Vikan


Vikan - 25.03.1993, Page 58

Vikan - 25.03.1993, Page 58
INGA GUNNARSDÓTTIR í HÁRI OG FÖRÐUN: Að vita eitthvað upp á hár er gott og gilt mál- tæki sem samkvæmt fræðiritum merkir að vita eitt- hvað nákvæmlega. Því er gott að nota þetta orðasamband í tvíræðri merkingu þess; nefni- lega að segja að hárgreiðslu- dömurnar hjá Hári og förðun viti upp á hár hvað þær eru að gera. Hvort tveggja sýsla þær með hár og þær vita hvernig ber nákvæmlega að sýsla með hárið. í það minnsta bar ekki á öðru í forsíðustúlku- keppni Vikunnar nýafstaðinni en þar sáu þær Hárs og förð- unarstöllur um hárið á dísun- um okkar átta. STERKIR STRAUMAR Okkur leikur því dálítil forvitni á því að vita hver þar stendur að baki sem stoðin og styttan í þessari hárleikni. Hún heitir Ingigerður, kölluð Inga og er Gunnarsdóttir. Inga er Esk- firðingur að upplagi og þar þróuðust hárgreiðsludraum- arnir hægt og rólega í tímans rás eða allt þar til hún tók sig upp og fluttist búferlum til Reykjavíkur. Fyrst og fremst var það til þess að mennta sig í hárfræðum við Iðnskólann í Reykjavík og sú dvöl leiddi til þess að hún sneri ekki aftur austur á bóginn heldur tók sér bólfestu á mölinni og kann vel við sig. Hún var á samningi hjá Pamelu Thordarson fram- an af námi en kláraði síðan hjá Guðfinnu Jóhannsdóttur. Þar var hún í þrettán ár. „Það stóð aldrei til hjá mér að fara austur til að vinna þar. Ég vil vera þar sem eitthvað er um að vera, námskeiða- hald, sýningar, keppnir og fleira af þeim toga. Hér á höfuðborgarsvæðinu er nóg af sliku og ég legg mikið upp úr því að ég og mitt starfsfólk sækjum námskeið enda eru straumar í hárgreiðslunni mjög sterkir og ég vil standa klár á þeim,“ segir Inga í sam- tali við Vikuna. Hún telur íslenskt hár- greiðslufólk standa mjög framarlega í hárgreiðslu mið- að við aðrar þjóðir og byggir hún það álit á fjölmörgum ferðum sínum út fyrir land- steinana, gagngert til þess að fylgjast með hvað er að ger- ast á erlendum grundum. „Hér erum við líka velflest að fylgj- ast með því sem er að gerast í hárgreiðsluþróun en erlendis er þessu oftar en ekki þannig farið að þar eru smærri hópar sem eru vel inni I þróuninni.“ ALLT UMHVERFISVÆNT Það er ef til vill vegna þess hve hárgreiðsla er framarlega á íslandi að íslendingar eru á- kaflega nýjungagjarnir og fljótir ▲ Fagfólk ■ háriónaöi þarf aó fylgjast vel meó örri þróun að mati Ingu Gunnarsdóttur, eiganda Hárs og föróunar. Hún er hér að greiða Brynju Hjörleifsdóttur. T Þær stöllur, Inga og Erla ásamt Gunni Magnúsdóttur, þátttak- anda í forsíóustúlkukepp- ni Vikunnar. Oftar en ekki er glatt á hjalla meóan undirbúningur aö sýningum stendur yfir. 58 VIKAN 6.TBL.1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.