Ég vona bara að ég verði enn leikari eftir þrjá- tíu ár.“ Að þessum orðum sögðum hverfur leikkonan aftur upp á svið og lifir sig inn í hlutverk móðurinnar í Blóðbræðrum. Þessar tvær mæöur, leikkon- an Ragnheiður Elfa og móðir tvíburanna í Blóðbræðrum, eiga fátt sameiginlegt nema útlitið, bjartsýnina og bar- áttuþrekið sem skín úr aug- unum. □ Guörún S.Gísladóttir Valdimar Örn Flygenring og Þorsteinn Gunnarsson DAUÐINN & STÚLKAN eftir ARIEL DORFMAN FRUMSÝNING Á LITLA SVIÐI BORGARLEIKHÚSSINS í FEBRÚAR LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR 3. TBL. 1993 VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.