Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 4

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 4
VALGERÐUR VALMUNDSDÓTTIR ER ®TTI KEPPANDINN í FYRIRSÆTUKEPPNI VIKUNNAR OG WILD BÝR MEÐ KINDUR HUND 06 HESTA Valgerður Valmunds- dóttir er tuttugu og eins árs, fædd 13. jan- úar 1972. Hún er 1,72 á hæð, með brún augu, yngst þriggja systkina. Foreldrar hennar eru Dóra Jónasdóttir og Óli Sör- ing Einarsson í Grindavík. Valgerður býr ásamt manni sínum, Herði Sigurðssyni, og tveggja ára dóttur þeirra, Hrefnu, á lögbýlinu Hrauni sem er skammt utan við Grindavík. Þau búa þar reynd- ar í félagi við foreldra hans og eru nú að gera upp gamalt í- búðarhús á staðnum sem byggt var um aldgmótin. Þar verður framtíðarheimili þeirra. Valgerður hefur stundað nám við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja en eftir að barnið kom í heiminn og hún fór að búa hefur hún ekki haft tóm til að stunda námið. „Draumur minn er að halda áfram þegar fram liða stundir en ekki í fjölbraut heldur annaðhvort í Bænda- skólanum á Hólum í Hjaltadal eða á Hvanneyri, jafnvel í dýralækningar. En maður hleypur ekkert í það í bili.“ Búið er ekki stórt, að sögn Valgerðar, en nógu stórt til þess að þau teljast tæpast vera kaffibrúsabændur og er býlið með svokallaðan fullvirð- isrétt. Þau eru með um 60 fjár og nokkra hesta, bæði eigin gripi og annarra sem fá afnot af aðstöðunni sem þau bjóða upp á. Búskapurinn og uppeldi litlu dótturinnar hefur tekið allan tíma Valgerðar síðustu miss- erin en Hörður vinnur mest utan heimilis, ýmist sem véla- maður eða sjómaður á bátum frá Grindavík. „Við erum í heyskap núna,“ segir Valgerð- ur sem hefur greinilega i nógu að snúast um hábjargræðis- tímann. Hörður er lika áhuga- samur um búskapinn en leyfir sér þegar tími gefst til að stunda keppni ( torfæruakstri en eitt vinsælasta keppnis- svæðið í þeirri íþrótt er einmitt í landi Hrauns. ÁHUGAMÁLIN TENGD BÚSKAP Valgerður hefur ekki mikla reynslu af fyrirsætustörfum og var Fyrirsætukeppni Suður- nesja frumraun hennar á þeim vettvangi. „Linda Pétursdóttir hafði samband við mig nokkru sfðar og spurði hvort ég hefði áhuga á að spreyta mig á for- síðukeppni Vikunnar óg Wild. Ég sló til því að mér finnst þetta skemmtilega ólíkt því sem ég er að fást við frá degi til dags. Ég hefði ekkert á móti því að stunda fyrirsætu- störf í framtíðinni ef mér bjóð- ast einhver tækifæri til þess. Annars hef ég alltaf ætlað mér að halda áfram í búskap, enda eru aðaláhugamál mín tengd honum - að geta verið innan um skepnur á borð við hross, kindur og kýr. Sem stelpa var ég í sveit á hverju sumri hjá ömmu minni austur á Strandarhöfða í Landeyjum. Þar kviknaði áhiigi minn fyrir sveitastörfum. Ég fer á hest- bak eins oft og ég get. Reynd- ar er gamli reiQþesturinn minn fallinn. Nú á óg eitt trippi sem ég er ekki enn farin að fást við, tveggja vetra, og annað fjögurra vetra sem ég byrja að temja næsta vetur." □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.