Vikan


Vikan - 25.03.1993, Page 46

Vikan - 25.03.1993, Page 46
MYNDIR OG TEXTI: HÓLMFRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR Ódýrt en gott SUNNUDAGSFISKUR 700 g ýsuflök 2 dl rjómi 1/2 dós niöursoðnir sveppir 1 lítill laukur, saxaöur smátt 100 g rækjur salt, pipar, karrí og aromat hrísgrjón, ca 3 dl Sjóöið hrísgrjónin. Roðflettið fiskinn og skerið í stykki. Blandið salti, pipar og aromat saman við hveiti og veltiö fisk- inum upp úr blöndunni. Steik- ið laukinn og takið hann af pönnunni. Bræðið smjörlíki, stráið karríi (eftir smekk) yfir og steikið fiskinn á báðum hliðum í feitinni. Helliö rjóm- anum og sveppunum með soðinu út í. Látið sjóða að- eins. Bætið lauknum út í. Þekið botn eldfasts fats með hrísgrjónunum. Setjiö fiskinn og sósuna yfir og bak- iö í heitum ofni í 10-15 mínút- ur. Dreifiö rækjunum yfir þeg- ar rétturinn er tekinn úr ofnin- um. Skreytið að vild. Hér er skreytt með grænkáli, sítrónu- og tómatsneiðum. PASTASÓSA 1 búnt steinselja 2 stór hvítlauksrif 130 g valhnetur 1 ’/i dl ólífuolía 60 g rifinn parmesanostur Saxið steinseljuna smátt, hakkið hneturnar, merjið hvít- laukinn og blandið öllu vel saman. Gott er að hræra þetta í blandara (mixara) ef hann er til. Saltið og piprið eftir smekk. Sósan verður frekar þykk. Hún geymist vel í lokuðu íláti í kæliskáþ. Það er gott að þragðbæta ýmsa rétti með henni, til dæmis pitsur og pastarétti. Prófiö hana til dæmis í sósu með soðnum pastaskrúfum: Nokkrar sneiöar af skinku skornar í bita. Sveppir, ferskir eða niðursoðnir. Kryddað með pasta- og pitsukryddi frá Knorr, salti og pipar. 2-3 msk. pastasósa. Rjóma hellt yfir og látið sjóða svolitla stund. Soðnum pastaskrúfum bland- að saman við og rétturinn er tilbúinn. 46 VIKAN 6. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.