Vikan


Vikan - 09.02.1993, Side 51

Vikan - 09.02.1993, Side 51
reyna að komast til Kisangani og slóst það í för með okkur. Þegar upp var staðið vorum við orðin fjörutíu og fimm, að meðtöldum fimm bátsmönn- um. Ferðin kostaði tíu dollara á mann en fjögur hundruð doll- arar eru í þessum löndum dá- góð summa í fimm litla vasa. Það er því ekki hægt að segja annað en að við höfum verið laglega svikin en til er fólk sem lætur hafa sig í allt mögulegt til þess eins að komast í smávegis ævintýri, meira að segja örlitla fjárkúg- un. Sá sem stjórnaði ferðinni hét Rodger. Hann áætlaði að ferðin tæki tvo daga eða í mesta lagi þrjá - allra mesta lagi þrjá. Samkvæmt því átt- um við að vera komin degi á undan trukknum til Kisangani svo allt leit vel út. Við áttum þó eftir að komast að raun um að áætlanir Rodgers stóðust yfirleitt ekki - „alveg“. Rodger hafði mælt sér mót við okkur klukkan sjö um morguninn og það átti að leggja af stað klukkan átta. Þetta var fyrsta áætlun Rod- gers sem stóðst ekki „alveg“ því að upp úr hádegi, voru landfestar leystar og loks haldið af stað. Enn er ég ekki alveg viss um hvað olli þessari töf og ég held að enginn hafi vitað það fullkomlega en þegar þarna var komið í ferð okkar höfðum Þetta er ferjan sem viA misstum af og hér hún föst í ánni. fréttum viö aö hún veriö föst þama í viku. Þessir þrír tur 45 sem fimm daga „skemmti- siglingu" eftir Zaire- ánni. -4 Þrír þreyttir feröa- langar. ÞFjölskylda sem átti leiö hjá. Viö öfunduðum þau hálfpartinn af öllu plássinu sem þau höföu í bátnum. 3.TBL. 1993 VIKAN 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.