Vikan


Vikan - 25.03.1993, Qupperneq 58

Vikan - 25.03.1993, Qupperneq 58
INGA GUNNARSDÓTTIR í HÁRI OG FÖRÐUN: Að vita eitthvað upp á hár er gott og gilt mál- tæki sem samkvæmt fræðiritum merkir að vita eitt- hvað nákvæmlega. Því er gott að nota þetta orðasamband í tvíræðri merkingu þess; nefni- lega að segja að hárgreiðslu- dömurnar hjá Hári og förðun viti upp á hár hvað þær eru að gera. Hvort tveggja sýsla þær með hár og þær vita hvernig ber nákvæmlega að sýsla með hárið. í það minnsta bar ekki á öðru í forsíðustúlku- keppni Vikunnar nýafstaðinni en þar sáu þær Hárs og förð- unarstöllur um hárið á dísun- um okkar átta. STERKIR STRAUMAR Okkur leikur því dálítil forvitni á því að vita hver þar stendur að baki sem stoðin og styttan í þessari hárleikni. Hún heitir Ingigerður, kölluð Inga og er Gunnarsdóttir. Inga er Esk- firðingur að upplagi og þar þróuðust hárgreiðsludraum- arnir hægt og rólega í tímans rás eða allt þar til hún tók sig upp og fluttist búferlum til Reykjavíkur. Fyrst og fremst var það til þess að mennta sig í hárfræðum við Iðnskólann í Reykjavík og sú dvöl leiddi til þess að hún sneri ekki aftur austur á bóginn heldur tók sér bólfestu á mölinni og kann vel við sig. Hún var á samningi hjá Pamelu Thordarson fram- an af námi en kláraði síðan hjá Guðfinnu Jóhannsdóttur. Þar var hún í þrettán ár. „Það stóð aldrei til hjá mér að fara austur til að vinna þar. Ég vil vera þar sem eitthvað er um að vera, námskeiða- hald, sýningar, keppnir og fleira af þeim toga. Hér á höfuðborgarsvæðinu er nóg af sliku og ég legg mikið upp úr því að ég og mitt starfsfólk sækjum námskeið enda eru straumar í hárgreiðslunni mjög sterkir og ég vil standa klár á þeim,“ segir Inga í sam- tali við Vikuna. Hún telur íslenskt hár- greiðslufólk standa mjög framarlega í hárgreiðslu mið- að við aðrar þjóðir og byggir hún það álit á fjölmörgum ferðum sínum út fyrir land- steinana, gagngert til þess að fylgjast með hvað er að ger- ast á erlendum grundum. „Hér erum við líka velflest að fylgj- ast með því sem er að gerast í hárgreiðsluþróun en erlendis er þessu oftar en ekki þannig farið að þar eru smærri hópar sem eru vel inni I þróuninni.“ ALLT UMHVERFISVÆNT Það er ef til vill vegna þess hve hárgreiðsla er framarlega á íslandi að íslendingar eru á- kaflega nýjungagjarnir og fljótir ▲ Fagfólk ■ háriónaöi þarf aó fylgjast vel meó örri þróun að mati Ingu Gunnarsdóttur, eiganda Hárs og föróunar. Hún er hér að greiða Brynju Hjörleifsdóttur. T Þær stöllur, Inga og Erla ásamt Gunni Magnúsdóttur, þátttak- anda í forsíóustúlkukepp- ni Vikunnar. Oftar en ekki er glatt á hjalla meóan undirbúningur aö sýningum stendur yfir. 58 VIKAN 6.TBL.1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.