Vikan


Vikan - 09.02.1993, Page 59

Vikan - 09.02.1993, Page 59
ég andstöðu og nánast hatri fyrir að vera „of vin- samleg". Eitt sinn sló vin- kona mín mig utan undir fyrir að vera of „kammó“ við kærastann hennar. Smám saman fáum við þau skilaboð frá þjóðfélaginu að við eigum að vera lokuð og leiðinleg enda er það mesti galli íslendinga. Draumaprinsinn minn er að sjálfsögðu hinn guð- dómlega myndarlegi, Ijós- hærði og bláeygi riddari á hvítum hesti, sá sem hrífur mig með sér á vit ævintýr- anna. Hann kemur samt raunveruleikanum ekkert við og þarf ekkert að koma fram. Útlitið segir svo fátt. Það eru nefnilega til menn með skólp í heilastað. Það er ákveðið hjartalag sem ég leita að, manni sem er spenntur fyrir náttúru og eiginlega flestöllu. Hann á að vera bjartsýnn en með fæturna á jörðinni, umburð- arlyndur gagnvart heimin- A Blár samkvæmiskjóll meö klauf. Einföld en glæsileg flík, erótísk og siöprúó í senn. -4 Stuttur, svartur kjóll, ögrandi og tælandi meó allt annaó en sióprúóar stúlkur í huga. (Sokkaskórnir eru frá Helgu Möller.) um og hafa eðlilega ham- ingjufýsn. Hversu fáránleg- ar sem hugmyndir fólks kunna að virðast dáist ég mest að þeim sem hafa styrk og trú á sjálfum sér til að láta drauma sína rætast án þess að valta yfir aðra. Ég hef bara einu sinni verið alvöruástfangin og ég vona að það gerist fljótlega aftur því það finnst mér ó- missandi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.