Vikan


Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 20

Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 20
DOMINIQUE VOYNET: UPPRENNANDI I UN6, GREIND 06 .GRÆN" Höfundur þessarar greinar er Frakkinn Bernard Granotier, sem búiö hefur hér á landi um skeiö. Hann hefur meöal annars unniö fyrir UNESCO og starfaö meö afvopnun- arnefnd Olof heitins Palme. Hann er doktor i þjóö- félags- fræöum frá Sorbonne háskóla og hefur gefiö út nokkrar bækur í heima- landi sínu. Sumir hafa kallað hana „Madonnu franskra stjórn- mála“. Þeir telja að hana skorti siðferð- islega ábyrgð vegna þess hve skoðanir hennar á kynferðis- málum eru umburð- arlyndar. Kaþólikk- arnir hrista hausinn yfir þessari óvenju- legu konu sem varð einstæö móðir nítján ára gömul. Hún stígur dans á strætum Arras, einnar stærstu borgar kola- námusvæðisins í Norður- Frakklandi. Hún dansar áfram þó að stjórnmálafundur sé í þann mund að hefjast. Hvers vegna dansar hún? Er það til að hafa ofan af fyrir félögum hennar úr Græningjaflokknum (Les Verts) sem eru hingað komnir til að aðstoða hana í mikilvægri baráttu? Svar hennar er afdráttarlaust: „Stjórnmál skipta máli - og umhverfismál. En líka ástin og lífið og frelsið. Mér finnst al- veg jafngaman að dansa eins og að vasast í stjórnmálum.“ Nokkrum dögum síðar er sigurinn í höfn og hún hefur verið kosin á héraðsþing Franche-Comté-héraðsins. Þó að París sé að sumu leyti miðstöð valdsins eru margar mikilvægar ákvarðanir teknar á héraðsþingunum sem eru tuttugu og tvö að tölu, einkum eftir að Mitterrand var kosinn forseti árið 1981. Með sigrinum í Franche- Comté þann 22. mars 1992 tók undraverður stjórnmála- frami Dominique Voynet stórt skref í rétta átt en hún segir að kosningabaráttan hafi ver- ið óvenju hörð. Hún var þá 34 ára gömul og áheyrendur hennar á fundunum voru nán- ast eingöngu karlmenn, oft mun eldri en hún sjálf. Frakk- land er dæmigert rómversk- kaþólskt land og hefðin býður að stjórnmál séu karlmanns- verk. Sú hefð er ákaflega sterk, mun sterkari en í norð- urhluta Evrópu. Þegar De Gaulle hershöfð- ingi stofnaði fimmta lýðveldið árið 1959 vildi hann tækni- væða þjóðfélagið og gera það nútímalegt að öllu leyti. Fyrsta verkefnið var að gefa frönsku nýlendunni Alsír sjálfstæði og binda þannig enda á frelsis- stríðið sem geisaði þar. Þegar því verkefni var lokið stakk einn af ráðgjöfum De Gaulle upp á að stofnað yrði sérstakt kvenréttindamálaráðuneyti. Frakkar höfðu verið aftarlega á merinni í kvenfrelsismálum og franskar konur fengu ekki kosningarétt fyrr en 1946. Ætti Frakkland ekki að vera í fylkingarbrjósti í þetta sinn? De Gaulle vildi ekki heyra á slíkt minnst og bar því við að ríkisstjórnin hefði engin not fyrir kvenfólk. Þó hefur Frakk- land alið margar skeleggar kvenréttindakonur. Dominique Voynet segist vilja feta í fót- spor kvenna á borð við Geor- ges Sand, Camille Claudel og Simone de Beauvoir. TORSÓTT LEID TIL JAFNRÉTTIS Skáldkonan Georges Sand vakti feikna athygli á öldinni sem leið þegar hún gagnrýndi hjónabandið sem stofnun í skrifum sínum. Sjálf átti hún fjölda elskhuga og frægastur þeirra var tónskáldið og pí- anóleikarinn Frederic Chopin. Mikið hefur verið rætt um Camille Claudel upp á síðkastið, eftir að kvikmynd var gerð um ævi hennar, með Isabelle Adjani og Gerard Depardieu. Hún hafði mikla hæfileika sem myndhöggvari en fjölskylda hennar ofsótti hana vegna opinbers ástar- samband hennar við kennara sinn, myndhöggvaran Auguste Rodin. Og bók Simo- ne de Beauvoir, The Secortd Sex, sem kom út á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina, varð grundvallarrit nútíma jafnréttisbaráttu. Dominique Voynet telur þó enn langa leið eftir ófarna að fullu jafnrétti karla og kvenna. Síðustu fimmtán árin hafa orðið miklar breytingar í Frakklandi. Á seinni hluta átt- unda áratugarins kom Giscard d’ Estaing, þáverandi forseti, á fót áðurnefndu kven- réttindamálaráðuneyti sem De Gaulle hafði verið svo illa við. Tíu árum síðar varð fyrsla konan forsætisráðherra og þó að Edith Cresson hafi ekki staðið sig sem skyldi í emb- ættinu er búið að aflétta bann- helginni. Leiðin er því opin - þó ekki sé hún greið - fyrir ungar og metnaðarfullar kon- ur á borð við Dominique Voy- net. Frakkar eru orðnir dauð- leiðir á aldurhnignum stjórn- málamönnum sem ríghalda í stjórnartaumana, komnir langt fram á eftirlaunaaldur. Ný andlit eru sjaldséð. Þörfin fyrir ferska strauma er augljós en valdakerfi flokkanna er svo flókið að menn eru sjaldnast komnir í áhrifastöður fyrir fimmtugt. Oft er Mitterrand forseti nefndur sem dæmi um stjórnmálamann sem þráast við að sitja i embætti sínu. Slík gagnrýni á nokkurn rétt á Fjölmiðlarnir dá hana. Þann 3. janúar 1993 heillaöi hún Frakka í vinsælum sjónvarpsþætti. sér því að forsetinn er orðinn 76 ára og á síðasta ári gekkst hann undir skurðaðgerð vegna krabbameins I blöðru- hálskirtli. Ekki er víst að hann treysti sór til að sitja fram að næstu kosningum, árið 1995. Hægri vængurinn býður upp á einvígi milli Jaques Chirac, borgarstjóra í París og formanns flokks Gaullista (RPR), og Giscard d’ Estaing, formanns Lýðræðisbanda- lagsins (UDF). Þetta einvígi hefur staðið síðan 1975 og það er almenn skoðun kjós- enda að þeir félagarnir hafi töluvert skemmtigildi sem leik- 20 VIKAN 15.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.