Vikan


Vikan - 09.02.1993, Síða 23

Vikan - 09.02.1993, Síða 23
ég treysti mér til aö bjóöa upp á. Þá sagöi ég honum að hann réöi því alveg sjálfur - ég stæöi í svo mikilii þakkar- skuld við hann. Þegar ég kom heim af há- tíöinni, gjörsamlega úrvinda, geröi ég mér Ijóst að EGG- leikhúsið var þaö fyrsta sem kom á hátíðina og það síð- asta sem yfirgaf hana en hún stóö í tíu daga. Ég hugsaði meö mér aö hafi íslendingar einhvern tima sótt þræla til ír- lands heföi sú þróun algjör- lega snúist viö. Hann fékk mig til aö leika einleikinn fyrir einn áhorfanda í tvo tíma á dag, frá hádegi til klukkan tvö, síð- an lék ég Skjaldbökuna tvisvar um kvöldið, einn og hálfan tíma í hvert skipti, og þegar því var lokið um tíuleyt- iö fékk ég smáhlé og fór síðan aftur um miðnættið og sýndi einleikinn. Ég lék því í sjö tíma á dag og ég held aö þaö hafi verið mesti þrældómur sem ég hef nokkurn tíma lent í. Mér fannst ég veröa að gera þetta því aö ég var skuldbundinn þessum vini mínum. Það er barnaleikur aö leika Svínasteikina í tvo tíma.“ AÐ VERÐA HUGFANGINN - / verkinu Drög að svínasteik þarftu að halda athygli áhorf- andans í heila tvo tíma. Er það ekki erfitt þegar leikarinn er aðeins einn, sviðsmyndin alltaf hin sama og sjónarhorn- ið einnig? „Þegar maður er búinn aö læra þennan langa texta verö- ur maður að leitast viö að halda til haga öllum hugsan- legum blæbrigöum sem nauð- synleg eru til aö halda athygli áhorfandans sem maöur þarf sífeilt aö endurnýja. Auövitaö kostar þetta gífurlega einbeit- ingu og mikla útsjónarsemi hjá leikstjóranum, Ingunni Ás- dísardóttur, aö láta þetta svín taka upp á sífellt nýjum og nýjum hlutum og sýna nýjar og nýjar hliðar á sér. Öll þessi blæbrigði þurfa aö koma fyrir á réttum tíma og réttum staö í verkinu til þess aö rétt áhrif náist fram. Ef tekst að halda athygli áhorfandans allan tím- ann held ég aö hann verði ekkert síöur þreyttur eftir sýn- inguna en leikarinn sem er búinn aö hamast þarna allan tímann fyrir framan augun á honum. Um leiö og maður nær að hrífa áhorfandann er hann farinn að einbeita sér og þaö kostar orku og þrek hjá honum. Þetta heitir aö veröa hugfanginn og auðvitað reynir „Þér finnst jafnvel svínið tala eins og Jón Baldvin í sjónvarpsviötölum ... Hugtök eins og EES og GATT eru svíninu heldur ekki meö öllu ókunnug." maður aö ná fram slíkum á- hrifum. Sýningin á einleiknum fyrir einn áhorfanda fólst ekki síst í því aö kanna hvaöa áhrif leik- urinn hefur á áhorfandann. Ég hef sýnt þetta verk í ýmsum löndum fyrir mismunandi fóik, alls 280 sinnum fyrir 279 á- horfendur, og þaö var ótrúlegt hvaö áhorfendurnir voru mis- jafnir. Sýningin byggðist þannig upp aö ég sá aldrei á- horfandann sem sat einhvers staðar í myrkvuöum salnum. Ég reyndi í hvert sinn aö finna fyrir honum, hvers konar straumar kæmu frá honum. Ég reyndi aö haga sýningunni svolítiö eftir því hvers ég varð áskynja. Ég hélt aö þaö væri ein af þeim goðsögum sem gengju í leikhúsi að áhorfend- ur gæfu frá sér misjafna strauma. Sýningin var auövit- að einstakt tækifæri til aö komast aö raun um þetta. Þegar fleiri eru í salnum er galdurinn sá aö ná til margra og mismunandi áhorfenda. Þetta er eilíf glíma leikhús- fólks.“ DYRAVÖRÐUM STÆÐI ÓGN AF ÞEIM - Hafa viðhorf fólks til leik- hússins og leikhúsanna sjálfra breyst á þeim áratug sem EGG-leikhúsið hefur starfað, til dæmis til listforms þess sem þú hefur verið fulltrúi fyr- ir, einleiksins? „í gegnum árin hefur EGG- leikhúsið eignast lítinn en tryggan áhorfendahóp. Ann- ars er þetta svo skammur tími aö erfitt er aö fullyrða nokkuð í þessum efnum. Leikhús- heimurinn hefur samt breyst á þessum tíu árum. Á tímabilinu hefur útskrifast stór hópur ungra og góðra leikara, ó- venjulega góðra leikara. Við- horf þeirra til leikhússins eru talsvert önnur en okkar sem erum gegnsýrö af hugmynd- um ‘68-kynslóðarinnar. Þetta litar auövitaö starfiö í leikhús- unum. Ef eitthvaö er finnst mér íslenska leikhúsið vera orðiö meira „professional", auk þess sem mér finnst vera komin meiri harka í þaö. Mér finnst líka gæöin hafa aukist og þaö er mjög gott því að stærri leikhúsin veröa aö 3. TBL. 1993 VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.