Vikan


Vikan - 29.07.1993, Side 20

Vikan - 29.07.1993, Side 20
DOMINIQUE VOYNET: UPPRENNANDI I UN6, GREIND 06 .GRÆN" Höfundur þessarar greinar er Frakkinn Bernard Granotier, sem búiö hefur hér á landi um skeiö. Hann hefur meöal annars unniö fyrir UNESCO og starfaö meö afvopnun- arnefnd Olof heitins Palme. Hann er doktor i þjóö- félags- fræöum frá Sorbonne háskóla og hefur gefiö út nokkrar bækur í heima- landi sínu. Sumir hafa kallað hana „Madonnu franskra stjórn- mála“. Þeir telja að hana skorti siðferð- islega ábyrgð vegna þess hve skoðanir hennar á kynferðis- málum eru umburð- arlyndar. Kaþólikk- arnir hrista hausinn yfir þessari óvenju- legu konu sem varð einstæö móðir nítján ára gömul. Hún stígur dans á strætum Arras, einnar stærstu borgar kola- námusvæðisins í Norður- Frakklandi. Hún dansar áfram þó að stjórnmálafundur sé í þann mund að hefjast. Hvers vegna dansar hún? Er það til að hafa ofan af fyrir félögum hennar úr Græningjaflokknum (Les Verts) sem eru hingað komnir til að aðstoða hana í mikilvægri baráttu? Svar hennar er afdráttarlaust: „Stjórnmál skipta máli - og umhverfismál. En líka ástin og lífið og frelsið. Mér finnst al- veg jafngaman að dansa eins og að vasast í stjórnmálum.“ Nokkrum dögum síðar er sigurinn í höfn og hún hefur verið kosin á héraðsþing Franche-Comté-héraðsins. Þó að París sé að sumu leyti miðstöð valdsins eru margar mikilvægar ákvarðanir teknar á héraðsþingunum sem eru tuttugu og tvö að tölu, einkum eftir að Mitterrand var kosinn forseti árið 1981. Með sigrinum í Franche- Comté þann 22. mars 1992 tók undraverður stjórnmála- frami Dominique Voynet stórt skref í rétta átt en hún segir að kosningabaráttan hafi ver- ið óvenju hörð. Hún var þá 34 ára gömul og áheyrendur hennar á fundunum voru nán- ast eingöngu karlmenn, oft mun eldri en hún sjálf. Frakk- land er dæmigert rómversk- kaþólskt land og hefðin býður að stjórnmál séu karlmanns- verk. Sú hefð er ákaflega sterk, mun sterkari en í norð- urhluta Evrópu. Þegar De Gaulle hershöfð- ingi stofnaði fimmta lýðveldið árið 1959 vildi hann tækni- væða þjóðfélagið og gera það nútímalegt að öllu leyti. Fyrsta verkefnið var að gefa frönsku nýlendunni Alsír sjálfstæði og binda þannig enda á frelsis- stríðið sem geisaði þar. Þegar því verkefni var lokið stakk einn af ráðgjöfum De Gaulle upp á að stofnað yrði sérstakt kvenréttindamálaráðuneyti. Frakkar höfðu verið aftarlega á merinni í kvenfrelsismálum og franskar konur fengu ekki kosningarétt fyrr en 1946. Ætti Frakkland ekki að vera í fylkingarbrjósti í þetta sinn? De Gaulle vildi ekki heyra á slíkt minnst og bar því við að ríkisstjórnin hefði engin not fyrir kvenfólk. Þó hefur Frakk- land alið margar skeleggar kvenréttindakonur. Dominique Voynet segist vilja feta í fót- spor kvenna á borð við Geor- ges Sand, Camille Claudel og Simone de Beauvoir. TORSÓTT LEID TIL JAFNRÉTTIS Skáldkonan Georges Sand vakti feikna athygli á öldinni sem leið þegar hún gagnrýndi hjónabandið sem stofnun í skrifum sínum. Sjálf átti hún fjölda elskhuga og frægastur þeirra var tónskáldið og pí- anóleikarinn Frederic Chopin. Mikið hefur verið rætt um Camille Claudel upp á síðkastið, eftir að kvikmynd var gerð um ævi hennar, með Isabelle Adjani og Gerard Depardieu. Hún hafði mikla hæfileika sem myndhöggvari en fjölskylda hennar ofsótti hana vegna opinbers ástar- samband hennar við kennara sinn, myndhöggvaran Auguste Rodin. Og bók Simo- ne de Beauvoir, The Secortd Sex, sem kom út á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina, varð grundvallarrit nútíma jafnréttisbaráttu. Dominique Voynet telur þó enn langa leið eftir ófarna að fullu jafnrétti karla og kvenna. Síðustu fimmtán árin hafa orðið miklar breytingar í Frakklandi. Á seinni hluta átt- unda áratugarins kom Giscard d’ Estaing, þáverandi forseti, á fót áðurnefndu kven- réttindamálaráðuneyti sem De Gaulle hafði verið svo illa við. Tíu árum síðar varð fyrsla konan forsætisráðherra og þó að Edith Cresson hafi ekki staðið sig sem skyldi í emb- ættinu er búið að aflétta bann- helginni. Leiðin er því opin - þó ekki sé hún greið - fyrir ungar og metnaðarfullar kon- ur á borð við Dominique Voy- net. Frakkar eru orðnir dauð- leiðir á aldurhnignum stjórn- málamönnum sem ríghalda í stjórnartaumana, komnir langt fram á eftirlaunaaldur. Ný andlit eru sjaldséð. Þörfin fyrir ferska strauma er augljós en valdakerfi flokkanna er svo flókið að menn eru sjaldnast komnir í áhrifastöður fyrir fimmtugt. Oft er Mitterrand forseti nefndur sem dæmi um stjórnmálamann sem þráast við að sitja i embætti sínu. Slík gagnrýni á nokkurn rétt á Fjölmiðlarnir dá hana. Þann 3. janúar 1993 heillaöi hún Frakka í vinsælum sjónvarpsþætti. sér því að forsetinn er orðinn 76 ára og á síðasta ári gekkst hann undir skurðaðgerð vegna krabbameins I blöðru- hálskirtli. Ekki er víst að hann treysti sór til að sitja fram að næstu kosningum, árið 1995. Hægri vængurinn býður upp á einvígi milli Jaques Chirac, borgarstjóra í París og formanns flokks Gaullista (RPR), og Giscard d’ Estaing, formanns Lýðræðisbanda- lagsins (UDF). Þetta einvígi hefur staðið síðan 1975 og það er almenn skoðun kjós- enda að þeir félagarnir hafi töluvert skemmtigildi sem leik- 20 VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.