Vikan


Vikan - 09.02.1993, Qupperneq 40

Vikan - 09.02.1993, Qupperneq 40
ÓKRYNDUR KONUNGUR ISLENSKRAR DANSTÓNLISTAR NÝR DISKUR Á ÁRINU Talið berst að því á hvað Máni hlusti og hann nefnir nöfn á borö við Prefab Sprout, Mike Oldfield, Quincy Jones, Michael Jackson, Kraftwerk, Logic System (tvær síðast- töldu í gamla daga). Hann segir nýrómantíkina ekki hafa heillað sig og á þá við sveitir á borö við Ultravox og Depeche Mode. Og hugmyndirnar að tónlist sinni fær hann við að fikta. „Ég sest ekki niður og ryð úr mér hugmyndum, þær fæðast frekar þegar ég er að prófa hitt og þetta á græjun- um, finna „sánd“ og svoleiðis.'1 Nú stendur til að gera disk sem á að koma út á þessu ári. Einnig verður Pís of Keik með lög á safndiskum þannig að nóg verður að gera þetta árið. Diskurinn verður senni- lega gefinn út þegar sumarið er úti. En hvernig tónlist verð- ur þetta? „Þetta verður nú- tímaleg danstónlist, unnin eftir forskrift diskótónlistar, mikið lagt í útsetningar, fallegir strengir og þess háttar. En mér finnst nauðsynlegt að það sé ein gegnumgangandi hugmynd í tónlistinni og þessa dagana erum við að leita að þeirri hugmynd." Máni er ánægður með Pís of keik og hefur mjög ákveðn- ar hugmyndir um hljómsveit- arstarfsemi. „Ég nenni ekki að vera í hljómsveit þar sem ég þarf að stóla á aðra. Það er hundleiðinlegt að vera í hljóm- sveitum þar sem alltaf vantar einhvern á æfingu, það fór al- veg svakalega í taugarnar á mér. Mér þykir virkilega vænt um Pís of keik vegna þess aö þetta hefur heppnast mjög vel. Við tökum okkur alls ekki alvarlega og Inga er til dæmis frábærlega ófeimin. Það kom berlega í Ijós í hljóðprufunni fyrir Lag eftir lag. Hún hafði aldrei komið í hljóðver og þegar við Þorvaldur báðum um smávegis raddprufu kom þetta líka svakalega öskur en flestir hefðu talið rólega upp að þremur." ÞOLFIMI MAGNÚSAR SCHEVING Eins og fram hefur komið samdi Máni tónlistina fyrir þolfimiatriði Magnúsar Schev- ing, sem fleytti honum á Norð- urlandameistaratitilinn á dög- unum. „Við kynntumst þegar hann gerði danssýningu í sambandi við frumsýningu Dick Tracy á sínum tíma. Hann vildi fá sérstaka tónlist við það atriði, eins konar kvik- myndatónlist. Einnig samdi ég tónlist við dans um Persaflóa- stríðið sem sýndur var í þætti Hemma Gunn. í sambandi við þetta þol- fimiatriði lét hann mig hafa myndband með atriðinu og mér fannst kjörið að hafa þetta svolítið vélrænt, til dæmis þegar hann gerir armréttur og beygir og réttir úr handleggj- unum, því mér fundust þetta algerlega ómennskar æfingar sem hann geröi. Svo þarf alltaf að vera smáhúmor í at- riðinu, eitthvað sem festir það í huga fólks. Þá notuðum við svona golftrix og það heppn- aðist greinilega mjög vel enda sagði Magnús aö tónlistin hefði vakið töluverða athygli, líka vegna þess að þaö er al- gengara aö dans sé saminn við tónlist en ekki öfugt." Viö spjölluðum meira sam- an og meðal annars barst talið að möguleikum erlendis. Þá kom undarlegt glott á Mána og hann varð skyndi- lega mjög þögull. Þrátt fyrir til- raunir til að fá eitthvað upp úr honum varðandi þetta gekk ekkert en hins vegar fræddi Máni blaðamann á því að hann væri að leggjast ( íbúð- arkaup á næstunni. Greini- lega býr samt eitthvað undir og fróðlegt verður að fylgjast með þögn Mána. Ljóst er að hér heima verð- ur nóg að gera hjá verslunar- stjóranum (hjá Sævari Karli og líkar mjög vel), Ingibjörgu og Júlíusi Kemp á þessu ári. Og einhvern veginn þarf Máni að verða sér úti um diskinn úr Veggfóöri því þegar viö ætl- uðum