Vikan


Vikan - 09.02.1993, Page 29

Vikan - 09.02.1993, Page 29
,dsbar»Kl Landsbanki islands 3 x>n-íUtJim tyhufiúiund lx ríttur íilihinArdit þúíniul kmmr M/'«' 3?62025 föivutCTUtt - M H nv’w áil&tnl. n.J hói i 3762024♦ 10< 011526> iM' m ■V Mm? i.v". ■ ■■ Ánægóar með árangurinn og sigurlaunin. F.v.: Drífa Óskarsdóttir úr Kópavogi, sem varð í 2. sæti, sigurvegarinn, Elín Björnsdóttir frá Ólafsfirði, og Jóna Fanney Svavarsdóttir úr Austur-Húnavatnssýslu, sem varð ■ 3. sæti. HEF ÁHUGA Á AD SYNGJA INN Á PLÖTU - SEGIR ELÍN BJÖRNSDÓTTIR, ÍSLANDSMEISTARI í KARAOKE Urslitakeppnin í íslands- mótinu í karaoke-söng var haldin í Danshús- inu í Glæsibæ þann 15. janú- ar síðastliðinn. Þar komu fram tveir fulltrúar allra landshluta auk Reykjavíkursvæðisins, þeir sem sigrað höfðu í und- anúrslitum í sinni heima- byggð. Að lokinni spennandi keppni stóð Ólafsfirðingurinn Elín Björnsdóttir uppi sem sig- urvegari og var sögð vel að því komin. Elín söng lög sem Whitney Houston hefur gert vinsæl og tókst henni mjög vel upp. Elín er tveggja barna móðir og kveðst ekki hafa haft mik- inn tíma til æfinga en sér hafi þótt karaoke-söngurinn mjög spennandi viðfangsefni. Fulltrúi Vikunnar, Pétur Steinn Guðmundsson, sat í dómnefndinni ásamt þeim Ágústi Héðinssyni, Páli Óskari Hjálmtýssyni, Birgi Gunn- laugssyni og Rósu Ingólfs- dóttur. Jón Axel Ólafsson var kynnir en keppnin var haldin í samvinnu Danshússins og Bylgjunnar sem bauð hlust- endum sínum upp á beina út- sendingu frá þessum skemmtilega viðburði. Vikan hafði samband við sigurvegarann, Elínu Björns- dóttur, eftir að hún var komin norður á Ólafsfjörð og búin að jafna sig eftir átökin. Hún var fyrst spurð að því hvort hún hefði æft karaoke-söng lengi. „Ég get tæpast sagt það. Ég fékk að koma til hennar Ingu Sæland sem vann keppnina fyrir tveimur árum. Hún bjó hér í næsta nágrenni við mig og kallaði mig eitt sinn til sín. Hún leiddi mig í allan sannleikann um þótta fyrir- bæri og fór ég þá að fikta við það. Hún fékk hljómflutnings- tæki í verðlaun en skilaði þeim og fékk sér karaoke- búnað í staðinn. Síðan hefur hún farið víða með tækin og ýmist sungið fyrir fólk eða leyft því að spreyta sig. Inga sagði mér frá keppninni og hvatti mig til að taka þátt í henni. Ég hef alltaf verið frem- ur óframfærin en Inga dreif mig af stað í sönginn. Fyrsta keppnin, sem ég tók þátt í, var haldin á Dalvík. Mér gekk mjög vel og fékk þá áhuga á að reyna fyrir mér á nýjan leik á þessu sviði. Ég gat lítið æft því að röddin tók að gefa sig og ég á enn í erfiðleikum vegna þess. Ég fór aftur að æfa um jólin og Inga aðstoðaði mig við val á lögum og stappaði í mig stálinu. Röddin var ekki orðin góð og mér fannst ég ekki geta tónað eins og ég vildi og vissi að ég gæti. Þegar ég kom suður til að taka þátt f úr- slitakeppninni þorði ég varla að opna munninn, ég var svo hrædd um að röddin gæfi sig þegar síst skyldi. Ég reyndi ýmis ráð til úrbóta eins og að anda að mér gufu og þar fram eftir götunum. í keppninni sjálfri bætti ekki úr skák að ég var mjög taugaóstyrk eins og reyndar flestir ef ekki allir keppendumir." - Þú söngst lög sem Whitn- ey Houston gerði vinsæl. „Já, ég ætlaði reyndar að syngja lagið Woman in Love með Barbru Streisand en ég sprengdi mig á æfingunni kvöldið áður. Ég hafði sungið það í undanúrslitakeppninni f Sjallanum á Akureyri 11. des- ember þar sem ég var valin fulltrúi Norðurlands í sjálfri úr- slitakeppninni." - Ertu að hugsa um að halda áfram að syngja kara- oke? „Fyrst þarf ég að láta at- huga hvað amar að röddinni en auðvitað væri gaman að halda eitthvað áfram og jafn- vel að koma sér á framfæri. Ég hefði jafnvel áhuga á að syngja inn á plötu því að þá gæti ég skotist frá í nokkra daga og lokið því verki. Ég hef ekki tök á að fara að syngja með hljómsveit. Það yrði of bindandi fyrir mig þar eð ég á tvö börn og eigin- mann, auk þess sem ég er í föstu starfi." -Hvað starfarþú? „Ég vinn á heilsugæslu- stöðinni hér á Ólafsfirði eftir hádegi, á kvöldin vinn ég við sölumennsku.“ Dóm- nefndin aö störfum. F.v.: Ágúst Héóins- son, Páll Óskar Hjálmtýs- son, Rósa Ingólfs- dóttir, Birgir Gunn- laugsson og Pétur Steinn Guó- munds- son. TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON/UÓSM.: BRAGIÞ. JÓSEFSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.