Vikan


Vikan - 09.02.1993, Page 50

Vikan - 09.02.1993, Page 50
ZAIRE VEISLUMATURINN VORUM V» SJÁLF a r a % 10.2.-8.3. 1991 ZAIRE Til að komast frá Miðafríku- lýðveldinu yfir til Zaire þurftum við að taka ferju eftir ánni Ou- bangui. Þegar við komum svo af ferjunni blasti við okkur víð- áttumikill skógur hvert sem lit- ið var enda er Zaire að mestu einn stór regnskógur. Vegurinn var leirrauður og það var ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvernig hann gæti orðið í miklum rigningum. Zaire er reyndar frægt fyrir hræðilegt vegakerfi og við átt- um eftir að fá óþægilega stað- festingu á sannleiksgildi þess. Eftir að við höfðum fengið smjörþefinn af vegunum í Zaire ákváðu margir úr hópn- um að skella sér í bátsferð og fá nokkurra daga frí frá hrist- ingnum og hitamollunni í bíln- um. Við sem þann kost völd- um þurftum að skrifa undir plagg þess efnis að við vær- um að yfirgefa bílinn af fúsum og frjálsum vilja og þar með ferðina. Plaggið yrði svo rifið þegar við kæmum í bílinn aft- ur. Glenn sagði okkur að ef við tefðumst á ánni - sem væri mjög algengt því bátarnir ættu það til að festast á grynningum og stundum væri ekki hægt að losa þá svo dög- um skipti - gæti hann ekki beðið eftir okkur. Færi svo yrðum við að ná honum ein- hvers staðar á leiðinni í gegn- um Zaire. Þrátt fyrir þetta ákváðu flestir að fara enda blundaði ævintýraþráin í okkur. Ætlunin var að taka ferjuna í Bumba, fara með henni eftir Zaire- ánni og hitta trukkinn í Kisangani ef allt færi eftir á- ætlun. Glenn ætlaði að gefa okkur viku til að komast á á- fangastað, eftir þann tíma yrð- um við að sjá um okkur sjálf. Þegar við komum til Bumba kom í Ijós að við höfðum misst af ferjunni. Við brugðum því á það ráð að taka á leigu þrjá kanóa sem voru bundnir saman og knúðir áfram af ein- um utanborðsmótor. í Bumba hittum við fólk sem var líka að rnm. 10& i rlL ASumir létu sér ekki nægja aö horfa á okkur frá bakkanum. Þessi strákur stakk sér til sunds og synti til okkar til þess aö heilsa almenni- lega upp á okkur. < Jafnan uröu mikil fagnaöar- læti þegar þorpsbúar uröu okkar varir. Þessi hópur hló dátt þegar sást til okkar og veifaói hver í kapp vió annan. i 50 VIKAN 2. TBL.1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.