aðeins að rifja hann upp komst hann að því að hann átti engan eftir, hafði gefiö þá báða! Hann tímdi ekki að rífa gulldiskinn úr rammanum og það er skiljan- legt. □ HLÆGILEGT VERÐ OG BERSTRÍPUÐ ORÐ • • , OFUGMÆLI ISLENSKRAR MALFRÆÐI CD GO OO C_D CD GO CxC C3 H Ivað er hlægilegt verð, geðug stúlka eða sí- I ungur maöur? Hafiö þið tekið eftir því að sum orð í málinu hafa allt aðra merk- ingu en þeim er ætlað að hafa? Setning eins og „Hún er ósköp geðug, blessunin" þýðir í rauninni „Óttaleg rola getur hún verið“. Og þegar fólk seg- ir „Á ég ekki að borga þér eitt- hvað fyrir þetta?" ætlast það oftar en ekki til að svarið verði „Nei, nei, það er alger óþarfi". í þessu tilviki er verið að bjóða peningaþóknun en þótt það liggi alls ekki í orðunum er hálfpartinn ætlast til að ekkert verði úr greiðslunni. Ég keypti mér einu sinni af- bragðsgóðan jakka á tíu krón- ur og fannst það ekkert hlægi- legt. Fólk hlær ekki mikið á út- sölum eða þar sem hlutir fást með verulegum afslætti. Það er þvert á móti hugsandi á svip og ætlar sér að gera góð kaup. Ég hef aðeins einu sinni heyrt mann hlæja yfir verði á vöru. Hann ætlaði að kaupa sér pensil til að mála málverk. Þegar hann spurði um verðið var honum sagt að pensillinn kostaði sjö þúsund fjögur hundruð og fjörutíu krónur. Maðurinn tók andköf, starði á grafalvarlegan afgreiðslu- manninn - og skellti svo upp úr. Hlægilegt verð er því ekki lágt, eins og margir aug- lýsendur virðast halda, heldur óheyrilega hátt. Ég þekki mann sem er á sjötugsaldri en svo unglegur að ókunnugir gætu haldið að hann sé um fimmtugt. Satt að segja er hann svo unglegur að ég hef aldrei heyrt fólk tala um að hann sé sfungur. Ann- an karl þekki ég, einnig á sjö- tugsaldri. Hann lítur út fyrir að vera um sjötugt þótt hann sé aðeins yngri. Hann er þunn- hærður og hrukkóttur, með falskar tennur en brosmildur og gerir gjarnan að gamni sínu. Fólk segir að þessi mað- ur sé síungur. Orðið síungur þýðir því ekki „sífellt ungur" heldur „glaðlyndur gamlingi". Þegar fólk fer að kalla mig sí- ungan, þá fyrst veit ég að ég er tekinn aö reskjast. Stundum segir fólk tóma vitleysu þegar þaö ætlar aö vanda mál sitt. Einu sinni sagði útvarpsþula eitthvað á þessa leið: „En nú skulum við bregða okkur á Hótel Loft- leiði...“ Hótel Loftleiði? Hvað meinar manneskjan? Var hún að tala um legstað sem er holur að innan; loft- leiði? Eða heldur hún kannski að orðið sé karlkyns og beyg- ist eins og læknir'? Líklega er þarna þá á ferðinni karlkyns- orðið leiöir í eintölu (hvað svo sem það þýðir). Þá ætti orðið Loftleiðir að beygjast svona: Loftleiðir, um Loftleiði, frá Loftleiði til Loftleiðis. En Loft- leiðir beygist ekki þannig. Frá Loftleiöum er sagt í þágufalli. Þar með ætti að vera Ijóst að þetta er kvenkynsorð í fleirtölu og beygist eins og til dæmis langar leiðir, frá löngum leið- um, til langra leiða - eða Loft- leiðir, um Loftleiðir, frá Loft- leiðum til Loftleiða. Sem sagt; þær Loftleiðir. Sumt fólk ruglar líka saman boðhætti i nútíö og fleirtölu- mynd í þátíð. Segir kannski „Keyptu einn kartöflupoka fyrir mig og spurðu hvort þú getir fengið hann lánaðan“. Boðháttur er þannig mynd- aður að sagnorð er ber- strípað, það er að segja allir aukastafir teknir af því. Það tekur svo persónufornafnið þú sér til halds og trausts. Dæmi: kom þú, far þú, skrifa þú, hlaup þú, kaup þú, spyr þú og svo framvegis. Sögn í boð- hætti bætir a og jafnvel ja yfir- leitt við sig þegar hún fer f 40 VIKAN 3. TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.